fimmtudagur, apríl 17, 2003

Páskafrí?
Nei. Ekki fyrir þá sem ætla að ná stúdentsprófunum sem ganga í garð eftir skitna 5 daga. Próftaflan hentar mér að vísu mjög vel en 6 VIKUR í prófum? Fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Ég býst ekki við að ég verði mennsk í útliti að þessum 6 vikum liðnum. Veran í speglinum mun örugglega líta út fyrir að segja eitthvað á þessa leið: Gollum! My one, my own, my preciousssssssssssssssss.......!

Páskaegg?
Já! Sérstaklega fyrir þá sem ætla að ná prófunum. Þeir þurfa bensín til að komast yfir hæstu hjallana. Og þá er ágætt að fara á smá nostalgíu-tripp í leiðinni :0).





Reyndar eru Mónu eggin ekkert að gera sig. Hér á bæ eru Bónus- eða Nóa-Síríus egg keypt í stórum stíl!