Jólafrí...
Ef ég myndi hitta manninn sem fann upp jólafríið þá myndi ég kyssa hann rembingskossi. Jólafrí eru nefnilega æðisleg!
Skreytum hús með greinum grænum...
Við systurnar og Anna frænka fórum í heimsókn til Bjargar ömmu áðan til þess að skreyta jólatréð hennar. Yfirjólatrésskreytarinn er nefnilega í Kanalandi og kemur ekki aftur þaðan fyrr en eftir marga mánuði. Og ekki gat amma veirð jólatréslaus á meðan!
Prófsýning...
Dómur er fallinn: Mér gekk vel í jólaprófunum og reyndist hafa brillerað í byggingarlistasögu. Iðnskólinn í Reykjavík er algjör draumur.
Spilakvöld...
Ég er farin að finna alveg óstjórnlega löngun til þess að hafa spilakvöld. Og þá helst til þess að spila Catan. Það er spil sem ég elska, þrátt fyrir að ég hafi bara spilað kennsluspilið hálfu sinni ;). Það er þess vegna spurning hvort ég hóa ekki í einhverjar vinkur til þess að sprella með mér.
miðvikudagur, desember 17, 2003
fimmtudagur, desember 11, 2003
þriðjudagur, desember 09, 2003
Helgin...
Var svona skítsæmileg held ég bara. Ég horfði á Idol með Bryndísinni á föstudaginn (eins og venjulega) og fór seinna um kveldið í bíó með Katrínu. Love actually er bara skrattagóð mynd! Klisja dauðans, en hver hefur ekki þörf fyrir smáklisju á þessum síðustu og verstu tímum? En það fyndnasta var að Bryndís var líka í salnum en við vorum samt ekki saman í bíó! Hah, geðsjúklingar á ferð og flugi.
Á laugardaginn svaf ég til klukkan 14:30 (!) um kvöldið fór ég að passa hjá nýju fólki. Skrýtnu fólki.
Á sunnudaginn gerði ég ekkert nema að fara í hina vikulegu Charmed-heimsókn :).
Stafsetning...
Sumt fólk bara getur ekki notað greinarmerki. Og hvað þá stafsett rétt. Það talar um að versla sér hluti og skrifar um sgreitingar = skreytingar, að vita um eitthvað með löngum tíma = góðum fyrirvara og ligt = lykt . Og þetta var allt í sama e-mailinu sem ég fékk rétt áðan. Fólk er svakalegt!
Ég heiti Kristín og ég er sjónvarpsfíkill...
Mér til mikillar hrellingar gerði ég mér grein fyrir því fyrir stuttu, að ég stefni hraðbyri í víti sjónvarpsfíkilsins. Þegar mér fannst ég ekki getað misst af þættinum Fastlane þá féll mér allur ketill í eld. Ég sleppti því að horfa á sjónvarp þann daginn og hef þar með hafið bata minn. Eða við skulum alla veganna vona að það sé raunin!
laugardagur, desember 06, 2003
Próf...
Hér er svona öðruvísi próf, til að létta lífið í prófunum :Þ.
What Finding Nemo Character are You?
brought to you by Quizilla
Who'da thunk it?
föstudagur, desember 05, 2003
Jiiiiii...
Gwyneth Paltrow og Chris Martin bara ólétt. Ég á barasta ekki orð! Jú, annars er ég með spár um það hvernig krakkinn verður.
Annað hvort: Fjallmyndarlegur með geggjaðan hreim og þvílíka sönghæfileika
Eða: Litlaus (og alltaf við það að fara að gráta) með versta enska hreim í heimi og mun þá leika eins og undin tuska.
Og nei, ég er aldrei með sleggjudóma ;) !
þriðjudagur, desember 02, 2003
Veikindi...
Hafa herjað á Bólstaðarhlíðargengið. Og þar varð ég verst úti eins og vanalega. *Grátur og gnístran tanna*. Óóææ aumingja ég o.s.frv. o.s.frv. En það er alla veganna góð ástæða fyrir lítilli hreyfingu á blogginu!
Jólaprófin...
Eru hafin í Iðnskólanum í Reykjavík. Ef að jólapróf skyldi kalla. Ég fer í þrjú próf; tækniteikningu, fríhendisteikningu og byggingarlistasögupróf. Og það þarf bara að læra fyrir byggingarlistasöguna. Og þar sem ég fór í tækniteikningarprófið í gær þá á ég núna eiginlega frí þangað til 8. des, en þá þarf ég að fara að lesa aftur. Og svo bara búið klukkan 12:00 þann 11. desember. Og þá hefst jólafrí sem stendur til 9. janúar. Húrra, húrra, húrra!
Sumarbústaður...
Um helgina hafði fjölskyldan það gott í sumarbústað í Efri-Reykjum sem vinnan hans pabba á. Þar var lesið, sofið, horft á DVD, hlustað á góða tónlist, farið í pottinn, kíkt í Hlíð og sofið. Og já, verkefni gerð fyrir skólann, en það fór nú kannski minnst fyrir því :S !
Kvóti dagsins
- Víst kveiktiru í typpinu á pabba! Eva systir segir það!
- Góði þegiðu og hugsaðu um þíns eigins typpi!
mánudagur, nóvember 17, 2003
Helgin...
Vá! Ein besta helgin hingað til, held ég bara. Á föstudaginn var mér boðið í óvissuheimabíó en sú sem bauð mér var algjörlega AWOL ;). En það var skemmtun engu að síður. Síðan var náttúrulega Idol hittingur og það var bara gaman! Reyndar hélt ég ekkert spes með þáttakenndum í þessum riðli en það bíttar engu.
Á laugardagskvöldið var partý með djammgrúppunni ehf. Fyrst í heimahúsi sem var svo sem nógu fínt (og þar sem ýmsir aðilar voru að STURTA í sig áfengi, með góðum árangri!) Svo var haldið í bæinn og djammað feitt fram á morgun.
Á sunnudaginn gerði ég, skiljanlega, ekki neitt. Lærði smá og fór í heimildaleit á bókasafninu. Voða gaman...
Kvóti dagsins...
