Kórtónleikarnir blíva!
Tónleikar MR-kórsins tókust gífurlega vel. Meira að segja skrýtnasta verk sem við höfum nokkurn tíma flutt fékk góðar viðtökur. Einn skeggjaður herramaður á fremsta bekk kallaði oft bravó þegar lögum lauk. Smá egóbúst! Jón Ásgeirsson sat uppi á svölunum og gagnrýndi. Honum virtist líka vel, því ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann hafi klappað á handriðið þó nokkrum sinnum.
Íslensk fræði
Prófi í íslenskum fræðum er lokið. Núna á eftir tekur íslenskur stíll við. Fjögurra tíma ritgerðarskrif. Ég vona bara að eitt efnið verði eitthvað voða væmið og þægilegt eins og t.d. "Árin í MR" efnið á prófinu í fyrra. Á svoleiðis brillera ég með tárin í augunum (*sniff, sniff*). Þegar að kemur að efnum um stjórnmál stend ég hins vegar alltaf á gati. Ég væri vís til að fara út í eitthvað skítkast um ákveðna lygalaupa og annað leiðinlegt fólk. En hvað um það, væmni it is.
Gleðilegt sumar!
Þetta blogg hefði náttúrulega átt að líta dagsins ljós í gær, sumardaginn fyrsta. Gleðilegt og sólríkt sumar engu að síður! Ég er alla veganna alveg tilbúin fyrir sumarið. Dressið mitt fyrir íslenskan stíl er nefnilega bleikur stuttermabolur, gallapils og Tevur. Reyndar fylgir flíspeysan með því ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég bý á Íslandi.
föstudagur, apríl 25, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|