Verkefni-smerkefni
Nú þykir mér ég dugleg í meira lagi, bara búin að skila öllum verkefnum og möppum í einu lagi! Fannst reyndar skrýtið að ganga um bæinn með líkan af sumarhúsi í mælikvarðanum 1:20. Mikil upplifun.
Í tækinu
Ég var að enduruppgötva snilldar listamann að nafni Elliott Smith. Hann sá að mestu um tónlistina í Good Will Hunting og eitt laganna hans hljómaði í the Royal Tenenbaums (vanmetnu meistaraverki að mínu mati). Það kemst ekkert annað að þessa dagana, nema ef vera skyldi Bad moon rising með Creedence Clearwater Revival, en það á einmitt 36 ára afmæli í dag!
Sílíkon
Já, enn ein sönnun á komu sumars: linsukaup. Flott sólgleraugu verða málið í sumar ;)
miðvikudagur, maí 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|