föstudagur, júní 06, 2003

Bókaþurrðinni
...er lokið í bili. Í gær las ég nefnilega The Lost Boy eftir Dave Pelzer. Hún myndi nú seint kallast skemmtileg, en engu að síður gat ég ekki lagt hana frá mér. Hún er það sem kaninn kallar compelling. Ég mæli með henni, en þó ekki fyrir viðkvæmar sálir. Næsta bók/bækur á dagskrá eru útkomnar Harry Potter bækur. Smá upphitun fyrir lestur á fimmtu bókinni.

Vinnan
Ég er án efa besti sumarafleysingahjúkrunarritari sem að sést hefur. Og ég kann líka að skrifa löng orð.

Kvóti dagsins
- You wouldn't even hit a lake if you were standing on the bottom of it!