Prufa
mánudagur, ágúst 11, 2003
föstudagur, júlí 25, 2003
Þessi uppfærsla...
...er fyrir Dagbjörtu óþolinmóðu ;).
Business is slow
Og líf mitt líka. Ég fór í skírn síðasta föstudag þar sem að Snúlla hætti að vera Snúlla og varð Lísa. Til hamingu með það Lísa mín!
Þennan sama föstudag var matarboð og Danmerkur-skvísur voru því næst kvaddar og sendar á brott á laugardaginn. (Og ég hafði engan MSN-buddy alla vikuna, aumingja ég!).
Svo var skundað í afmælis-kveðjuhóf hjá Ingu. Hún er að yfirgefa okkur til að stunda nám í the U.S. og A. og mætir ekki fyrr en um jólin og þá bara í heimsókn. Við færðum henni góðar gjafir, bók um Bandaríkin og svona collage-ramma með myndum af okkur vinkonunum öllum saman. Svo hún gleymi nú ekki að koma heim. (Eða þá svo hún komi pottþétt ekki heim, ég er ekki viss...)
Á sunnudaginn....ég man það ekki. En ég svaf út!
Vikan
Hefur liðið hratt. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt í vinnunni :(. Og veðrið hefur verið skítlegt. En ég er að fara í sumarfrí í dag! Og á mánudaginn fer ég til kóngsins Köbenhavn! Annars hef ég ekkert gert þessa vikuna, nema að fara í mitt daglega sund. Hitti Bjarneyju þar um daginn í svona 0,32 mínútur. Í gær fór ég samt ekki, því ég var veik heima úr vinnunni. Og þar af leiðandi er ég stirðari en andskotinn! En jæja, sjúkraþjálfun eftir vinnu og útréttingar fyrir Útlönd :) !
Kvóti dagsins
-Savvy?
(Vá, ég bráðna alveg bara við að hugsa um þessa mynd!)
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Uppfært
Maður verður stundum að uppfæra bloggsíðuna sína. Það bara er svoleiðis. En ég er ekki svona uppfærslu meiníak iens og bloggfrændinn. Óóó, nei!
Babyface
Ég var að eignast litla frænku í gær! Það gerir þá í annað skiptið á ca. tveimur og hálfum mánuði. Stelpurnar munu rúla í nýjustu kynslóð móðurbróðurfjölskyldunnar. Hann móðurbróðir eignaðist nefnilega bara stráka...
Helgin
...var viðburðarík. Á föstudag fór ég snemma að sofa, enda langþreytt eftir að hafa farið seint að sofa í heila viku.
Á laugardag var svo skundað í bíó með fríðu föruneyti, þeim Eyrúnu og Bryndísi. Ég fékk að velja myndina og valið stóð á milli frönsku myndarinnar Jet lag og Hollywood steikarinnar The Lizzie McGuire Movie. Það var ekki spurning; ég skellti mér (og vinkunum með) á steikina! Og skemmti mér gífurlega vel! Það var samt aðallega vegna skemmttlegs karakters að nafni Miss Ungermeyer og einnig vegna samáhorfanda míns sem að hafði alveg gífurlega fyndinn hlátur. Myndin var ekki einu sinni byrjuð en hann var farinn að rýta af hlátri! Og þá meina ég rýta. Eftir myndina ætluðum við svo að horfa á Empire records hjá Bryndísi en hún fannst ekki. Svo við fórum bara í að merkja allar ómerktu spólurnar hennar og horfa á blast from the past.
Sunnudagurinn fór svo í að plana ferð á Bruce Almighty. Og hvað hún var fyndin! Ég sat náttúrulega við hliðina á mesta Jim Carrey fan hérna megin Atlantshafsins, svo að ég hló kannski meira en ella. Þetta var alla veganna mjög skemmtilega bíóferð :).
Kvóti dagsins
- You look strangely large and familiar...
mánudagur, júlí 07, 2003
Helgin
...var mesta letilíf. Á föstudagskvöldið fór ég í mat hjá Bryndísi og fjölskydu og síðan að passa litlu frændsystkini Bryndísar og Önnu Lísu, með Bryndísi. Þar var myndin Catch me if you can leigð og hún reyndist mjög góð, þrátt fyrir ruglandi byrjun.