-A whale! I wish I could speak whale...
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Ahemm...
Ég er alltaf með einhverjar svakalegar fullyrðingar um það hversu dugleg ég ætli að vera að blogga. Og svo gerist bara ekki neitt og ég roðna bara við að skoða mína eigin síðu. Og ég sem þoli ekki þegar að ekkert nýtt er á bloggunum sem ég les reglulega. Ég er barasta algjör hræsnari!
Machintosh...
Haha, í kveðjupartýi fyrir húsið hennar ömmu var dregin upp Machintosh dolla! Húrra, ég er sko spámaður! En það var mjög gaman á allan hátt í þessu boði því næstum allir voru mættir og svo var sprellað fram eftir. Litlurnar komu, allar þrjár, og hegðuðu sér mjög vel. Ég þurfti reyndar að fara því að vinkona mín hélt innflutningspartý þennan sama dag.
Stórmynd Grísla...
Á sunnudaginn fór ég svo í bíó með næstum-litlu-systur-mína, hana Sjöfn. Lítil frænka og aðeins stærri frænka ætluðu með en svo var sú minni veik og við vorum bara tvær. Og ég verð bara að segja að þessi mynd er schnilld! Frábær! Ég veinaði úr hlátri á köflum, og var vægast sagt litin hornauga af nærstöddum foreldrum. En Sjöfn skemmti sér vel og fannst greinilega allt í lagi að vera með skrýtnu manneskjunni í salnum :).
The Sims 2...
Ég hlakka til í maí 2004.
Kvóti dagsins...
- Sjaldan er ein bomsan stök!
föstudagur, október 31, 2003
Saumó
Híhí! Það er saumaklúbbur í kvöld! Og meira að segja Idol-gláp í saumaklúbbi, er það nú lúxus! Hún Lísa skvísa er sko að gera Góóóða hluti ;).
Verkefnavinna
Hver hefði trúað því að Iðnskólinn í Reykjavík sé svona erfiður! Það eru bara verkefni á verkefni ofan. það sér sko ekki högg á vatni þó að eitt klárist, því það byrjar bara annað strax. Og þar af leiðandi á ég ekkert að vera að blaðra hér heldur að vera að gera pistil um sögu, samfélagshæfni og verkmenningu Mesópótama, Grikkja, Hellana, Etrúska, Rómverja, Íslamsríkisins og Býzansríkisins. Og hananú!
Wiesbaden
Já, hún amma gamla er ekki dauð úr öllum æðum enn. Hún er farin með Oddfellow stúkunni hans afa til Wiesbaden í Þýskalandi. Með eina frænku, einn frænda og eina skáfrænku í eftirdragi. Ég vonast eftir því að á leiðinni heim slæðist Mackintosh dolla með í farangurinn. Ummmmm, chocolate fudge molinn í skærbleika bréfinu...
Kvóti dagsins
- ...og ekki gleyma að fara með rjúpurnar til hennar Lollu frænku, hún býr í Baden Baden.
- Æi, mamma!
miðvikudagur, október 29, 2003
Jæja já
Ég er alveg gífurlega dugleg að skrifa hérna! En nú verða breytingar gerðar, póstar sendir, HTML kennslu-email skrifað og bloggað af krafti, bæði hér og á MRfriends!
Helgin síðasta
Helgin byrjaði, eins og venjulega, með Idol-glápi heima hjá Stöð 2 vinkonu. Í þetta sinn fékk Eyrún að njóta þess að hafa mig í heimsókn og horfa með mér á sjónvarpið.
Eftir það var fjör og skemmtilegheit í partýi hjá Jóhönnu "bekkjar"-systur. Katrín vinkona dró Hannesinn með og svo mætti karakter úr URKÍ á svæðið, mér til mikillar furðu. En hún var í eldhús-partýinu og ég var í stofunni svo að samskiptin voru ekki meiri en "hæ".
Á laugardagskvöldið var gamli bekkurinn minn úr MR með partý! Og báðir gítarspilararnir mættu með gítarana og það var sungið og trallað fram á rauða nótt. Svo var planið að fara í bæinn að dansa en þreyta kom í veg fyrir það. En það var líka alveg nóg að skemmta sér í þessu líka fína partýi. Hildur Ýr fær sko "snaps!" fyrir það; snap, snap!
Á sunnudaginn svaf ég alltof lengi og lærði alltof lítið. Ég endurnýjaði líka kynni mín við hinn ágæta leikthe Sims. Reyndar er fartölvan mín ekki sátt við hann og lætur eins og hún sé með vírus. Sem hún er ekki því hún er fílhraust að eðlisfari, rétt eins og eigandinn...!
Ný á lista!
Hún Inga USA-gella hefur bæst á bloggetiblogg listann hér á vinstri hönd. Allir að lesa bloggið hennar!
Kvóti dagsins
Blah, blah, blah! Stupid dog!
(Ef einhver getur þetta þá er sá hinn sami snillingur!)
laugardagur, október 11, 2003
fimmtudagur, október 09, 2003
sunnudagur, september 21, 2003
Fárviðri, fárvirði
Já, hér á klakanum er svakalegt veður úti, og hefur verið núna síðustu daga. Svona veður sem að stuðlar að því að alþjóð kúrir sig undir sængina með kakóbolla og vidjóspólu í tækinu og hreyfir sig ekki allan daginn. Mikið vorkenni ég ferðamönnunum!
Image
Eins og allar stórstjörnur í betri kantinum verður maður að breyta ímynd sinni reglulega. Og þar sem ég held fast við að fara reglulega í klippingu (já, á 6 mánaða fresti no less) og skipta um gleraugu (já, á 6 ára fresti no less) þá ætti ég að fitta þokkalega vel inn í starfið. Núehh eða ekki.
En hvað sem því líður þá mun ég fara í stórfelldar framkvæmdir nú á næstu dögum við að lappa eitthvað upp á þessa síðuómynd mína. Um leið og ég kemst inn á almennilega nettengingu það er að segja.
