Vinna, borða, sofa, vinna, borða, sofa
Einhvern veginn hefur mér tekist að gera ekki neitt það sem af er sumri. Jú, ég hef farið í bíó og horft á sjónvarp en það er ekkert til að hrópa húrra fyrir. En nú ætla ég að taka mér tak og gera eitthvað almennilegt. Til dæmis ætla ég í sund eftir vinnu og hlakka bara ansi mikið til þess :). Ég er svo easily amused, greyin mín.
Tilhlökkun
Já, ég hlakka til svo margra hluta. Þeirra léttvægastir eru útgáfudagur The Sims 2 og post-mortem disks Elliott Smith. En það er svona í peanuts-þyngdarflokknum ;). Meira skemmtilegt er að það eru 43 dagar í að María mín komi heim (ekki það að ég sé neitt að telja :S) og enn færri þangað til Bryndísin snýr aftur. Og báðar koma þær frá Kanalandi. Og svo er fleira sem ég hlakka til en það er líka leyndó ;)! Og ef þú veist það ekki nú þegar þá veistu ekki neitt, vissirðu það?
Bond, James Bond
Ég fékk allt í einu gífurlega löngun til þess að vitna í vin minn Bond, líklegast vegna þess að ég horfði á mynd með honum í gær :).
-That's a nice little nothing you're almost wearing...
Ég man nú reyndar ekki úr hvaða mynd þetta er en finnst það skemmtilegt engu að síður. Og að lokum: Rétti upp hendi þeir sem horfa á Bond!
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|