Á laugardagskvöldið hélt ég svo sóló video-maraþon, og leigði Jack & Sarah, Rush hour 2, Jewel of the Nile og Double Jeopardy. Ég horfði mér til óbóta og fór seint að sofa. Daginn eftir hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og skellti Double Jeopardy í tækið. Þá kom í ljós að í staðinn fyrir eina af mínum uppáhalds myndum hafði ég fengið e-a gamla klifurmynd. Með leikurum sem ég hafði aldrei heyrt um. Þar af leiðandi á ég nú inni eina gamla spólu í Nýmynd. (sem mun alltaf heita Nýmynd sama hversu oft nafninu er breytt).
Á sunnudagskvöld fór ég svo í bíó á Phone booth með vinkum, einum fylgifisk og einum fylgifylgifisk. (Lesist; vinkonum, kærasta og vini kærasta.) Hún var stórfurðuleg og ég við ekki sjá hana aftur.
Atriði dagsins
Er úr Jack & Sarah. Þegar að Jack setur sokk á höfuðið á Sarah, setur hana í viskastykki fyllt með bómull, vefur henni inn í hadklæði og setur hana ofan í fóðrað póstumslag.
mánudagur, júní 30, 2003
Spænska
Soy una muchacha. Tengo mi sombrero en la mano. Soy tan listo! Já, þetta er spænska! Nú get ég hvað úr hverju farið að blóta á spænsku :D !
Potter, Harry Potter
Hefur sökkt klónum í mig einu sinni enn. Ég tók þá ákvörðun að lesa bækur tres og cuatro aftur áður en ég festi kaup á nýjustu viðbótinni. Þess vegna hef ég sokkið djúpt í mýrina sem heitir Hogwarts og á þaðan ekki aftur snúið fyrr en lestri bókar fimm er lokið. Ég hef gert leiðinlega uppgötvun; Eftir að myndir eftir bókum 1 og 2 komu út hætti ég að nenna að lesa þær bækur. Það er sem sagt búið að eyðileggja þær fyrir mér. Og það er ekki eins og myndirnar séu e-r meistaraverk!
Kvóti dagsins
-My name is Muerte, as in death!
Bryndís, ég man ekki hvað myndin heitir (blues e-ð) en við verðum að leigja hana bráðum!
fimmtudagur, júní 26, 2003
Helvítis, djöfulsins, andskotans!
Blogger hefur verið með nefið í mínum málum og ég er alls ekki sátt! Nú get ég ekki lengur haft íslenska stafi í Blogname og lýsingunni. Ég er EKKI sátt! Ég er svo pirruð að ég fer að blóta á spænsku bráðum. Og ég KANN EKKI spænsku!
Unginn er floginn
Björg litla systir er flogin úr hreiðrinu, a.m.k. þangað til í haust. Hún fór til Danmerkur að au pair-ast fyrir frænku okkar. Seinni partinn í júlí fer ég svo að heimsækja ættgarðinn, versla og draga hana heim. Það verður gaman ;). Bara allt of langt þangað til!
Lítið að gerast
Ekkert veigamikið á sér stað í mínu lífi nú um mundir. Ég hef ekkert að segja og þar af leiðandi skrifa ég lítið og sjaldan á þessa síðu. Reyndar eru allir þeir sem lásu hana áður fyrr hættir að lesa því að nú erum við allar með síðu saman :D. Og sjálfri þykir mér hún miklu meira spennandi! Ætli ég endurhanni þessa ekki til að endurvekja sambandið...
Barcelona
Gummi(bear) og Bryndís hin eru að fara til Barcelona. Make no mistake; ég verð í einhverri töskunni!
