Komin heim í heiðardalinn
Jæja, önnur megastór færsla í tilefni heimkomu frá Danaveldi. Þolinmæði þín, lesandi góður, að nenna að kíkja aftur á þessa síðu þrátt fyrir sjaldgæfa uppfærslur, fær mig til að skammast mín. Ég stend mig að því að hlaupa yfir ákveðin blogg á "bloggrúntinum" vegna lítilla skrifa höfundanna. Ætti kannski að endurskoða það...
Kunstakademiens Arkitekskole með meiru
Ég gisti hjá Birgit frænku minni í góðu yfirlæti fyrstu tvær næturnar en flutti mig síðan inn í hjarta Kaupmannahafnar til hennar Jóhönnu vinkonu. Fagnaðarfundir miklir hjá tveimur ruglurum áttu sér stað ;). Á þriðjudagsmorguninn, klukkan 8:45 vorum við mættar upp í skóla og prófið hófst klukkan 9:00. Ein matarpása. Klukkan 17:00 leit ég upp frá verkefninu mínu, gekk frá og við Jóhanna hjóluðum heim. Ég fékk meira að segja hjólið hennar lánað því löggiltir aumingjar geta ekki verið á erfiðu túristahjólunum. Jóhanna massaði það eins og sannur Hjóla-Dani. Vorum sofnaðar klukkan hálf tólf eftir amstur dagsins. Miðvikudagurinn fór eins, 9:00 til 17:00 sat ég yfir verkefninu mínu, nema engin matarpása var tekin. Glorhungruð staulaðist ég út úr prófinu en Jóhanna reddaði deginum og fór með mig á besta bakaríið í Kaupmannahöfn, Lagkagehuset við Christianshavn. Þar keypti ég mér m.a. brownie sem mér tókst að gleyma að borða þangað til í flugvélinni á leiðinni heim. Húrra fyrir mér og súperheilanum! Fimmtudagurinn fór svo eins og miðvikudagurinn, með engri matarpásu þ.e.a.s., en um kvöldið var próflokum fagnað. Við Jóhanna fórum út að borða á Rimini, ótrúlega ódýrum ítölskum veitingastað og mættum síðan í íslenskt Eurovision partý á Öresundskolleginu. Þvílík vonbrigði sem þar áttu sér stað. Hvað er með að við komumst ekki einu sinni upp úr forkeppninni?! Við þóttum ekki einu sinni betri en Lettland. Come on, people! Eftir partýið fórum við bara snemma að sofa, yet again. Föstudagurinn fór í rölt á Strikinu eftir útsofelsi og eftir að hafa kvatt Jóhönnu (óvelkomin þögn eftir að hafa talað/hlustað nær stanslaust síðan ég hitti hana) var stefnan tekin á Alleröd að nýju. Þar var allt á hvolfi í eldhúsinu vegna eldavéla-skipta svo við Birgit fórum bara út að borða áður en hún skutlaði mér á flugvöllinn. Hún er svo mikið yndi :)!
Það er gott að vera komin heim!
fimmtudagur, maí 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|