föstudagur, júní 20, 2003

Þreyta
Ég er svo þreytt að ég hef bara aldrei kynnst öðru eins. Og þreyta er líka ljótt orð.

Snúlla
Í gær fórum við mæðgurnar í heimsók til Snúllu og foreldra hennar. Og fallegra barn hefur náttúrulega sjaldan sést, enda er hún skyld mér ;). Ég hélt á henni lengi vel, með nýísprautaðri hendi og alles! Hún var voða sybbin en brosti og brosti til mín. Hjartað í mér bráðnaði alveg og sjálfsálitið fékk stórt boost. "Það getur sko ekki hver sem er látið svona fínt barn fara að brosa," hugsaði ég með mér. "Ég hlýt að vera alveg spes!" En svo rann upp fyrir mér ljós þegar hún brosti til Bjargar og mömmu líka; Það er ekki ég sem er spes. Það er krílið sem er brosmilt!

Kettir
Vá, hvað þetta er fyndið! Fólk er að horfa á mig með hneysklun í svipnum, því ég var nærri köfnuð af hlátri!

Mynd dagsins
Mynd dagsins í dag er Look who's talking. Þegar maður er eitthvað að kjá framan í lítil börn þá getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvort þau eru að hugsa: Hvaða vitleysingur er þetta?!