Í tilefni dagsins
...er linkur á myndasíðuna hennar snúllu hérna .
mánudagur, júní 23, 2003
Helgin
...var frábær! Á föstudaginn var reyndar ekkert gert annað en að laga til vegna fyrirhugaðrar afmælisveislu, en það var þó föstudagur :). Á laugardaginn var sofið feitt út og svo útréttast og pæjast fyrir kveldið. Besta og hennar besti mættu á slaginu 21:00 og kom það ekkert á óvart. Fólk var svo að týnast inn og út eitthvað frameftir en flestir sem boðnir voru létu sjá sig og jafnvel einn ó-boðinn (en þó ekki ó-velkominn) fyrrverandi bekkjarbróðir mætti. Áfengi var haft um hönd og eftir mikið sprell var farið í bæinn um tvöleytið og ákveðið að hlusta á trúbadúr á Ara í Ögri. Eftir að hafa setið þar góða stund var kíkt í "partý" til frænda Bryndísarinnar. Þar voru tveir fyrir. Sem betur fer var "partýið"staðsett mjög svo í bænum svo að næst var okkur skutlað inn á Sólon án þess að stoppa neitt í röðinni. Þar var dansað fram á hvítan morgun (já, morgnar eru hvítir) þó svo að staðurinn væri meira en lítið pakkaður og tónlistin væri ekki að gera sig. Svona var gangur fyrstu al-löglegu (og nær einu) ferðar minnar til að djamma í bænum. Og ég var ekki einu sinni spurð um skilríki!
Helgin fær óteljandi + 1 stjörnu af ***** mögulegum.
föstudagur, júní 20, 2003
Þreyta
Ég er svo þreytt að ég hef bara aldrei kynnst öðru eins. Og þreyta er líka ljótt orð.
Snúlla
Í gær fórum við mæðgurnar í heimsók til Snúllu og foreldra hennar. Og fallegra barn hefur náttúrulega sjaldan sést, enda er hún skyld mér ;). Ég hélt á henni lengi vel, með nýísprautaðri hendi og alles! Hún var voða sybbin en brosti og brosti til mín. Hjartað í mér bráðnaði alveg og sjálfsálitið fékk stórt boost. "Það getur sko ekki hver sem er látið svona fínt barn fara að brosa," hugsaði ég með mér. "Ég hlýt að vera alveg spes!" En svo rann upp fyrir mér ljós þegar hún brosti til Bjargar og mömmu líka; Það er ekki ég sem er spes. Það er krílið sem er brosmilt!
Kettir
Vá, hvað þetta er fyndið! Fólk er að horfa á mig með hneysklun í svipnum, því ég var nærri köfnuð af hlátri!
Mynd dagsins
Mynd dagsins í dag er Look who's talking. Þegar maður er eitthvað að kjá framan í lítil börn þá getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvort þau eru að hugsa: Hvaða vitleysingur er þetta?!
miðvikudagur, júní 18, 2003
Ég á ammæl' í dag, ég á ammæl'í dag
Já, ég á afmæli í dag (reyndar ekki fyrr en klukkan 20:15) og er þar með komin á þrítugsaldurinn. Það verður mikið stuð og partý á laugardaginn (þó seint gangi að bjóða í það, því hún ég er svo mikill trassi). En engu að síður verður farið í humar í kveld með nánustu familie og ekkert hugsað um línurnar ;)!
Þjóðhátíð
Í gær var þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, svona ef það fór fram hjá einhverjum. Ég gerði nákvæmlega EKKERT allan daginn, nema að sofa og lesa en það telst hvorugt með. Um kvöldið skellti ég mér þó í bæinn að hitta "da gang" eins og ég kýs að kalla það. Reyndar vantaði nokkrar lykilmanneskjur en það var gaman engu að síður. Hlustuðum á Milljónamæringana á Ingólfstorgi í miklu stuði og ónefnd manneskja dansaði uppi á sviði allt kvöldið. Danmerkurfarinn hringdi líka og allt gekk mér í haginn.
Kvóti/mynd dagsins
Mynd dagsins er Gattaca. Stórlega vanmetin snilldarmynd sem ég get horft á aftur og aftur og aftur...
- Tilfinningar dagsins í dag eru ekkert annað en leifar gærdagsins.
(Ókei, þetta var einungis íslenski textinn en því miður kann ég ekki frönsku. Ef einhver getur þýtt þetta yfir á frönsku, þá fær sá hinn sami verðlaun. (Reyndar getur hvers sem er sagt hvað sem er því ekki veit ég hvort það er rétt ;))
fimmtudagur, júní 12, 2003
Sól og blíða
Réði ríkjum í gær. En ekki í dag, ó, nei! Ég skalf mér var svo kalt á leiðinni í vinnuna (ljót beygingarmynd) og það er barasta ekki ásættanlegt í júnímánuði! Reyndar er allt í lagi að það sé skítaveður frá 0800 til 1400 en svo á að vera brjálað gott veður þegar ég kem úr vinnunni. Það er í reglunum!