Guð blessi ADSL-ið.
fimmtudagur, september 11, 2003
Blogg-block
Nú ákvað ég að harka af mér og kreista svona einni til tveimur færslum út úr heilanum á mér. Það er auðvitað mjög margt að frétta þar sem að ég hef ekkert bloggað í háa herrans tíð, og ég veit að umheimurinn veltist um af forvitni, en ég nenni ekki að blogga mikið.
Aðalástæðan er sú að ég hata tölvumálin hér heima. Tölvan sem ég er að nota er ELDgömul og hraðinn er einn fimmti af biluðu tölvunni okkar :(. Auk þess er stýrikerfið Windows '98 ekki að gera sig og þó að ADSl-ið sé tengt þá bara ræður tölvan ekki við hraðann og fer enn hægar en venjulega.
Já, og lyklaborðið er ógeðslegt, með stífum lyklum og veseni...
Sem sagt, þangað til ég kem fartölvunni inn á skólanetið í Iðnskólanum, nú eða þangað til þráðlausa netið kemur upp hjá BJR þá bara blogga ég ekki! Og hananú.
mánudagur, ágúst 11, 2003
föstudagur, júlí 25, 2003
Þessi uppfærsla...
...er fyrir Dagbjörtu óþolinmóðu ;).
Business is slow
Og líf mitt líka. Ég fór í skírn síðasta föstudag þar sem að Snúlla hætti að vera Snúlla og varð Lísa. Til hamingu með það Lísa mín!
Þennan sama föstudag var matarboð og Danmerkur-skvísur voru því næst kvaddar og sendar á brott á laugardaginn. (Og ég hafði engan MSN-buddy alla vikuna, aumingja ég!).
Svo var skundað í afmælis-kveðjuhóf hjá Ingu. Hún er að yfirgefa okkur til að stunda nám í the U.S. og A. og mætir ekki fyrr en um jólin og þá bara í heimsókn. Við færðum henni góðar gjafir, bók um Bandaríkin og svona collage-ramma með myndum af okkur vinkonunum öllum saman. Svo hún gleymi nú ekki að koma heim. (Eða þá svo hún komi pottþétt ekki heim, ég er ekki viss...)
Á sunnudaginn....ég man það ekki. En ég svaf út!
Vikan
Hefur liðið hratt. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt í vinnunni :(. Og veðrið hefur verið skítlegt. En ég er að fara í sumarfrí í dag! Og á mánudaginn fer ég til kóngsins Köbenhavn! Annars hef ég ekkert gert þessa vikuna, nema að fara í mitt daglega sund. Hitti Bjarneyju þar um daginn í svona 0,32 mínútur. Í gær fór ég samt ekki, því ég var veik heima úr vinnunni. Og þar af leiðandi er ég stirðari en andskotinn! En jæja, sjúkraþjálfun eftir vinnu og útréttingar fyrir Útlönd :) !
Kvóti dagsins
-Savvy?
(Vá, ég bráðna alveg bara við að hugsa um þessa mynd!)
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Uppfært
Maður verður stundum að uppfæra bloggsíðuna sína. Það bara er svoleiðis. En ég er ekki svona uppfærslu meiníak iens og bloggfrændinn. Óóó, nei!
Babyface
Ég var að eignast litla frænku í gær! Það gerir þá í annað skiptið á ca. tveimur og hálfum mánuði. Stelpurnar munu rúla í nýjustu kynslóð móðurbróðurfjölskyldunnar. Hann móðurbróðir eignaðist nefnilega bara stráka...
Helgin
...var viðburðarík. Á föstudag fór ég snemma að sofa, enda langþreytt eftir að hafa farið seint að sofa í heila viku.
Á laugardag var svo skundað í bíó með fríðu föruneyti, þeim Eyrúnu og Bryndísi. Ég fékk að velja myndina og valið stóð á milli frönsku myndarinnar Jet lag og Hollywood steikarinnar The Lizzie McGuire Movie. Það var ekki spurning; ég skellti mér (og vinkunum með) á steikina! Og skemmti mér gífurlega vel! Það var samt aðallega vegna skemmttlegs karakters að nafni Miss Ungermeyer og einnig vegna samáhorfanda míns sem að hafði alveg gífurlega fyndinn hlátur. Myndin var ekki einu sinni byrjuð en hann var farinn að rýta af hlátri! Og þá meina ég rýta. Eftir myndina ætluðum við svo að horfa á Empire records hjá Bryndísi en hún fannst ekki. Svo við fórum bara í að merkja allar ómerktu spólurnar hennar og horfa á blast from the past.
Sunnudagurinn fór svo í að plana ferð á Bruce Almighty. Og hvað hún var fyndin! Ég sat náttúrulega við hliðina á mesta Jim Carrey fan hérna megin Atlantshafsins, svo að ég hló kannski meira en ella. Þetta var alla veganna mjög skemmtilega bíóferð :).
Kvóti dagsins
- You look strangely large and familiar...
mánudagur, júlí 07, 2003
Helgin
...var mesta letilíf. Á föstudagskvöldið fór ég í mat hjá Bryndísi og fjölskydu og síðan að passa litlu frændsystkini Bryndísar og Önnu Lísu, með Bryndísi. Þar var myndin Catch me if you can leigð og hún reyndist mjög góð, þrátt fyrir ruglandi byrjun.
Á laugardagskvöldið hélt ég svo sóló video-maraþon, og leigði Jack & Sarah, Rush hour 2, Jewel of the Nile og Double Jeopardy. Ég horfði mér til óbóta og fór seint að sofa. Daginn eftir hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og skellti Double Jeopardy í tækið. Þá kom í ljós að í staðinn fyrir eina af mínum uppáhalds myndum hafði ég fengið e-a gamla klifurmynd. Með leikurum sem ég hafði aldrei heyrt um. Þar af leiðandi á ég nú inni eina gamla spólu í Nýmynd. (sem mun alltaf heita Nýmynd sama hversu oft nafninu er breytt).
Á sunnudagskvöld fór ég svo í bíó á Phone booth með vinkum, einum fylgifisk og einum fylgifylgifisk. (Lesist; vinkonum, kærasta og vini kærasta.) Hún var stórfurðuleg og ég við ekki sjá hana aftur.
