Kill Bill vol. 2
Vá. Það er ekkert orð í mínum orðaforða sem getur lýst hrifningu minni á þessari mynd. En eins og með þá fyrri: Ef þú ert ekki búin að sjá hana, farðu þá núna!
Sex in the City...
...Lauk göngu sinni í gærkveldi. Mér fannst þetta æðislegur lokaþáttur, með svona Hollywood-endi eins og við könnumst öll við. Það er ekki frá því að mér hafi vöknað um augun (=skælt eins og smákrakki) af hamingju yfir málalokunum.
Sumarið er tíminn
Það er heldur margt sem ég ætla mér að gera í sumar. Svo margt að það er spurning hvort að sumarið sjálft endist í það. Smá dæmi: Ég ætla að vinna eins og mo-fo, fara í heimsóknir til útlanda og út í sveit, synda, verða brún, teikna, fara í bíó, fara á djammið, halda upp á afmæli, labba reglulega niður Laugaveginn, fara í útilegur, fara upp í sumarbústað og synda svo meir! Það verður spennandi að sjá hvað af þessu ég kem í verk!
Brot og braml
Gleraugun mín brotnuðu áðan. Og ég missti þau ekki eða neitt Kristínarlegt. Dularfullt. Ég er farin að halda að þetta séu mótmæli gegn linsukaupunum í seinustu færslu. Nú eða bloggöfund, þar sem ég hef aldrei séð ástæðu til að blogga um gleraugun mín áður. Well, mission accomplished hjá þeim ef svo er í pottinn í búið :) !
föstudagur, maí 07, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|