Ammæli
Ég á bráðum tvítugsammæli. Bara svona að minna fólk á það! Á afmælisdaginn, 18. júní, ætlum við (mamma, pabbi, stóri, lilla og ömmurnar tvær) í humar. Namminamm. Humar er nefnilega uppáhaldsmaturinn minn, en sem gefur að skilja þá er ekki hægt að fara með fjölskylduna í humar þrisvar í viku svo ég fæ hann afar sjaldan. Sem gerir þetta einmitt enn meira spes ;) !
Mynd/kvóti dagsins
...og allra daga er Shrek. Tvímælalaust ein besta mynd sem gerð hefur verið.
-Shrek! I'm looking down!
miðvikudagur, júní 11, 2003
Próf
Fyrst Bryndís var eitthvað að derra sig og setja dót á síðuna mína (þó ég geti sjálfri mér um kennt fyrir að gleyma að henda henni út) þá átti ég enga aðra úrkosti en að taka þetta próf líka. Svona internet persónuleikapróf eru nefnilega einn af veikleikum mínum.
You are Kali, Hindu Goddess of birth and death,
also a patron and protector of women.
Goddess Quiz
brought to you by Quizilla
Þar hafið þið það. Og Bryndís: Þér er hér með hent út. Sjáumst á annarri síðu sem fyrst ;) !
þriðjudagur, júní 10, 2003
Mér finnst svo merkilegt að Kristín er ekki enn búin að henda mér út svo að ég ákvað að nota tækifærið og setja skemmtilegt próf á síðuna hennar!! :)
You are Gaia, the Earth mother.
Goddess Quiz
brought to you by Quizilla
Hrunin!
Það er nettengda tölva heimilisins sem að er hrunin. Eins og venjulega. Ég veit ekki hversu oft er búið að lappa upp á þetta grey, enda fáir partar hennar upprunalegir lengur. Netið er sem sagt ekki í lagi heima hjá mér (þó að venjulegt netsamband fáist í gegnum fartölvuna þá er það ekki ADSL) og þar af leiðandi verður aðeins bloggað úr vinnunni eða bókasafninu um stund. Vonandi nær tölvan sér fljótt og PLÍS, PLÍS góði guð, láttu þetta vera móðurborðið eða bara eitthvað annað en harða diskinn. Ég er nefnilega svo vitlaus að trassa það að brenna myndirnar mínar á diska. (Þetta hljóð sem heyrist er ég að sparka í sjálfa mig)
Helgin
...var fín. Það var svo gott að fá þriggja daga frí þó að ég hafi í raun ekki gert neitt. Á laugardaginn svaf ég út (Bliss!) og fór í grillveislu. Um kvöldið passaði ég svo Breiðholtssystur sem voru þægar og góðar eins og venjulega. Á sunnudaginn svaf ég út og keyrði með Stærri-en-ég-litlu-systur upp í Hlíð til að kanna stöðu sumarbústaðsbyggingar. Þar virtist allt vera í lagi og veðrið var gott þó það væri soldið hvasst. Þegar heim var komið komu video-félagar og horft var á video langt fram á nótt. Svefnpurkan gisti og svaf til klukkan 15:35. Þar sem við fórum mjög seint að sofa er kannski ekkert að marka þetta...
Kvóti dagsins
- I'm free! I'm free! (Daybright-version)
föstudagur, júní 06, 2003
Bókaþurrðinni
...er lokið í bili. Í gær las ég nefnilega The Lost Boy eftir Dave Pelzer. Hún myndi nú seint kallast skemmtileg, en engu að síður gat ég ekki lagt hana frá mér. Hún er það sem kaninn kallar compelling. Ég mæli með henni, en þó ekki fyrir viðkvæmar sálir. Næsta bók/bækur á dagskrá eru útkomnar Harry Potter bækur. Smá upphitun fyrir lestur á fimmtu bókinni.
Vinnan
Ég er án efa besti sumarafleysingahjúkrunarritari sem að sést hefur. Og ég kann líka að skrifa löng orð.
