sunnudagur, maí 29, 2005

Singstar eður ei?
Þegar ég var úti nældi ég í eintak af Singstar Pop, þriðja Singstar leiknum, fyrir Bryndísi og partýið hennar. Sá diskur vakti að sjálfsögðu mikla lukku og fyrir mína parta þá söng ég mig hása þetta kvöld (nótt?). Ég hitti Ingu og Dagbjörtu í fyrsta sinn síðan um jólin og þurfti alltaf að vera að koma við þær og athuga hvar þær væru til að fullvissa mig um að þær væru örugglega ennþá með. Svona fer margra mánaða aðskilnaður með mann! Ég veit ekki hvernig þetta verður ef ég flyt út. Jeremías minn. En aftur að partýinu: Ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi og augljóst á sumum *hóst*Sævari*hóst* að Singstar er málið. Þessir sömu sumir tóku líka Shut up með Black eyed peas, kvenpartinn, við mikinn fögnuð samgesta sinna. Lifi Singstar! Ég hlakka mest til í júní ;)!

Tilvitnunin

Kiss of all kisses. No debate.

úr Bollywood/Hollywood, sem er með betri myndum sem ég hef séð. Allar myndir þar sem fólkið byrjar að syngja út af engu (og allir kunna textann og dansinn) eru að mínu skapi...