Atriði dagsins
Er úr Jack & Sarah. Þegar að Jack setur sokk á höfuðið á Sarah, setur hana í viskastykki fyllt með bómull, vefur henni inn í hadklæði og setur hana ofan í fóðrað póstumslag.
mánudagur, júní 30, 2003
Spænska
Soy una muchacha. Tengo mi sombrero en la mano. Soy tan listo! Já, þetta er spænska! Nú get ég hvað úr hverju farið að blóta á spænsku :D !
Potter, Harry Potter
Hefur sökkt klónum í mig einu sinni enn. Ég tók þá ákvörðun að lesa bækur tres og cuatro aftur áður en ég festi kaup á nýjustu viðbótinni. Þess vegna hef ég sokkið djúpt í mýrina sem heitir Hogwarts og á þaðan ekki aftur snúið fyrr en lestri bókar fimm er lokið. Ég hef gert leiðinlega uppgötvun; Eftir að myndir eftir bókum 1 og 2 komu út hætti ég að nenna að lesa þær bækur. Það er sem sagt búið að eyðileggja þær fyrir mér. Og það er ekki eins og myndirnar séu e-r meistaraverk!
Kvóti dagsins
-My name is Muerte, as in death!
Bryndís, ég man ekki hvað myndin heitir (blues e-ð) en við verðum að leigja hana bráðum!
fimmtudagur, júní 26, 2003
Helvítis, djöfulsins, andskotans!
Blogger hefur verið með nefið í mínum málum og ég er alls ekki sátt! Nú get ég ekki lengur haft íslenska stafi í Blogname og lýsingunni. Ég er EKKI sátt! Ég er svo pirruð að ég fer að blóta á spænsku bráðum. Og ég KANN EKKI spænsku!
Unginn er floginn
Björg litla systir er flogin úr hreiðrinu, a.m.k. þangað til í haust. Hún fór til Danmerkur að au pair-ast fyrir frænku okkar. Seinni partinn í júlí fer ég svo að heimsækja ættgarðinn, versla og draga hana heim. Það verður gaman ;). Bara allt of langt þangað til!
Lítið að gerast
Ekkert veigamikið á sér stað í mínu lífi nú um mundir. Ég hef ekkert að segja og þar af leiðandi skrifa ég lítið og sjaldan á þessa síðu. Reyndar eru allir þeir sem lásu hana áður fyrr hættir að lesa því að nú erum við allar með síðu saman :D. Og sjálfri þykir mér hún miklu meira spennandi! Ætli ég endurhanni þessa ekki til að endurvekja sambandið...
Barcelona
Gummi(bear) og Bryndís hin eru að fara til Barcelona. Make no mistake; ég verð í einhverri töskunni!
Í tilefni dagsins
...er linkur á myndasíðuna hennar snúllu hérna .
mánudagur, júní 23, 2003
Helgin
...var frábær! Á föstudaginn var reyndar ekkert gert annað en að laga til vegna fyrirhugaðrar afmælisveislu, en það var þó föstudagur :). Á laugardaginn var sofið feitt út og svo útréttast og pæjast fyrir kveldið. Besta og hennar besti mættu á slaginu 21:00 og kom það ekkert á óvart. Fólk var svo að týnast inn og út eitthvað frameftir en flestir sem boðnir voru létu sjá sig og jafnvel einn ó-boðinn (en þó ekki ó-velkominn) fyrrverandi bekkjarbróðir mætti. Áfengi var haft um hönd og eftir mikið sprell var farið í bæinn um tvöleytið og ákveðið að hlusta á trúbadúr á Ara í Ögri. Eftir að hafa setið þar góða stund var kíkt í "partý" til frænda Bryndísarinnar. Þar voru tveir fyrir. Sem betur fer var "partýið"staðsett mjög svo í bænum svo að næst var okkur skutlað inn á Sólon án þess að stoppa neitt í röðinni. Þar var dansað fram á hvítan morgun (já, morgnar eru hvítir) þó svo að staðurinn væri meira en lítið pakkaður og tónlistin væri ekki að gera sig. Svona var gangur fyrstu al-löglegu (og nær einu) ferðar minnar til að djamma í bænum. Og ég var ekki einu sinni spurð um skilríki!
Helgin fær óteljandi + 1 stjörnu af ***** mögulegum.
föstudagur, júní 20, 2003
Þreyta
Ég er svo þreytt að ég hef bara aldrei kynnst öðru eins. Og þreyta er líka ljótt orð.
Snúlla
Í gær fórum við mæðgurnar í heimsók til Snúllu og foreldra hennar. Og fallegra barn hefur náttúrulega sjaldan sést, enda er hún skyld mér ;). Ég hélt á henni lengi vel, með nýísprautaðri hendi og alles! Hún var voða sybbin en brosti og brosti til mín. Hjartað í mér bráðnaði alveg og sjálfsálitið fékk stórt boost. "Það getur sko ekki hver sem er látið svona fínt barn fara að brosa," hugsaði ég með mér. "Ég hlýt að vera alveg spes!" En svo rann upp fyrir mér ljós þegar hún brosti til Bjargar og mömmu líka; Það er ekki ég sem er spes. Það er krílið sem er brosmilt!
Kettir
Vá, hvað þetta er fyndið! Fólk er að horfa á mig með hneysklun í svipnum, því ég var nærri köfnuð af hlátri!
Mynd dagsins
Mynd dagsins í dag er Look who's talking. Þegar maður er eitthvað að kjá framan í lítil börn þá getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvort þau eru að hugsa: Hvaða vitleysingur er þetta?!
miðvikudagur, júní 18, 2003
Ég á ammæl' í dag, ég á ammæl'í dag
Já, ég á afmæli í dag (reyndar ekki fyrr en klukkan 20:15) og er þar með komin á þrítugsaldurinn. Það verður mikið stuð og partý á laugardaginn (þó seint gangi að bjóða í það, því hún ég er svo mikill trassi). En engu að síður verður farið í humar í kveld með nánustu familie og ekkert hugsað um línurnar ;)!
