mánudagur, apríl 21, 2003

Páskaegg enn og aftur
Eggið mitt var skuggalega gott. Um þrjúleytið ákvað ég reyndar að fá mér ekki meira af því. Ég hafði nefnilega tekið eftir því að ég gat ekki með nokkru móti setið kyrr. Sykuroverload? Held ekki!

Commentakerfið
...virðist hafa náð sér. Þökkum hinum almáttuga hátækniguði fyrir það.

Próflestur
...er í fullum gangi á þessum bæ. Það er ekki nóg með að ég sé á leið í stúdenstpróf, heldur er hún litla systir á leið í samræmd próf líka. Orðið 'próf' liggur eins og mara yfir heimilinu og ó-próftakar neyðast til þess að hafa sig hæga.