Ég á ammæl' í dag, ég á ammæl'í dag
Já, ég á afmæli í dag (reyndar ekki fyrr en klukkan 20:15) og er þar með komin á þrítugsaldurinn. Það verður mikið stuð og partý á laugardaginn (þó seint gangi að bjóða í það, því hún ég er svo mikill trassi). En engu að síður verður farið í humar í kveld með nánustu familie og ekkert hugsað um línurnar ;)!
Þjóðhátíð
Í gær var þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, svona ef það fór fram hjá einhverjum. Ég gerði nákvæmlega EKKERT allan daginn, nema að sofa og lesa en það telst hvorugt með. Um kvöldið skellti ég mér þó í bæinn að hitta "da gang" eins og ég kýs að kalla það. Reyndar vantaði nokkrar lykilmanneskjur en það var gaman engu að síður. Hlustuðum á Milljónamæringana á Ingólfstorgi í miklu stuði og ónefnd manneskja dansaði uppi á sviði allt kvöldið. Danmerkurfarinn hringdi líka og allt gekk mér í haginn.
Kvóti/mynd dagsins
Mynd dagsins er Gattaca. Stórlega vanmetin snilldarmynd sem ég get horft á aftur og aftur og aftur...
- Tilfinningar dagsins í dag eru ekkert annað en leifar gærdagsins.
(Ókei, þetta var einungis íslenski textinn en því miður kann ég ekki frönsku. Ef einhver getur þýtt þetta yfir á frönsku, þá fær sá hinn sami verðlaun. (Reyndar getur hvers sem er sagt hvað sem er því ekki veit ég hvort það er rétt ;))
miðvikudagur, júní 18, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|