föstudagur, apríl 29, 2005

How handy!
Jahá! Það er sem sagt hægt að kaupa íslenskt nammi og gos á netinu og láta senda til útlanda. Sneddí! Fólkið sem á Nammi.is ætti samt að auglýsa meira held ég...

Don't stop me now!
Miði til Edinborgar er kominn í hús. Þetta er allt að gerast. Nú er bara að massa próf og verkefnaskil og koma sér í sumarfrí. Þá fer ég og kaupi mér hjól. Með körfu.


< Rant begins >
Það sló mig í dag (úff, enskuskotinn andskoti!) hversu margar litlar stelpur (sem virðast ekki hafa mætt í einn einasta stafsetningartíma á sínum stutta skólaferli) blogga. Ég játa nú að ég sjálf er engin mannvitsbrekka og hef kannski ekkert áhugavert að segja fyrir aðra en mína nánustu en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Persónulega finnst mér sorglegt að lesa blogg þar sem tólf-þrettán ára smástelpur eru að lýsa því yfir hversu fullar þær voru í þessu og þessu partýi og hversu mörgum strákum þær hafa sofið hjá. Og það skiptir ekki máli hvort þetta sé bara til að vera kúl í augum annarra krakka. Tólf ára krökkum á ekki að finnast kúl að drekka og sofa hjá hverjum sem er. Mér verður bara illt!
< Rant ends >

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Puff the magic dragon
Ég hef þrisvar sinnum byrjað á nýrri færslu til þess eins að fatta að ég hef ekkert að segja. Bömmer! Verð samt að setja eitthvað inn. Nýja frænka getur ekki alltaf verið að fæðast í gær.

Úje!
Hver fær að fara í sex vikur á Reykjalund? Me baby! Ég er með fiðrildi í maganum af tilhlökkun. Og svo var minni boðið að koma til Edinborgar að sletta úr klaufunum. Lífið er gott lömbin mín.

Bókahönnun er ávanabindandi
Mig klæjar hendurnar mig langar svo mikið til að kunna að teikna. Mig langar í svona Matrix dæmi; Jó, Dozer! Eitt stykki lærðu-að-teikna-eins-og-Darick-Robertson forrit takk. Drífðu þig maður!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Til hamingju heimur!
Ný frænka leit dagsins ljós í gær. Hún er í boði Kidda og Erlu og eru þeim þakkir skyldar fyrir það :).

Og svona er stýrið í allri sinni dýrð:





Sniðugt
Þetta er helvíti sniðugt finnst mér. Rambaði á þetta á síðu gamals skólabróður úr grunnskóla og ákvað að deila þessu með ykkur.

1. Open up the music player on your computer.
2. Set it to play your entire music collection.
3. Hit the “shuffle” command.
4. Tell us the title of the next ten songs that show up (with their musicians), no matter how embarrassing. That’s right, no skipping that Carpenters tune that will totally destroy your hip credibility. It’s time for total musical honesty.
5. Write it up in your blog or journal and link back to at least a couple of the other sites where you saw this.
6. If you get the same artist twice, you may skip the second (or third, or etc.) occurances. You don’t have to, but since randomness could mean you end up with a list of ten song with five artists, you can if you’d like.

Og þá er það minn listi:

1. I am the walrus - The Beatles
2. Babylon - David Gray
3. Say hello to the angels - Interpol
4. Shoot the sexual athlete - Belle & Sebastian
5. Glory box - Portishead
6. We're not right - David Gray
7. Japanese policeman - Kimono
8. The chicken song - Mugison
9. Fuck her gently - Tenacious D
10. One more robot/Sympathy 3000-21 - The Flaming Lips
11. The way it is - The Strokes


Ákvað að skella einu auka inn þar sem David Gray kom tvisvar fyrir. Ég verð nú að segja að ég er nokkuð ánægð með útkomuna. Það vantar samt eitt stykki Damien Rice lag til að toppa þetta. Og allir gera líka, ef þú átt ekki blogg gerðu þetta þá bara í kommentakerfinu (já, Halli ég er að tala við þig;).

Hipphipphúrra!
Það er að koma nýr Zelda leikur!