Kvóti dagsins
- You wouldn't even hit a lake if you were standing on the bottom of it!
miðvikudagur, júní 04, 2003
þriðjudagur, júní 03, 2003
Sögulegt vinnublogg
Hlýtur að teljast sögulegt á sama hátt og fyrsta skólabloggið. En mér finnst mjög gaman að vera að skrifa blogg í vinnunni. Á minni eigin vinnu-tölvu. Oh, ég er svo cool!
Fráhvarfseinkenni
Ég hef ekki komist í tæri við góða bók í heilar 6 vikur og mér er farið að líða virkilega illa. Reyndar fann ég nýja Lucifer bók á bókasafninu í gær en hún dugir nú skammt. Á sumrin á maður að lesa góðar bækur í tonnatali, fara í bíó og horfa ótæpilega mikið á sjónvarp/video/DVD. Mér gengur því miður ekki nógu vel að uppfylla þessar kröfur sumarsins á tíma minn, þ.e. ég hef enga góða bók lesið, á ekki pening fyrir bíóferðum og það er bara ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu/videoinu/DVD-inu. Ég fór nú reyndar á Matrix Reloaded með rauðhærða tvíburanum en varð fyrir dálitlum vonbrigðum. Ég býst við meira af Matrix en 27 kílómetra löngu dans/kynlífs-atriði þar sem EKKERT var að gerast. Og þetta var meira en lítið væmin mynd. Væmnari en fyrri myndin, sem var þó óþarflega væmin. Ég segi ekki meir enda eitthvað fólk til sem er ekki búið að sjá myndina.
Kvóti dagsins
-Do ye think he's compensating fer something?
laugardagur, maí 31, 2003
Mikið um að vera
Í gær útskrifaðist ég úr Menntaskólanum í Reykjavík. Athöfnin var flott og kórinn söng við upphaf hennar. Myndatakan var furðuleg, to say the least en veislan var schnilld! Það var ótrúlega mikið fólk á svæðinu og mikið fjör. Allar bestu manneskjurnar sáu sér fært að mæta en "því miður" voru margar vinkvennanna að útskrifast líka og komust því ekki :0). Þegar leið að lokum dagsins hringdi svo Danmerkurfarinn. Gæti lífið verið betra?
Vinna
Ég er komin með vinnu í sumar. Ég er orðin hjúkrunarritari á Grensásdeild Landspítalans, þriðju hæð. Attsewaytodoit!
Kvóti dagsins
-That'll do, pig. That'll do.
miðvikudagur, maí 21, 2003
Hah!
Hver fékk 8 í íslenskum stíl? Ég!!! Eins og mér gekk hörmulega og vissi ekkert hvað ég átti að skrifa. Ah, þetta er ljúf tilfinning!
Evróvisjón
Gaman að þessu!
Kvóti dagsins
"This is what you're doing...this is what I want you to do! Any questions?"
"Did you just tell me to shut up?!"
"Yeees, you catch on straightaway!"
(Lesist með über-enskum hreim)
sunnudagur, maí 18, 2003
Víma
Tilraun til þess að stilla hóstann var gerð í gærkveldi. Ég innbyrti tvær afar sterkar kódein-innihaldandi-verkjatöflur (sem eru þá einmitt hóstastillandi) og fékk mér tvöfaldan skammt af hóstasaft. Og viti menn, hóstinn minnkaði og allt varð mjög fyndið og skemmtilegt!
Helvítis...
The Dante's Inferno Test has banished you to the Eigth Level of Hell - the Malebolge!
Here is how you matched up against all the levels:
Level | Score |
---|---|
Purgatory (Repenting Believers) | Very Low |
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers) | Very Low |
Level 2 (Lustful) | High |
Level 3 (Gluttonous) | Low |
Level 4 (Prodigal and Avaricious) | Low |
Level 5 (Wrathful and Gloomy) | High |
Level 6 - The City of Dis (Heretics) | Low |
Level 7 (Violent) | High |
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers) | High |
Level 9 - Cocytus (Treacherous) | Moderate |
Take the Dante's Inferno Test
Það er nefnilega það!
Kvóti dagsins
" I can't even begin to imagine knowing how to answer that question"
- Perfect Murder?