mánudagur, júlí 26, 2004

Helgin...
...var bara afspyrnu skemmtileg. Ég fór meðal annars í bíó á Spiderman 2 og á djammið í fyrsta skipti í ALLTOF langan tíma þar sem ég skemmti mér bara mjög vel. Já, og svaf úti á svölum í sólinni á laugardeginum. Ofsalega þægilegt og brúnkandi.

Spiderman 2
Hún fer ekki bara með tærnar þar sem fyrri myndin er með hælana, nei, hún traðkar á tám hinnar eins og kókoshneta með mikilmennskubrjálæði. Þetta er sko mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, en betra er að vera búin að sjá fyrri myndina. Já, nei nauðsynlegt er að hafa séð fyrri myndina :).

Kanntað flassa BIOS?
Ef svo er þá þarf ég að ná tali af þér.