sunnudagur, september 11, 2005

The Weekenders...
Ég gerðist bara ágætlega framtakssöm um þessa helgi. Tók til dæmis vel til í herberginu mínu, umsnéri þar öllu og náði í yndislega bekkinn sem Harald afi og Björg amma gáfu mér. Nýja rúmið og eldgamli bekkurinn eru sem sagt í óformlegum slag um það hvort fær að vera uppáhalds húsgagnið mitt þessa stundina. Já, ég fékk mér sem sagt nýtt rúm í seinustu viku. Það er æðislegasta rúm í heimi (...obviously!) og ég held ég hafi aldrei sofið betur en einmitt núna. Reyndar tekur það heldur meira pláss en gamla rúmið (ástæðan fyrir ofangreindum umsnúningi) en það er vel þess virði.

Skemmtiveisla...
Á föstudaginn (þegar ég á næstum því frí allan daginn) fór stór og skemmtilegur hópur fólks (og einn ódauðlegur nammipoki) á Charlie and the Chocolate factory. Sú mynd olli mér engum vonbrigðum enda getur þessi samsetning ekki klikkað: Saga eftir Roald Dahl, Tim Burton, Johnny Depp, Freddie Highmore og Danny Elfman. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að fólk fíli ekki þennan gullmola. Þetta var þó einungis byrjunin á mjög svo skemmtilegri helgi. Þar sem spil í hrönnum, óskilgetin (og nær óæt) börn vaffla og pönnukaka bökuð klukkan 01:00 og "verumandstyggilegarviðSnorra-kvöld" komu við sögu.



Fnus!
Ég er komin með fráhvarf frá þessu fólki: Félögum í David sem búa uppí sveit ;), Katrínu, Halla bró, Ninu og Marthe og Gumma og Söru, Halla bró, Sjöfn og Helgu Þóru, Támínu, Félögum í klúbbnum sem heitir ekki neitt sem ég hef ekki hitt í óratíma, Halla bró, fólki í útlöndum sem ég hef enga von um að hitta fyrr en um jólin eða seinna og [þitt nafn hér]. En geri ég eitthvað í málunum? Nei, ég þykist of upptekin og þykist vita að aðrir séu of uppteknir.

mánudagur, september 05, 2005

Hvurslags eiginlega...
Helgin var fremur viðburðalaus utan saumaklúbbs á laugardagskvöldið. Þar voru einungis fimm píur af tólf mættar en ég held samt að umræðurnar hafi aldrei verið jafnkrassandi og einmitt núna. Auk þess sem að skemmtiatriði í boði nágranna Óskar og gormadýnunnar þeirra vakti mikla kátínu. Það er samt vonandi að fleiri geti mætt í næsta mánuði.

edit: Já, ef þið viljið lesa næstum því sömu færslu á öðru bloggi kíkið þá til Dagbjartar ;).

Enn af japönsku...
Fyrsti dagurinn gekk svona líka glimrandi vel. Reyndar brá mér dálítið þegar að kennarinn gekk inn og byrjaði bara að tala á fullu á japönsku. En smátt og smátt rann það upp fyrir mér hvert hún ætlaði og síðan gekk þetta allt saman. Á japönsku heiti ég: KU RI SU TÍ N. Það er alveg óendanlega skemmtilegt að vita eitthvað meira á japönsku en bara já og góðan dag :).

mánudagur, ágúst 29, 2005

Cha-cha-cha-changes...
Nú fá skólabækurnar ekki lengur að vera með í Ég er að lesa. Frekjan og yfirgangurinn í þeim er alveg nógur án þess að þær komist á alþjóðlegan vettvang.

Hlíðarhátíðin svíkur engan...
Á laugardaginn var gífurlegt húllumhæ í landinu sem fjölskyldan á sumarbústað í. Þar hittust allir parteigendur og grilluðu saman. Allt voða skemmtilegt og kósí þrátt fyrir eitt slitið flugdrekaband. Eftir matinn fóru fjórar fræknar frænkur í okkar land og báluðum dáldið í nýja eldstæðinu. Marshmallows komnir yfir Atlantshafið léku stórt hlutverk þetta kvöld. Á sunnudeginum hélt svo Björg amma upp á áttræðisafmælið sitt. Þar var besti matur sumarsins á boðstólum og ég óskaði svo heitt og innilega að ég væri með stærri maga. Eftir matinn brunuðum við frænkurnar svo í bæinn og skemmtum okkur vel þrátt fyrir of-át og of-þreytu.

