Eurovision/Evróvisjón
Ég er algjör Eurovision fíkill. Hef horft á keppnina á nær hverju ári (líkt og meirihluti þjóðarinnar) og engst yfir því hversu hryllilega lélegt framlag okkar er (á nær hverju ári líka). Mér líst heldur betur á framlagið í ár en það er kannski bara vegna þess hve stjarnfræðilega lélegt það hefur verið seinustu tvö skipti. Angel með 2-Tricky? Don't even get me started...
Sumargjöf
Ég finn fyrir óstjórnlegri löngun í brennibolta. Svona brúnan gamaldags. Þá gæti ég farið í eggja-varp-hoppleikinn og sprite(?). Þ.e.a.s. ég gæti það ef ég gæti hoppað. Ég er hoppheft. Og hlaupheft. Og, eins og sannaðist núna rétt áðan (enn einu sinni), labba-upp/niður-stigann-heima-hjá-mér heft. Gaman að þessu!
Tónlistin
Aðallagið þessa dagana er lagið Afi með Björk. Hversu mikil snilld er þessi texti?
hve hrikalega virtur
okkar ættstofn er,
útfríkaðir fræðimenn - fyndnir og allt.
Sjáðu nú með sjálfum þér,
hvernig þetta færi mér - ég meina 'ða.
Með spekingssvip í feisinu,
þambandi Malt.
Ég á svona ömmu. Og afi minn heitinn átti alltaf Malt. Malltaf.
|