Sögulegt skólablogg!
Sem fyrsta bloggið mitt úr tölvu í skólanum, þá hlýtur þetta blogg að vera sögulegt.
Gleði í stærðfræðitíma
Núna rétt áðan vorum við að klára að sanna seinustu reglu ferils míns í MR. Það var hátíðleg stund þegar að kennarinn skrifaði hana á töfluna og er hann kláraði að fylla inn í kassann, fagnaði bekkurinn hóflega með lófataki. Kennarinn hneigði sig og allir voru glaðir.
miðvikudagur, apríl 02, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|