Bling bling
Sem fyrr horfði ég á vídeo um helgina. Í þetta skipti varð myndin Marci X fyrir valinu. Reyndar var ég efins um það hvort ég ætti yfir höfuð að vera að leigja hana. Vissi ekki neitt um hana annað en að Lisa Kudrow léki hvíta yfirstéttarstelpu. En ég lét slag standa og viti menn, Marci X reyndist vera snilldarræma. Vissulega dálítið mikil steypa en það átti bara vel við stemmninguna hjá okkur systrunum. Ég ætti nú orðið að vita betur en að efast um hæfileika Lisu Kudrow, hún er schnilld í hvaða hlutverki í hvaða mynd sem er. Mæli tvímælalaust með þessari næst þegar þú veist ekkert hvað þú vilt leigja.
Bara fyndið...
Allir að kíkja á þetta og setja hljóðið í botn! Þetta bjargaði deginum mínum í gær. Og sjúklingar og samstarfsmenn horfðu á mig mjög svo stórum augum :).
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|