Úff! Svona grafík gefur mér gæsahúð! Ég verð að fá Gamecube lánaða hjá einhverjum held ég bara. Það er einum of gróft að kaupa hana útaf einum leik...reyndar á ég alveg eftir að spila Zelda: Wind waker líka...ég held samt að ég þekki engan sem á svona stykki. Dæs!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Orangutans are sceptical of changes in their cages
Helgin var temmilega fín eftir allt aðgerðarleysið að undanförnu. Ég horfði á Bride & Prejudice með Katrínu, The Spongebob Squarepants movie með Bryndísi & Co. og fór á Spanglish í bíó. Auk þess sem ég fór tvisvar í sund í Breiðholtslaug í sólskini og góðu veðri :). Mér var líka boðið í mat og vídjó hjá Ólafíu og Maríu. Kínverskur matur og íslenskar klassíker myndir í góðum félagsskap er algjör schnilld. Takk fyrir mig en og aftur!

Setning helgarinnar:
Ósk: Stelpur, ef löggan stoppar okkur förum við allar að gráta, nema Ásgerður sem verður geðveikt sexí!

fimmtudagur, mars 31, 2005

Flufluflufluflufluflulfluflannel!
Ég hef verið mikkið(haha, mús!) veik núna undanfarið og hef þess vegna lítið gert. Er þar af leiðandi hægt og rólega að ganga af vitinu af inniveru og húkinpúkaskap. Reyndar fór ég upp í bústað með familien um páskahelgina, og mér reiknast þannig til að ferðin sú hafi seinkað innlögn minni á Klepp um 1.5 vikur. Sem er mjög gott...

ER
Bráðavaktin mín snéri (sneri?) aftur á skjáinn í gærkvöldi og hvað það gladdi mitt litla hjarta að sjá alla vinina mína aftur. Svo frétti ég að það verði ekki þáttur í næstu viku vegna íþrótta smíþrótta :(. Eins og þetta endaði spennandi! Ó mæ gollí sko!

Mig langar...
Mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar í heildarsafn mynda eftir Hayao Miyazaki. Hvað langar þig í?

fimmtudagur, mars 24, 2005

Funeral Blues
Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever; I was wrong.

The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood,
For nothing now can ever come to any good.

W.H. Auden

Þetta ljóð er algjörlega í topp tíu. Sérstaklega í flutningi John Hannah. Auden plús skoskur hreimur er alveg killer blanda, me wee sleekit wonner!

þriðjudagur, mars 15, 2005

Ehhhhh...
Mér líður kjánalega þegar ég blogga eftir svona langt hlé. Það hefur svo margt gerst að það er alltof margt sem ég get sagt frá. Sem orsakar hvað? Jú, algjöra bloggstíflu. Ég ákvað samt að láta mig hafa það og reyna að greiða eitthvað út úr þessari flækju í höfðinu á mér. Lesendum míum til ánægju og yndisauka...

Danmerkurferð
Ég skellti mér til Danaveldis eins og allir sem lesa þetta blogg vita. Það var að sjálfsögðu æðislega gaman. Highlight-in í ferðinni voru, í engri sérstakri röð, þessi:
Að hitta Jóhönnu mína og sprella með henni.
Að vera í útlöndum með vinkonum mínum.
Að vera í Kaupmannahöfn.
Að hitta Birgit og krakkana.
Að ferðast með ömmu.
Að kaupa, kaupa, kaupa.
Að fara í Louisiana safnið.
Að fara á þorrablót Íslendingafélagsins í Köben.
Að skoða vonandi tilvonandi skólann minn.
Að koma aftur heim, sem er jú alltaf gott.
Þessi ferð var frábær að öllu leyti, nema einu. Hitastigið var á við fljótandi nitur. Ef maður fór með banana út þá gat maður neglt nagla með honum. Í alvöru. En eins og ég segi þá gerði ég allt of margt skemmtilegt til að lýsa því öllu hér. Það verður bara áfram í ferðadagbókinni minni.

