fimmtudagur, júní 26, 2003

Helvítis, djöfulsins, andskotans!
Blogger hefur verið með nefið í mínum málum og ég er alls ekki sátt! Nú get ég ekki lengur haft íslenska stafi í Blogname og lýsingunni. Ég er EKKI sátt! Ég er svo pirruð að ég fer að blóta á spænsku bráðum. Og ég KANN EKKI spænsku!

Unginn er floginn
Björg litla systir er flogin úr hreiðrinu, a.m.k. þangað til í haust. Hún fór til Danmerkur að au pair-ast fyrir frænku okkar. Seinni partinn í júlí fer ég svo að heimsækja ættgarðinn, versla og draga hana heim. Það verður gaman ;). Bara allt of langt þangað til!

Lítið að gerast
Ekkert veigamikið á sér stað í mínu lífi nú um mundir. Ég hef ekkert að segja og þar af leiðandi skrifa ég lítið og sjaldan á þessa síðu. Reyndar eru allir þeir sem lásu hana áður fyrr hættir að lesa því að nú erum við allar með síðu saman :D. Og sjálfri þykir mér hún miklu meira spennandi! Ætli ég endurhanni þessa ekki til að endurvekja sambandið...

Barcelona
Gummi(bear) og Bryndís hin eru að fara til Barcelona. Make no mistake; ég verð í einhverri töskunni!

Í tilefni dagsins
...er linkur á myndasíðuna hennar snúllu hérna .