Sjö, níu, þrettán
Mér fannst ekki annað hægt en að blogga á föstudaginn þrettánda. Sem ætti í raun ekki að vera óheilladagur því þegar ráðist var á musterisriddarana var júlíanska tímatalið í notkun. Þannig að það var ekki föstudagur og ekki þrettándi dagur mánaðarins heldur. Merkilegt!
The Hitchhiker's Guide to the Galaxy
Yep, honum tókst það. Að gera fína mynd eftir einni fyndnustu bók í heimi. Ég hélt það væri ekki mögulegt að kvikmynda Hithchiker's guide. Var alveg handviss um að þeir myndu ameríkanisera söguna og láta Orlando Bloom leika Arthur og Keiru Knightly leika Trillian. Guði sé lof að svo er ekki. Þeim tókst að láta Arthur Dent leika Arthur Dent. Ég held, án gríns, að Douglas Adams hafi byggt Arthur Dent á Martin Freeman. Þessi mynd er algjörlega að gera sig þó að mér sé nú ekki vel við breytingarnar sem gerðar voru. Er sátt við að fá meira af Trillian (samt ekki sátt við hve mikið var gert úr Arthur+Trillian) en saknaði Marvin-lætur-löggugeimskipið-fremja-sjálfsmorð-bara-með-því-að-tala-við-það atriðsins mikið. Ég hlæ bara við að hugsa um það. Hlæhlæhlæ!
FF = Fyndin Flygildi
Vá, þetta eru næstfyndnustu fuglar sem ég hef séð! Allir á www.indietits.com!
Garden State...
...er uppáhaldsmyndin mín í heiminum. Hún er frábær. Og tónlistin maður. Gæsahúð. Það ætti að setja hana á skyldulista hvers manns og Napoleon Dynamite líka. Ég er búin að sjá hana fimm sinnum og hún hættir ekkert að vera fyndin. Cast-listinn á matnum er frábær. Hvernig fær fólk þessar hugmyndir?
föstudagur, maí 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|