Stress...
Núna í dag var seinasti skiladagurinn fyrir heimaverkefnið sem gefur umsækjendum kannski próftökurétt í inntökuprófinu í Arkítektaskóla Konunlegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Nú er bara að krossleggja puttanna og vonast eftir stóru umslagi í póstinum. Ég varð herfilega veik og var þar af leiðandi langt á eftir í verkefninu. Það sannaðist enn og aftur að kæruleysis- og verkjalyf eru ekki hvetjandi fyrir skapandi hugsun. En haldiði ekki riddarinn minn á hvíta hestinum, í þessu tilfelli Jóhanna Himinbjörg arkítektanemi extraordinaire, hafi ekki reddað mér algjörlega! Hún prentaði þetta út fyrir mig, skilaði því og stóð í ýmsu stússi. Þar af leiðandi fær hún nafnbótina vinkona ársins, að öðrum vinkonum mínum ólöstuðum. Er ekki bara fínt að vera best af þeim langbestu?

Vestfirska áralagið
Og nú berast mér þær fréttir, einmitt í kommentakerfinu á þessari síðu, að það sé til kona á Ítalíu sem er með þumla. Ekki að það sé neitt í frásögur færandi utan þess að þumlarnir hennar eru ískyggilega líkir mínum. Þessar fréttir færir Dagbjört útlandakona mér, beint frá Ítalíu. Fyrir þá sem ekki vita það þykja þumlarnir mínir frekar *hóst*mjög*hóst* sérstakir í laginu. Þetta er fjölskylduþumallinn og kallast "Vestfirska áralagið" af einhverri annarlegri ástæðu. Ég og frænka mín eru einu manneskjurnar sem ég hef heyrt af með svona þumal, þangað til nú! Takk Dagbjört mín fyrir að láta mér finnast ég ekki alveg eins sérstök og áður, ég á nóg með alla hina skrýtnina mína ;)!
og með símann, þá hafði síminn hennar Bjarneyjar vinninginn sem aldursforseti. En það munaði nú ekki miklu. Ég átti það bara til að gleyma hversu mikill forngripur síminn minn var orðinn. Og SonyEricsson er algjörlega að massa Nokia núna. Ég stóð sjálfa mig að því að geta ekki tekið lásinn af Nokia símanum hennar mömmu eftir að hafa notað minn SonyEricsson í ca. mánuð. Þetta venst ótrúlega hratt ;)!

Ameríkuliðið: Heimslögregla
Kim yong-Il að syngja:
I'm so ronery! So ronery!

Need I say more? Þessi mynd er algjört must-see ;).

föstudagur, janúar 21, 2005

Bloggen Sie bitte!
Nú er bíó-, sjónvarps- og vídjógláp mitt farið út fyrir allan þjófabálk. Það viðurkenni ég fúslega í votta viðurvist. Er það slæmt? Já. Ætla ég að hætta, eða a.m.k. minnka áhorfið? Nei. Finnst mér gaman að svara mínum eigin spurningum? Klárlega...

RingRingRingRingRingRingRingRing Bananaphone!
Ég festi kaup á nýjum farsíma á þriðjudaginn og er húrrandi hamingjusöm yfir því. Stykkið er SonyEricsson K700i og venst bara vel. Reyndar eru þumlarnir mínir svona þrem númerum of stórir miðað við optimum þumlastærð við SMS-gerð, því takkarnir eru svo litlir og þétt saman. En ég pikka þetta bara með vísifingri ;). Ástæðan fyrir þessum kaupum mínum er sú að gamli síminn minn (Nokia 6110 sem orðinn var 5 1/2 árs) gafst upp eftir gífurlega baráttu við skjáflensu nokkra, sem tók sér bólstað í honum. Ég sakna hans þrátt fyrir nýja símann.

