miðvikudagur, maí 04, 2005

Celebrate good times, come on!
Ég fékk mjög svo skemmtilegt bréf frá Danmörku á mánudaginn. Það var frá arkítektaskóla konunglegu dönsku listakademíunni og í því stóð að ég hefði komist inn í inntökuprófið í skólann! Það fer fram 17. 18. og 19. maí svo ég er á leiðinni til Danmerkur þann 14. maí og verð til 20. maí. Gaman gaman :)! Það voru ca. 600 manns sem sóttu um skólann og rétt tæplega 300 komast í inntökuprófið. Ég var búin að ákveða að ég kæmist ekki inn og þar af leiðandi búin að sætta mig við að fara í ensku í HÍ í haust. Svo þetta bréf kom mér mjög skemmtilega á óvart ;).

Bráðavaktin
Sei, sei serían bara búin. Og lokaatriðið alveg naga-sig-í-handarbökin spennandi. Ég veit ekki hvernig ég tóri þangað til næsta vetur! Á ekki einhver allar seríurnar?