mánudagur, maí 09, 2005

Eurovision/Evróvisjón
Ég er algjör Eurovision fíkill. Hef horft á keppnina á nær hverju ári (líkt og meirihluti þjóðarinnar) og engst yfir því hversu hryllilega lélegt framlag okkar er (á nær hverju ári líka). Mér líst heldur betur á framlagið í ár en það er kannski bara vegna þess hve stjarnfræðilega lélegt það hefur verið seinustu tvö skipti. Angel með 2-Tricky? Don't even get me started...

Sumargjöf
Ég finn fyrir óstjórnlegri löngun í brennibolta. Svona brúnan gamaldags. Þá gæti ég farið í eggja-varp-hoppleikinn og sprite(?). Þ.e.a.s. ég gæti það ef ég gæti hoppað. Ég er hoppheft. Og hlaupheft. Og, eins og sannaðist núna rétt áðan (enn einu sinni), labba-upp/niður-stigann-heima-hjá-mér heft. Gaman að þessu!

Tónlistin
Aðallagið þessa dagana er lagið Afi með Björk. Hversu mikil snilld er þessi texti?

Afi stundum segir mér,
hve hrikalega virtur
okkar ættstofn er,
útfríkaðir fræðimenn - fyndnir og allt.
Sjáðu nú með sjálfum þér,
hvernig þetta færi mér - ég meina 'ða.
Með spekingssvip í feisinu,
þambandi Malt.


Ég á svona ömmu. Og afi minn heitinn átti alltaf Malt. Malltaf.