Gleðigleðigaman
Katrín kemur líka til Köben! Reyndar verður hún bara yfir helgi en þetta verður all svakalegt engu að síður!

sunnudagur, janúar 16, 2005

What a wonderful world...
Ég hef verið að reyna að kaupa mér nýjan síma í tvær og hálfa viku. Ástæðan fyrir því er sú að síminn sem ég vil er uppseldur og ný sending af honum er á leiðinni frá Svíþjóð, og sú kemur vonandi fljótlega. Ég er nú þegar búin að fara þó nokkrar fýluferðir til Gumma frænda í Símabúðinni í Kringlunni og fór í enn eina slíka á síðastliðinn föstudag. Þar sem ég geng inn upp rampinn hjá "Ævintýraveröldinni" (frekar súr vegna verkefnaskila og símaleysis) þá kemur manneskja hlaupandi fyrir hornið og á mig. Ég gerði mig líklega til að blasta aumingja manneskjuna fyrir að rekast á hæstvirta mig en sleppti því þegar ég sá hver þetta var.
Rauðar fléttur sem standa út í loftið.
Nóg af freknum á nefinu.
Stuttur blár kjóll.
Mislitir háir sokkar með sokkaböndum.
Já, það er rétt. LÍNA LANGSOKKUR hljóp mig niður. Ég sá það auðvitað í hendi mér að í veröld, þar sem maður rekst (bókstaflega) á Línu Langsokk á harðaspretti í Kringlunni, þar er gott að búa. Ég steinhætti við að vera súr og sagði sem satt var við Línu: "You made my day!"

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Árið tvöþúsundogfjögur var að mestu leyti gott ár. En eins og alltaf var að sjálfsögðu dálítill rússíbani þar sem gleði og sorg skiptist á. En þannig er lífið bara. Ég held samt að ég hafi komið út í plús að mestu leyti þessi áramótin og er það að mestu honum Gumma litla uppáhaldsfrænda að þakka. Og það bara fyrir að vera til!

Klippi-kvendið
Fann mér nýja klippikonu áðan. Frasinn -Another one bites the dust- á vel við í þessu tilfelli þar sem að flestar vinkonur mínar eru einnig klipptar af þessari sömu dömu (sniðugt, ha?!). Mér sýnist á öllu að hún sé almennt að gera góða hluti og þrátt fyrir þó nokkra óánægju í fyrstu ætlar þetta bara að verða að geðveikri VIÐRÁÐANLEGRI klippingu. Og það gerist sko ekki á hverjum degi á þessum bæ.
Dagbjört: Ég redda þér mynd á morgun ;)!

Svampur Sveinsson
Vá, hvað ég ætla að sjá Sponge-Bob Squarepants the movie. Var að sjá trailerinn áðan og sé hálf eftir því. Ég missti af því að skrækja af óvæntri ánægju í bíó og gerði það í staðinn heima hjá mér. Sem er ekki nándar nærri því eins gaman. Viva la Hoff!

fimmtudagur, desember 30, 2004

Hunderte
Seinasta færsla var númer hundrað frá upphafi. Og ég var bara að fatta það núna. Eftirtektin alveg í hámarki hjá minni.

Julen
Stóðu algjörlega undir miklum væntingum. Reyndar voru þau með heldur óhefðbundnu sniði en breytingar eru af hinu góða ekki satt? Mín fékk margar fínar jólagjafir og þeirra fínust var mini Ipod frá Die Eltern. Það tæki er að gera stormandi lukku á heimilinu (og já, í stór-fjölskyldunni) og ég held ég sé bara ástfangin. Hér er mynd af beauty-inu:




Gamlar glæður
Ég ákvað að skoða bloggið mitt frá fyrstu færslu. Það var fræðandi lesning þar sem ég mundi ekki eftir helmingnum af því sem ég hef bloggað um. Kósí að eiga svona auka minni á netinu :). Og fyrir þá sem eiga blogg þá mæli ég með svona memory-lane gönguferð af og til.

Fagnaðarfundir
Núna fyrir jólin hitti ég Jóhönnu mína á kaffihúsi þar sem margt var skrafað og til að kóróna þá gleði þá fórum ég, Katrín, Jóhanna og Britta í bíó og á kaffihús í gær. Da Iðnskóla Posse bara mætt í heild sinni, ótrúlegt en satt :). Og The Incredibles reyndist vera snilldar mynd við annað áhorf!

mánudagur, desember 20, 2004

Jedinn snýr aftur...
Ég er nú reyndar enginn jedi en ég hef snúið aftur í bloggheiminn. Próf og leti hömluðu afköstum mínum svo að nú verð ég bara að vera extra dugleg!