We rule the school...
Nú er Iðnskólinn byrjaður enn og aftur. Reyndar verður námið þar mjög ljúft þessa önnina. Ég er eingöngu að hnýta lausa enda og búa í haginn fyrir útskrift næsta vor. Til dæmis er enginn skóli á morgun og mun ég því sofa út í kósíheitum par exelance meðan aðrir heimilismenn troða sér í leppana og velta hálfsofandi út um dyrnar. Það hlakkar alveg hreint í mér! Reyndar verður sagan önnur í næstu viku. Þá er bara skóli (-ar) 8 til 4 á hverjum degi. Það er leitt.

I think I'm turning Japanese...
Á fimmtudaginn fór ég í óvissuferð í Blómaval (nei, nei það er ekkert skrýtið). Þar rákumst við Bryndís á Bonzai-tré í hrönnum og urðum að sjálfsögðu að eignast eitt stykki hvor. Maður getur ekki stúderað tungumál án þess að kynna sér sögu og hefðir þjóðarinnar sem það talar, er það nokkuð? Nú er sem sagt næst á dagskrá að kynna sér allt um Bonzai-tré og umhirðu þeirra. Ef einhver lumar á góðri vefsíðu eða bók sem hann vill mæla með er það velkomið í meira lagi.

Í boði Terry Pratchett...
'And when were you in Ephebe?' asked Caleb the Ripper.
'Went bounty hunting there once,' said Cohen the Barbarian
'Who for?'
'You, I think.'
'Hah! Did you find me?'
'Dunno. Nod your head and see if it falls off.'

Ef þér finnst gaman að hlæja, nældu þér þá í Terry Pratchett bók. Helst stykki þar sem Granny Weatherwax og Nanny Ogg koma við sögu.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Diversions galore...
Það var ekki seinna vænna að koma sér upp mjög svo vanabindandi leik. Þá verður hann kannski orðinn off þegar jólaprófin byrja. Kannski.

mánudagur, ágúst 15, 2005

I want to ride my bicycle, I want to ride my bike...
Ég er nýbúin að kaupa mér yndislegt hjól. Það er ekki rautt og það eru ekki fótbremsur á því en það er svo þægilegt að hjóla á því að ég fyrirgef jafnvel vöntun á slíkum grundvallarefnum. Hér má sjá dýrið:



Því miður var ekki til mynd af kventýpunni en eini munurinn á henni er sú að efri stöngin snertir þá neðri eiginlega. Ég þarf varla að lyfta fætinum til að komast á hjólið :). Og já, svo vantar líka körfuna sem ég keypti mér á myndina. Hún er svona "the Danish touch" og virkar svona líka vel.

D.E.B.S.
Er garanterað á topp tíu listanum yfir fyndnustu myndir sem nokkurn tíman hafa verið gerðar. Það má eiginlega lýsa henni sem svona Charlie's angels spoof-i sem að hefur heppnast virkilega vel. Ég elska myndir sem eiga að vera dáldið vitlausar. Ég ætla ekki að segja neitt meira þar sem ég ætlast til þess að lesendur skelli sér á að leigja hana hið fyrsta. Já, og ekki drekka gos meðan horft er á hana. Það fer bara aftur út um nefið í hláturgusunum ;).

Les quotes...eða eitthvað
Dominique: (Með sterkum frönskum hreimi)You need to put it here. Don't be an idiot for once.
Janet: You need to speak French or English. Frenglish is not a language.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

It's never too late...
Seint skrifa sumir en skrifa þó! Ég hef reyndar þá afsökun fyrir litlum skrifum að ég barasta hef ekki komist almennilega á netið í háa herrans tíð. Nú er ég sem sagt komin heim af heilsustofnuninni (nei, þetta hættir ekkert að vera fyndið!) og uni mér vel hérna heima. Það er munur að vera staðsett þannig að ég get tekið þátt í því sem vinirnir gera. Var komin með fráhvarfseinkenni á háu stigi af vinaskorti og ó-vídjóglápi. En þetta stendur allt til bóta!
Það er helst að frétta af seinustu vikunum mínum í sveitinni, að ég lét gamlan draum úr hitabylgjunni rætast og stökk af bryggjunni út í Hafravatn. Fullklædd. Og síðan gekk ég upp á Helgafell með góðum hópi fólks. Ekki slæmt fyrir stelpu sem byrjaði í göngu 1!