Þjóðhátíð
Í gær var þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, svona ef það fór fram hjá einhverjum. Ég gerði nákvæmlega EKKERT allan daginn, nema að sofa og lesa en það telst hvorugt með. Um kvöldið skellti ég mér þó í bæinn að hitta "da gang" eins og ég kýs að kalla það. Reyndar vantaði nokkrar lykilmanneskjur en það var gaman engu að síður. Hlustuðum á Milljónamæringana á Ingólfstorgi í miklu stuði og ónefnd manneskja dansaði uppi á sviði allt kvöldið. Danmerkurfarinn hringdi líka og allt gekk mér í haginn.
Kvóti/mynd dagsins
Mynd dagsins er Gattaca. Stórlega vanmetin snilldarmynd sem ég get horft á aftur og aftur og aftur...
- Tilfinningar dagsins í dag eru ekkert annað en leifar gærdagsins.
(Ókei, þetta var einungis íslenski textinn en því miður kann ég ekki frönsku. Ef einhver getur þýtt þetta yfir á frönsku, þá fær sá hinn sami verðlaun. (Reyndar getur hvers sem er sagt hvað sem er því ekki veit ég hvort það er rétt ;))
fimmtudagur, júní 12, 2003
Sól og blíða
Réði ríkjum í gær. En ekki í dag, ó, nei! Ég skalf mér var svo kalt á leiðinni í vinnuna (ljót beygingarmynd) og það er barasta ekki ásættanlegt í júnímánuði! Reyndar er allt í lagi að það sé skítaveður frá 0800 til 1400 en svo á að vera brjálað gott veður þegar ég kem úr vinnunni. Það er í reglunum!
Ammæli
Ég á bráðum tvítugsammæli. Bara svona að minna fólk á það! Á afmælisdaginn, 18. júní, ætlum við (mamma, pabbi, stóri, lilla og ömmurnar tvær) í humar. Namminamm. Humar er nefnilega uppáhaldsmaturinn minn, en sem gefur að skilja þá er ekki hægt að fara með fjölskylduna í humar þrisvar í viku svo ég fæ hann afar sjaldan. Sem gerir þetta einmitt enn meira spes ;) !
Mynd/kvóti dagsins
...og allra daga er Shrek. Tvímælalaust ein besta mynd sem gerð hefur verið.
-Shrek! I'm looking down!
miðvikudagur, júní 11, 2003
Próf
Fyrst Bryndís var eitthvað að derra sig og setja dót á síðuna mína (þó ég geti sjálfri mér um kennt fyrir að gleyma að henda henni út) þá átti ég enga aðra úrkosti en að taka þetta próf líka. Svona internet persónuleikapróf eru nefnilega einn af veikleikum mínum.
You are Kali, Hindu Goddess of birth and death,
also a patron and protector of women.
Goddess Quiz
brought to you by Quizilla
Þar hafið þið það. Og Bryndís: Þér er hér með hent út. Sjáumst á annarri síðu sem fyrst ;) !
þriðjudagur, júní 10, 2003
Mér finnst svo merkilegt að Kristín er ekki enn búin að henda mér út svo að ég ákvað að nota tækifærið og setja skemmtilegt próf á síðuna hennar!! :)
You are Gaia, the Earth mother.
Goddess Quiz
brought to you by Quizilla
Hrunin!
Það er nettengda tölva heimilisins sem að er hrunin. Eins og venjulega. Ég veit ekki hversu oft er búið að lappa upp á þetta grey, enda fáir partar hennar upprunalegir lengur. Netið er sem sagt ekki í lagi heima hjá mér (þó að venjulegt netsamband fáist í gegnum fartölvuna þá er það ekki ADSL) og þar af leiðandi verður aðeins bloggað úr vinnunni eða bókasafninu um stund. Vonandi nær tölvan sér fljótt og PLÍS, PLÍS góði guð, láttu þetta vera móðurborðið eða bara eitthvað annað en harða diskinn. Ég er nefnilega svo vitlaus að trassa það að brenna myndirnar mínar á diska. (Þetta hljóð sem heyrist er ég að sparka í sjálfa mig)
Helgin
...var fín. Það var svo gott að fá þriggja daga frí þó að ég hafi í raun ekki gert neitt. Á laugardaginn svaf ég út (Bliss!) og fór í grillveislu. Um kvöldið passaði ég svo Breiðholtssystur sem voru þægar og góðar eins og venjulega. Á sunnudaginn svaf ég út og keyrði með Stærri-en-ég-litlu-systur upp í Hlíð til að kanna stöðu sumarbústaðsbyggingar. Þar virtist allt vera í lagi og veðrið var gott þó það væri soldið hvasst. Þegar heim var komið komu video-félagar og horft var á video langt fram á nótt. Svefnpurkan gisti og svaf til klukkan 15:35. Þar sem við fórum mjög seint að sofa er kannski ekkert að marka þetta...
Kvóti dagsins
- I'm free! I'm free! (Daybright-version)
föstudagur, júní 06, 2003
Bókaþurrðinni
...er lokið í bili. Í gær las ég nefnilega The Lost Boy eftir Dave Pelzer. Hún myndi nú seint kallast skemmtileg, en engu að síður gat ég ekki lagt hana frá mér. Hún er það sem kaninn kallar compelling. Ég mæli með henni, en þó ekki fyrir viðkvæmar sálir. Næsta bók/bækur á dagskrá eru útkomnar Harry Potter bækur. Smá upphitun fyrir lestur á fimmtu bókinni.
Vinnan
Ég er án efa besti sumarafleysingahjúkrunarritari sem að sést hefur. Og ég kann líka að skrifa löng orð.
Kvóti dagsins
- You wouldn't even hit a lake if you were standing on the bottom of it!
miðvikudagur, júní 04, 2003
þriðjudagur, júní 03, 2003
Sögulegt vinnublogg
Hlýtur að teljast sögulegt á sama hátt og fyrsta skólabloggið. En mér finnst mjög gaman að vera að skrifa blogg í vinnunni. Á minni eigin vinnu-tölvu. Oh, ég er svo cool!
