miðvikudagur, apríl 30, 2003

Sumar?
Ég sem hélt að sumarið (eða að minnsta kosti vorið) væri loksins komið! En nei, ég lít út um gluggann og sé að það snjóar og snjóar. Svona má ekki gera!

Snillingur!
Sem ég var að vafra um netið, lendi ég inni á tribute-síðu um Daler Mehndi. Það eru meðal annars mp3 með þremur lögum og eitthvað Realplayer dót sem ég kíkti ekkert á. En þessi gaur er snillingur. Sérstaklega Tunak Tunak tun. Þvílíkt rugluð tónlist ;) !