þriðjudagur, apríl 08, 2003

Dimissio!
Ég fékk dimission-búninginn minn í dag. Ógeðslega verður bekkurinn minn flottur!

Æfing-smæfing
Öllum sjötta bekk var smalað í Háskólabíó klukkan 14:45 í dag. Þar var brautskráningin æfð og allt var tuggið ofan í okkur að minnsta kosti þrisvar. Sem er ekki til þess að tala um, nema fyrir þær sakir að það hefði þurft að tyggja það fjórum sinnum. Árgangurinn minn er nú einu sinni þannig árgangur ;). En hvað sem því líður er ég í góðu lagi þegar stundin rennur upp ef ég man: sæti 22 í röð 22. Það er alveg geranlegt.