Fráhvarfseinkenni
Ég hef ekki komist í tæri við góða bók í heilar 6 vikur og mér er farið að líða virkilega illa. Reyndar fann ég nýja Lucifer bók á bókasafninu í gær en hún dugir nú skammt. Á sumrin á maður að lesa góðar bækur í tonnatali, fara í bíó og horfa ótæpilega mikið á sjónvarp/video/DVD. Mér gengur því miður ekki nógu vel að uppfylla þessar kröfur sumarsins á tíma minn, þ.e. ég hef enga góða bók lesið, á ekki pening fyrir bíóferðum og það er bara ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu/videoinu/DVD-inu. Ég fór nú reyndar á Matrix Reloaded með rauðhærða tvíburanum en varð fyrir dálitlum vonbrigðum. Ég býst við meira af Matrix en 27 kílómetra löngu dans/kynlífs-atriði þar sem EKKERT var að gerast. Og þetta var meira en lítið væmin mynd. Væmnari en fyrri myndin, sem var þó óþarflega væmin. Ég segi ekki meir enda eitthvað fólk til sem er ekki búið að sjá myndina.
Kvóti dagsins
-Do ye think he's compensating fer something?
laugardagur, maí 31, 2003
Mikið um að vera
Í gær útskrifaðist ég úr Menntaskólanum í Reykjavík. Athöfnin var flott og kórinn söng við upphaf hennar. Myndatakan var furðuleg, to say the least en veislan var schnilld! Það var ótrúlega mikið fólk á svæðinu og mikið fjör. Allar bestu manneskjurnar sáu sér fært að mæta en "því miður" voru margar vinkvennanna að útskrifast líka og komust því ekki :0). Þegar leið að lokum dagsins hringdi svo Danmerkurfarinn. Gæti lífið verið betra?
Vinna
Ég er komin með vinnu í sumar. Ég er orðin hjúkrunarritari á Grensásdeild Landspítalans, þriðju hæð. Attsewaytodoit!
Kvóti dagsins
-That'll do, pig. That'll do.
miðvikudagur, maí 21, 2003
Hah!
Hver fékk 8 í íslenskum stíl? Ég!!! Eins og mér gekk hörmulega og vissi ekkert hvað ég átti að skrifa. Ah, þetta er ljúf tilfinning!
Evróvisjón
Gaman að þessu!
Kvóti dagsins
"This is what you're doing...this is what I want you to do! Any questions?"
"Did you just tell me to shut up?!"
"Yeees, you catch on straightaway!"
(Lesist með über-enskum hreim)
sunnudagur, maí 18, 2003
Víma
Tilraun til þess að stilla hóstann var gerð í gærkveldi. Ég innbyrti tvær afar sterkar kódein-innihaldandi-verkjatöflur (sem eru þá einmitt hóstastillandi) og fékk mér tvöfaldan skammt af hóstasaft. Og viti menn, hóstinn minnkaði og allt varð mjög fyndið og skemmtilegt!
Helvítis...
The Dante's Inferno Test has banished you to the Eigth Level of Hell - the Malebolge!
Here is how you matched up against all the levels:
Level | Score |
---|---|
Purgatory (Repenting Believers) | Very Low |
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers) | Very Low |
Level 2 (Lustful) | High |
Level 3 (Gluttonous) | Low |
Level 4 (Prodigal and Avaricious) | Low |
Level 5 (Wrathful and Gloomy) | High |
Level 6 - The City of Dis (Heretics) | Low |
Level 7 (Violent) | High |
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers) | High |
Level 9 - Cocytus (Treacherous) | Moderate |
Take the Dante's Inferno Test
Það er nefnilega það!
Kvóti dagsins
" I can't even begin to imagine knowing how to answer that question"
- Perfect Murder?
laugardagur, maí 17, 2003
Og meira próf
Nei, ekki meirapróf heldur stjörnufræðipróf! Gekk ágætlega held ég barasta. Fattaði reyndar að ein spurningin var svolítið vafasöm. Og mikið rétt, tíu mínútum fyrir próflok fékk ég grun minn staðfestann. Ég hafði misskilið spurninguna. Þá hófst svörun númer tvö með miklu offorsi og þetta hafðist naumlega. Gott mál.
IQ
Tók svona greindarvísitölupróf hjá Emode. Fékk að vita að hæfileikar mínir liggja allir á stærðfræðisviðinu. Í umsögn stóð að ég ætti bara að halda mig við mína sterku hlið: stærðfræðina og vera ekkert að fara út í eitthvað sem hentaði mér ekki. Eins og til dæmis: Teikningu og eitthvað kreatíft.
Hah!
Wtf?
Bíddu, hvað er í gangi hér?
Kvóti dagsins
"Sure, God has a sense of humor. Just look at the platypus!"
fimmtudagur, maí 15, 2003
Próf
Mér gekk fáranlega vel í líffræðiprófinu, sérstaklega miðað við tímann sem ég hafði til að lesa fyrir það. Til hamingju ég! En svo ákvað ég auðvitað að taka þetta með trompi og verða meira veik, svo ég kæmist alveg örugglega ekki í stúdentspróf í myndlist. Tvö sjúkrapróf í handraðanum er nú kannski ekki svo slæmt.
mánudagur, maí 12, 2003
Líffræði
...er yfirleitt skemmtileg. En þegar maður þarf að lesa um það bil 600 bls. á ensku fyrir próf, þá er nú nóg komið. Sérstaklega þar sem ég missti þrjá og hálfan upplestrardag vegna veikinda. En svona er lífið.
Tár á kinnum Söru Lísu
Ég rakst á þetta snilldarblogg er ég var að vafra um netið. Núna er ég ekki bara með harðsperrur vegna hósta, heldur líka vegna hláturs!
fimmtudagur, maí 08, 2003
Veikindi
...eru það leiðinlegasta í heimi. Og þegar maður verður veikur í stúdentsprófunum þá er það slæmt!
Lord of the Rings
You are an UberGeek!
What type of LotR fan are you?
brought to you by Quizilla
Kom þetta einhverjum á óvart?
miðvikudagur, maí 07, 2003
þriðjudagur, maí 06, 2003
föstudagur, maí 02, 2003
miðvikudagur, apríl 30, 2003
Sumar?
