fimmtudagur, júní 12, 2003

Sól og blíða
Réði ríkjum í gær. En ekki í dag, ó, nei! Ég skalf mér var svo kalt á leiðinni í vinnuna (ljót beygingarmynd) og það er barasta ekki ásættanlegt í júnímánuði! Reyndar er allt í lagi að það sé skítaveður frá 0800 til 1400 en svo á að vera brjálað gott veður þegar ég kem úr vinnunni. Það er í reglunum!

Ammæli
Ég á bráðum tvítugsammæli. Bara svona að minna fólk á það! Á afmælisdaginn, 18. júní, ætlum við (mamma, pabbi, stóri, lilla og ömmurnar tvær) í humar. Namminamm. Humar er nefnilega uppáhaldsmaturinn minn, en sem gefur að skilja þá er ekki hægt að fara með fjölskylduna í humar þrisvar í viku svo ég fæ hann afar sjaldan. Sem gerir þetta einmitt enn meira spes ;) !

Mynd/kvóti dagsins
...og allra daga er Shrek. Tvímælalaust ein besta mynd sem gerð hefur verið.
-Shrek! I'm looking down!