Þetta er helst í fréttum...
Það hefur nú ekki margt á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast. En ég ætla að reyna að setja þetta skipulega fram ykkur til ánægju og yndisauka. Ef ég gleymi einhverjum stórviðburði með einhverjum þá verður bara að láta mig vita!
Prófin voru svona lala. Fékk samt 10 í hönnunarsögu og kennarinn sagði ritgerðina mína um Antoni Gaudí vera bestu Gaudí ritgerð sem hún hafi fengið í hendurnar. Er sem sagt vel sátt.
Jólafrí er yndislegt.
Jóla-David var slegið saman við jólamyndamaraþon í ár. Þar hittust frænkurnar úr báðum ættum (plús Gumminn), horfðu á jólamyndir, borðuðu pizzur og alltof mikið af nammi. Mæli með því við hvern sem er.
Pössun Sara frænka kom til að föndra með mér eins og í fyrra. Sýndi almenna snilldartakta eins og venjulega og sannaði enn og aftur að hún er meiri og betri föndrari en ég. Næsta stopp myndlistarskóli segi ég nú bara! Föndruðum jóla-kort og -gjafir og borðuðum smákökur með bestu lyst meðan Björgin lék Garfield fyrir framan sjónvarpið. Kötturinn Pjakkur Jósafat Gunnarsson var skírður við formlega athöfn og ýmislegt grín var í gangi. Takk fyrir mig!
Annað ísbíltúrar, afmæli, smákökubakstur, jólakortagerð o.s.frv.

T-t-t-tilvitnun...
Héðan í frá ætla ég alltaf að svara svona í símann:
"Hi, this is Buddy the elf! What's your favorite colour?!"

mánudagur, nóvember 29, 2004

Flavermus
Ég ætla til Danaveldis í febrúar. Húrra, húrra, húrra! Ég mun ferðast með föðurömmu minni og gista með henni á hóteli. Það verður meiriháttar tjútt að fara á söfn með ömmu. Hún veit allt um allt held ég bara. Auk þessa mun ég heimsækja fjölskylduna mína úti og svo að sjálfsögðu Jóhönnu danadrottningu og sprella eitthvað með henni. Og fá að kíkja í vonandi tilvonandi skólann minn í leiðinni. Allt þetta, auk verslunargleði á Strikinu, gerir ferð til Köben að meiriháttar ævintýri, þó að um vetur sé :)!

Stoooooopid
Ég er að blogga þegar ég á að vera að læra. Ég í hnotskurn.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Shooooosh
Ég var að vinna mitt fyrsta uppboð á Ebay. Það er rosaleg adrenalínsprauta, sérstaklega seinustu sekúndurnar. Skyldi einhver yfirbjóða mig? Refresh-ar síðan mín of hægt? Af hverju keypti ég þetta ekki úti í búð? Spurningarnar hellast alveg hreint yfir mann! Ég var sem sagt að vinna bókina Abarat eftir Clive Barker. Hún er harðspjalda, fæst ekki hér á landi, kostar einungis 1.700 kr. í stað 3.000 kr. út úr íslenskri búð og síðast en alls ekki síst: Hún er árituð af höfundi. Men, hvað ég er lukkuleg!

Breytingar
Já, prófunum mínum slúttar þann 13. desember í stað þess 18. sama mánaðar. Ýmsar ákvarðanir voru teknar sem hafði þessi aukaáhrif. Mín er vel sátt get þá bara föndrað tvöfalt meira en venjulega. Hvað er aftur 2 sinnum 0?

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Skírn!
Litli kútur var skírður í morgun. Ég missti af því og er þess vegna önnur tveggja ömurlegustu frænkna á jarðríki. Ég náði samt partinum í athöfninni þegar allir stóðu upp, settu handleggina upp í loft og kölluðu 'Hallelúja!' af mikilli innlifun. Samt var þetta enginn sértrúarsöfnuður eða neitt, nema Fríkirkjan í Reykjavík teljist til þeirra. Er ekki með alveg allt á hreinu í því máli. Anyways...Til hamingju með daginn, Guðmundur Ómar :)!