Ég sem hélt að sumarið (eða að minnsta kosti vorið) væri loksins komið! En nei, ég lít út um gluggann og sé að það snjóar og snjóar. Svona má ekki gera!
Snillingur!
Sem ég var að vafra um netið, lendi ég inni á tribute-síðu um Daler Mehndi. Það eru meðal annars mp3 með þremur lögum og eitthvað Realplayer dót sem ég kíkti ekkert á. En þessi gaur er snillingur. Sérstaklega Tunak Tunak tun. Þvílíkt rugluð tónlist ;) !
þriðjudagur, apríl 29, 2003
Saga
Söguprófið er yfirstaðið, Guði sé lof! Ég hef ALDREI verið jafnstressuð á ævi minni og fyrir þetta próf. En þetta hafðist og nú þarf ekki að spekúlera meira í því :)! Þýskan er næst en verður það nokkuð mál? :0)
Sumarið er komið
Peachy keen! er komin í sumarbúninginn. En sama hvað ég reyndi, þá gat ég ekki breytt archive bakgrunninum í dökkgráan #333333. Ef einhver getur hjálpað þá endilega gerið það!
Ástandið í heiminum í dag
Þessi mynd segir flest sem segja þarf.
laugardagur, apríl 26, 2003
Weatherpixie
Veðurdísin hefur fengið nýtt útlit. Gamla útlitið fór gífurlega í taugarnar á mér. Allt of lík Bratz dúkkunum sem tröllríða leikfangamarkaðnum um þessar mundir. Þeir sem ekki vita hvað Bratz dúkkur eru ættu að þakka æðri máttarvöldum fyrir það. Ég fæ bara hroll.
Íslenskur stíll
Var bara ekki að gera sig. Ömurlegri efni hef ég aldrei fyrr séð og mun vonandi aldrei sjá aftur. Þetta var allt stílað á sömu týpuna en ekki úr öllum áttum eins og venjulega.
Jæja...
You are the Marquis Da Sade. Even stripped of
exaggerations, Your real life was as dramatic
and as tragic as a cautionary tale. Born to an
ancient and noble house, you were married
(against your wishes) to a middle-class heiress
for money, caused scandals with prostitutes and
with your sister-in-law, thus enraging your
mother-in-law, who had you imprisoned under a
lettre de cachet for 14 years until the
Revolution freed you. Amphibian, protean,
charming, you became a Revolutionary,
miraculously escaping the guillotine during the
Terror, only to be arrested later for
publishing your erotic novels. You spent your
final 12 years in the insane asylum at
Charenton, where you caused another scandal by
directing plays using inmates and professional
actors. You died there in 1814, virtually in
the arms of your teenage mistress.
You are a revolutionary deviant. I applaud you.
Which Imfamous criminal are you?
brought to you by Quizilla
..þá veit ég það!
Tónlist
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hvað tónlistarsmekkur minn er furðulegur. Bara svona að láta vita.
föstudagur, apríl 25, 2003
Kórtónleikarnir blíva!
Tónleikar MR-kórsins tókust gífurlega vel. Meira að segja skrýtnasta verk sem við höfum nokkurn tíma flutt fékk góðar viðtökur. Einn skeggjaður herramaður á fremsta bekk kallaði oft bravó þegar lögum lauk. Smá egóbúst! Jón Ásgeirsson sat uppi á svölunum og gagnrýndi. Honum virtist líka vel, því ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann hafi klappað á handriðið þó nokkrum sinnum.
Íslensk fræði
Prófi í íslenskum fræðum er lokið. Núna á eftir tekur íslenskur stíll við. Fjögurra tíma ritgerðarskrif. Ég vona bara að eitt efnið verði eitthvað voða væmið og þægilegt eins og t.d. "Árin í MR" efnið á prófinu í fyrra. Á svoleiðis brillera ég með tárin í augunum (*sniff, sniff*). Þegar að kemur að efnum um stjórnmál stend ég hins vegar alltaf á gati. Ég væri vís til að fara út í eitthvað skítkast um ákveðna lygalaupa og annað leiðinlegt fólk. En hvað um það, væmni it is.
Gleðilegt sumar!
Þetta blogg hefði náttúrulega átt að líta dagsins ljós í gær, sumardaginn fyrsta. Gleðilegt og sólríkt sumar engu að síður! Ég er alla veganna alveg tilbúin fyrir sumarið. Dressið mitt fyrir íslenskan stíl er nefnilega bleikur stuttermabolur, gallapils og Tevur. Reyndar fylgir flíspeysan með því ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég bý á Íslandi.
mánudagur, apríl 21, 2003
Páskaegg enn og aftur
Eggið mitt var skuggalega gott. Um þrjúleytið ákvað ég reyndar að fá mér ekki meira af því. Ég hafði nefnilega tekið eftir því að ég gat ekki með nokkru móti setið kyrr. Sykuroverload? Held ekki!
Commentakerfið
...virðist hafa náð sér. Þökkum hinum almáttuga hátækniguði fyrir það.
Próflestur
...er í fullum gangi á þessum bæ. Það er ekki nóg með að ég sé á leið í stúdenstpróf, heldur er hún litla systir á leið í samræmd próf líka. Orðið 'próf' liggur eins og mara yfir heimilinu og ó-próftakar neyðast til þess að hafa sig hæga.
laugardagur, apríl 19, 2003
fimmtudagur, apríl 17, 2003
Páskafrí?
Nei. Ekki fyrir þá sem ætla að ná stúdentsprófunum sem ganga í garð eftir skitna 5 daga. Próftaflan hentar mér að vísu mjög vel en 6 VIKUR í prófum? Fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Ég býst ekki við að ég verði mennsk í útliti að þessum 6 vikum liðnum. Veran í speglinum mun örugglega líta út fyrir að segja eitthvað á þessa leið: Gollum! My one, my own, my preciousssssssssssssssss.......!
Páskaegg?
Já! Sérstaklega fyrir þá sem ætla að ná prófunum. Þeir þurfa bensín til að komast yfir hæstu hjallana. Og þá er ágætt að fara á smá nostalgíu-tripp í leiðinni :0).
