föstudagur, júlí 09, 2004

Nýir tenglar
Ég ákvað að láta verða af því að uppfæra tenglana mína. Eftirfarandi síður fengu tengil:

1. Bjarneyjar-blogg þar sem lesa má um inter-rail ævintýri hennar og Óskar.
2. Síða um snillinginn Elliott Smith. Ef þú hefur ekki heyrt lag með honum skaltu horfa á Good Will Hunting og hafa eyrun opin.
3. Heimasíða The Sims 2, sem er framhald af The Sims, skemmtilegasta leik í heimi. Endilega kíkið og heillist.

Bíó, bíó baby
Í gær fórum við Berget á VISA-forsýningau á Raising Helen. Sú mynd er ofsalega mikil feel-good mynd. Sem er mjög gott ;). Við systurnar skemmtum okkur alla veganna mjög vel og ferðin, alla leið upp í Mjódd, var því vel heppnuð.

Útsölur
Ég er ekki búin að kaupa mér neitt á útsölu! Það verður að gera meiriháttar breytingar hér á þar sem mín helstu fatakaup eiga sér stað í útlöndum og á júlí-útsölunum. Ég held ég skelli mér bara eftir vinnu í dag og kaupi mér eitthvað fínt. Smá retail-therapy ætti að láta mér líða betur ;)!

Frasi dagsins
Er í boði Völlu í Völlu-sjó:
"Ég meina...Sorrí!"