Veðurblíða?
Það vefst fyrir mér, á dögum eins og þessum, af hverju í andsk***num ég bý ekki á Hawaii eða í Ástralíu eða e-u öðru 'Sumarlandi' eins og það var kallað í dag. Er einhver með góða ástæðu fyrir því af hverju ég er ekki löngu flutt af landi brott?

Supercalifragilisticexpialidocius!
Ég ætla að læra japönsku, fara til Köben og Edinborgar að heimsækja fólk, kaupa mér flott föt, fara að hreyfa mig reglulega, vera ekki veik, dreyma eðlilega, sleppa því að borða það sem ég má ekki borða og horfa minna á sjónvarpið. Sem sagt vera practically perfect in every way! En þú?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Próftöflur
Ég var að komast að því hvernig prófin mín verða þetta árið. Iðnskólinn er ljúfur sem fyrri daginn og þar klára ég 3. desember. En hvað gerir þá Háskólinn? Jú, mín próf eru 13. til 18. desember. Hvað er ég að gera í þeim skóla, ég bara spyr? Í alvöru, hvað var ég að pæla?

Verkefnaflóð
Þetta verður augljóslega skólafærsla út í gegn. Nú hrynja yfir mig verkefni í Iðnskólanum auk þess sem ég sit sveitt við að ná samnemendum mínum í enskunni. Breskar bókmenntir eru sko ekkert grín þó ég hafi haldið að sá kúrs yrði eins og að drekka vatn fyrir mig. Dramb er falli næst, gott fólk!

Saumó
Helmingurinn af saumaklúbbnum mínum skellti sé í sumarbústað um helgina. Það var mjög svo gaman þrátt fyrir að mín væri illa upplögð. Við spiluðum, hlógum og átum ALLTOF mikið af gölluðu gotteríi á verksmiðjuverði. Við stoppuðum á Selfossi á leiðinni og fengum okkur að borða á Pizza 67. Þar fékk ég mér pizzu með sveppum sem að brögðuðust skringilega. Enda kom í ljós að mér var óglatt allt heila kvöldið og nóttina. Mórall sögunnar er: ekki fá þér sveppi á pizzuna þína hjá Pizza 67 á Selfossi. Aldrei að vita nema þeir komi af næstu umferðareyju ;)!

fimmtudagur, október 21, 2004

Bleh!
Er eina orðið sem gæti lýst lífi mínu þessa dagana. Andlát mikils manns og veikindi í fjórða veldi að baki og meiri veikindi fram undan. Og ekki meira um það á þessum opinbera vettvangi.

Ljósið í myrkrinu
Bróðir minn kom heim yfir helgina.
Bryndís og Anna Lísa eignuðust litla frænku þann 18. október síðastliðinn.
Ég á yndislega fjölskyldu og vini sem allir eru hraustir (þar með talið alla veganna 1 aukamömmu, 3 aukasystur og 1 aukabróður. Ætli blóð og vatn séu ekki bara jafnþykk).
Hausinn á mér er í lagi þó annað sé kannski ekki í toppstandi.
Bækur eru til.

þriðjudagur, október 05, 2004

Fréttaþurrð
Á föstudaginn fór ég á Októberfest. Það var spes. Ég hitti ýmsa gamla og góða kunningja og suma ekki eins góða sem ég forðaðist í lengstu lög að hitta ;). En hápunktur kvöldsins var samt þegar við Bryndís og Eyrún löbbuðum upp í Úlfarsfell til að taka þátt í ísáts kveðjuathöfninni hennar Bjarneyjar. Og svo löbbuðum við til baka. Sátum og spjölluðum í smástund og fórum svo heim. Voða skrýtið en þó skemmtilegt kvöld.
Á laugardagskvöldið var ég skilin alein eftir heima þar sem Litla-systir fór í afmælismatarboð. Þar af leiðandi fékk ég mér himneskan kvöldmat á Austurlanda hraðlestinni. Aloo Bonda og Naan-brauð. Sleeeeef! Og leigði mér Little Nicky sem ég hafði barasta aldrei séð. Reyndar fussaði vídjóleigustarfsmaðurinn endalaust yfir myndavali mínu en ég kippti mér ekkert upp við það. Og hló mig svo máttlausa yfir steypunni enda búin að drekka alltof mikið kók ;)!
Á sunnudaginn tók ég það rólega, lék Guð fyrri part dags (fyrir þá sem vita hvað það þýðir) og fór svo á The Bagel Company með Katrínu minni. Þar sannaðist enn og aftur hvað við hittumst alltof sjaldan því ég fékk nærri því harðsperrur í munninn og eyrun því ég talaði og hlustaði svo mikið. En það var góður endir a góðri helgi :)!