Reyndar eru Mónu eggin ekkert að gera sig. Hér á bæ eru Bónus- eða Nóa-Síríus egg keypt í stórum stíl!
laugardagur, apríl 12, 2003
Dimissio revisited
Ef þetta var ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert þá veit ég ekki hvað! Dagurinn byrjaði með gífurlegu frosti og kulda (enda klukkan bara 6:00) en endaði í steikjandi hita og glampandi sól.
Við byrjuðum í morgunpartýi þar sem við fórum í indíánabúningana og máluðum okkur. Þar næst fórum við í fyrsta tíma og héldum áfram að hafa okkur til. Leiðin lá upp í sal að því loknu, þar sem rektor mælti speki yfir hópinn og nýr inspektor var vígður. Sungin voru nokkur lög og allir voru glaðir.
Við héldum út á tún þar sem búðir voru settar upp á besta stað. Ýmsar árásarferðir voru farnar og þá helst á Mario-bros sem voru að spila sama lagið aftur og aftur og aftur. Og aftur. Eftir að kennarar höfðu fengið þakkargjafir (mútur) í hendur og verið kvaddir fórum við upp í gámabíl og var ekið um bæinn þar til komið var að Pizza-Hut. Eftir að hungrið hafði verið satt fórum við niður í bæ og skemmtum okkur á Ingólfstorgi. Þar hittum við meðal annars fyrir Jackass gengið. Þeir voru að taka upp hjólabrettastökk, enda Ingólfstorg staðurinn til þess. Eftir að hafa verið þarna góða stund gengum við upp Laugaveginn þar sem nokkrir heltust úr lestinni. Farið var heim og sofið þar til partý byrjaði um kveldið.
Allt í allt fær þessi dagur ********** af ***** mögulegum
þriðjudagur, apríl 08, 2003
Dimissio!
Ég fékk dimission-búninginn minn í dag. Ógeðslega verður bekkurinn minn flottur!
Æfing-smæfing
Öllum sjötta bekk var smalað í Háskólabíó klukkan 14:45 í dag. Þar var brautskráningin æfð og allt var tuggið ofan í okkur að minnsta kosti þrisvar. Sem er ekki til þess að tala um, nema fyrir þær sakir að það hefði þurft að tyggja það fjórum sinnum. Árgangurinn minn er nú einu sinni þannig árgangur ;). En hvað sem því líður er ég í góðu lagi þegar stundin rennur upp ef ég man: sæti 22 í röð 22. Það er alveg geranlegt.
mánudagur, apríl 07, 2003
Helgin
...var fín. Afmælisboð á föstudagskvöldið var að gera sig með karíókí og alles. Ég færi hér með partýhaldara þakkir fyrir! Nær enginn svefn vegna mikils álags í skólanum dregur samt heildareinkunn helgarinnar niður, þó einstök kvöld hafi haldið dampi.
Allt í allt fær þessi helgi *** af ***** mögulegum.
miðvikudagur, apríl 02, 2003
Sögulegt skólablogg!
Sem fyrsta bloggið mitt úr tölvu í skólanum, þá hlýtur þetta blogg að vera sögulegt.
Gleði í stærðfræðitíma
Núna rétt áðan vorum við að klára að sanna seinustu reglu ferils míns í MR. Það var hátíðleg stund þegar að kennarinn skrifaði hana á töfluna og er hann kláraði að fylla inn í kassann, fagnaði bekkurinn hóflega með lófataki. Kennarinn hneigði sig og allir voru glaðir.
mánudagur, mars 31, 2003
Helgin
...reyndist vera mesta schnilld. Þrátt fyrir að allur sunnudagurinn hafi farið í að lesa stjörnufræði (sem ég skil ekki enn N.B.) var helgin í heild frábær. Og í dag voru hinir ýmsu kennarar liðlegir í próffærslum. Hafi þeir þökk fyrir.
Hasselhoff
Já, þýskufyrirlesturinn minn heitir það. Og af hverju? Nú, af því að hann er um David Hasselhoff! Og við gerð þessa fyrirlesturs komst ég að því að það er endalaust til af hallærislegum myndum af Hasselhoff. Og að það eru rosalega margir sem eru með síður tileinkaðar honum. Fólk er ekki bara fífl, það er líka snarruglað!
laugardagur, mars 29, 2003
Gettu betur revisited
Í gærkveldi unnum við MR-ingar gettu betur, ellefta árið í röð. Ég vil hér með þakka strákunum fyrir að tapa ekki á mínum menntaskóla árum. Takkítakktakk!
Afmæli
Í kvöld verður farið í tvítugsafmæli. Ég býst ekki við öðru en gífurlegu stuði því það verður mikið af skemmtilegu fólki á staðnum. Lifi djammið!
föstudagur, mars 28, 2003
Gettu betur!
Í kvöld munu MR-ingar etja kappi við MS-inga í æsispennandi keppni. MR-ingarnir geta nú ekki farið að tapa á síðasta árinu mínu, svo þeir munu taka þetta. Vonandi. Annars borgar sig ekkert að vera með einhvern hroka og bæði lið væru vel að sigrinum komin.
Að auki vona ég að teiknipenninn verði með come-back í úrslitunum. Hann lét sig vanta í seinustu tveimur keppnum og var mikið saknað.
mánudagur, mars 24, 2003
sunnudagur, mars 23, 2003
Útvarpsmessa
Kór Menntaskólans í Reykjavík söng í útvarpsmessu í morgun. Undirrituð átti að taka þátt í því uppátæki en lá þess í stað veik uppi í rúmi. Fregnir herma að þau hafi sungið vel þrátt fyrir fallinn liðsmann.
Faunumyndir
Ég kláraði í gær að skrifa inn á Faunu-myndir 6-U. Nokkrar "rithendur" prófaðar því óskað var eftir því að það ætti ekki allt að vera með sömu rithönd. Þar sem að deadline á að skila myndunum nálgast óðum ákvað undirrituð að klára þetta bara.
Niðurstaða: Allar myndirnar eru komnar með sín komment nema tvær sem fengu helgarleyfi.