þriðjudagur, júní 10, 2003

Hrunin!
Það er nettengda tölva heimilisins sem að er hrunin. Eins og venjulega. Ég veit ekki hversu oft er búið að lappa upp á þetta grey, enda fáir partar hennar upprunalegir lengur. Netið er sem sagt ekki í lagi heima hjá mér (þó að venjulegt netsamband fáist í gegnum fartölvuna þá er það ekki ADSL) og þar af leiðandi verður aðeins bloggað úr vinnunni eða bókasafninu um stund. Vonandi nær tölvan sér fljótt og PLÍS, PLÍS góði guð, láttu þetta vera móðurborðið eða bara eitthvað annað en harða diskinn. Ég er nefnilega svo vitlaus að trassa það að brenna myndirnar mínar á diska. (Þetta hljóð sem heyrist er ég að sparka í sjálfa mig)

Helgin
...var fín. Það var svo gott að fá þriggja daga frí þó að ég hafi í raun ekki gert neitt. Á laugardaginn svaf ég út (Bliss!) og fór í grillveislu. Um kvöldið passaði ég svo Breiðholtssystur sem voru þægar og góðar eins og venjulega. Á sunnudaginn svaf ég út og keyrði með Stærri-en-ég-litlu-systur upp í Hlíð til að kanna stöðu sumarbústaðsbyggingar. Þar virtist allt vera í lagi og veðrið var gott þó það væri soldið hvasst. Þegar heim var komið komu video-félagar og horft var á video langt fram á nótt. Svefnpurkan gisti og svaf til klukkan 15:35. Þar sem við fórum mjög seint að sofa er kannski ekkert að marka þetta...

Kvóti dagsins
- I'm free! I'm free! (Daybright-version)