Fallegastur
Ég ætla að leyfa ykkur að njóta fegurðar frænda míns með mér. Af því að ég er so góð ;)!




Fréttir af Mekka
Ég rakst á frétt um tilvonandi Wal-mart superstore í Teotihuacan, Mexico. Nú vita þeir sem þekkja mig að ég dýrka Wal-mart. Samt væri þessi frétt svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að á byggingarsvæðinu fannst lítið, fornt altari. Ætla þeir að stoppa að byggja þarna? Nei, þeir ætla að byggja plexi-gler kassa utan um altarið og hafa bílastæðið í kring! Fólk er mis. Any ways þá er fréttin hérna:

Bónus Kanamanna

Og ég verð bara að deila því með ykkur hvað ég vorkenni Camilo Olivas, fjögurra barna föður. Ef að þeir hætta við að byggja búðina á þessum ómetanlegu rústum þá verður hann að halda áfram að keyra í heilar 10 MÍNÚTUR til að að komast í næstu Walmart búð. Vinsamlegast sendið honum baráttukveðjur hérna

sunnudagur, september 19, 2004

Sigillum Universitatis Islandiae
Nám í háskóla er ólíkt öllu öðru námi sem ég hef reynt. Það er krafist meira af manni, maður stressar sig frekar yfir hlutunum og lítil sem engin vægð er sýnd aumum nemendum á fyrsta ári í enskuskori. Eða það hélt ég. Kennararnir reyndust svo bara vera ósköp venjulegt fólk með lítil sem engin horn. Klaufir og hala get ég ekki dæmt um þar sem ég mun vonandi aldrei sjá neinn kennara minna nakinn eða skólausan. Kröfurnar og stressið reyndust hins vegar vera á rökum reist svo ég var tilneydd að segja mig úr einum kúrsinum. Reyndar líkaði mér ekki sá kúrs svo ég tapaði nú ekki miklu. Að öðru leyti er ég að fíla mig sem háskólanema. Sérstaklega þar sem ég hitti fyrir tvo fyrrum MR-inga í enskunni svo að nú sit ég ekki ein úti í horni, borandi í nefið af einskærri minnimáttarkennd. Það er alltaf betra að vera fleiri en einn í skólanum þó að fáir nái að slá MR~Friends út ;).

Status
Þessa helgi horfði ég á fjórar spólur og lék mér í tölvuleik í ótalda klukkutíma. Þar af leiðandi á ég ekkert líf. Hins vegar hef ég séð ansi margar bíómyndir og er mjög góð í Sims 2. Er það eitthvað til að vera stolt af?

Nota Bene
Ringenes Herre er gífurlega dramatísk mynd.

föstudagur, september 17, 2004

Some people stand in the darkness
Á föstudaginn tókum við frænkurnar okkur til og héldum nostalgíu kvöld. Þar horfðum við á spólu sem við höfðum beðið í heilt ár eftir að sjá, en það var myndin Baywatch Hawaiian Wedding. Við horfðum nefnilega alltaf á Baywatch þegar við vorum litlar og skemmtum okkur síðan við að leika Baywatch í snjósköflum og sundlaugum fyrir norðan...Myndin reyndist vera schnilld í öðru veldi, aðallega vegna þess að við tókum gönguferð niður Memory Lane við að horfa á hana.
Pamela Andersson í gallastuttbuxum og bundnum topp standandi berfætt á stein í miðri á spilandi á saxófón. Gerist það betra ;)?