Á toppnum!


A very merry unbirthday, to me!
Ég hélt upp á afmælið mitt á óafmælisdeginum mínum þann 6.ágúst síðastliðinn. Það var gaman. Það var MJÖG gaman. Frá sjónarhóli vinkvenna minna varð ég fimm ára þennan dag þar sem í pökkunum leyndust m.a. bangsi sem er líka koddi (og ég man aldrei hvað hann heitir Dagbjört, Centrino?), pezkall sem er líka belja og lyklakippa og sápukúlur. Og grænt fiðrildi líka. Það segir kannski mest um mig að ég var hæstánægð með þessar gjafir og aðrar. Þetta afmæli mitt var sögulegt af þeirri einföldu ástæðu að þarna voru allar MR-gellurnar saman komnar í fyrsta sinn síðan fyrir útskriftina úr MR. Algjört met! Sólveig fékk líka að vera papparazzi á fjórum eða fimm myndavélum. Hún stóð sig eins og hetja :)! Það komu allir sem boðið var nema Katrín sem var fjarri góðu gamni. Nú verður hún að fara að velja: mig eða bílinn, borgin er ekki nógu stór fyrir okkur bæði ;)!

Comics between us...
Núna nýverið festi ég kaup á dásamlegri bók. Sú heitir "The life & times of Scrooge McDuck" og er eftir meistara Don Rosa. Þegar ég frétti að hún væri komin í Nexus þá beinlínis rauk ég af stað og nældi í eintak. Og ég sé hreint ekkert eftir því. Nú vantar bara bók með nýrri sögum eins og andþyngdargeislanum, öllum fjársjóðsleitunum og svarta riddaranum. Ég elska svarta riddarann. Glorp!

Pitseleh...
Jóakim: Goggi, ef við drukknum þá drep ég þig!

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Ho-hum! Rumdumdumdum...
Veit einhver af hverju Haloscan kommentakerfið lætur eins og ofdekraður krakki með fráhvarf frá sykri? Það sýnir oft miklu færri komment en komin eru í raun. Til dæmis við seinustu færslu það sem það sýnir 5 svör þegar þau eru 10. Kannast einhver annar Haloscan notandi við þetta?

Hey, I've got some new frequencies for you...
Nú hafa þrír nýir bloggarar bæst á listann hérna vinstra megin. Reyndar er einungis ein þeirra ný í blogginu en það breytir litlu. Hin þrjú útvöldu eru Óska, Sævar og Sara litla frænka. Endilega tjékkið á þeim.

It's just a fond farewell to a friend, it's not what I'm like...
Varúð! Löööng færsla framundan!

Enn eitt ferðalagið að baki hjá minni. Það gerðist svo endalaust margt og ég skemmti mér svo vel að það tæki meira pláss en ég nenni að fylla að segja frá því öllu hér. Þar af leiðandi verður einungis stiklað á stóru eins og því að: Ég hitti stóra bróður minn í fyrsta skipti síðan um jólin. Ég skil ekki hvernig aðrar þjóðir meika það að fjölskyldur búi mörg þúsund kílómetra frá hvert öðru. Ég skil það bara alls ekki!

Tilgangur þessarar ferðar var sem sagt að heimsækja stóra bróður í Edinborg. Þar er hann að taka Mastersgráðu í einhverju sem er of flókið fyrir litlu mig. En það tengist verkfræði og stærðfræði og þar sem þetta er hann Halli minn mun bestun á einhverju koma við sögu ;). Ég hafði aldrei áður til Stóra-Bretlands komið og var því vel spennt fyrir ferðinni. Kemur í ljós að Edinborg er mjög svo sjarmerandi borg, þrátt fyrir marserandi anarkista sem valda því að saklausar stúlkur frá Íslandi lokast inni í verslun og týnast svo í rigningunni. En eins og einhver spámaðurinn sagði þá kynnistu ekki borg fyrr en þú hefur týnst í henni. Og ég komst þó tilbaka að lokum og það er það sem skiptir mestu. Plús það að ég fékk að ganga upp mjög svo spennandi þröngt og bratt sund (Cubbar's Close) þar sem vatnselgurinn náði mér í ökkla og ég fékk að hífa mig upp sundið á handriðinu. Óóógeðslega gaman :)!

Fyrir þá sem ekki vita það þá eru þrjár tegundir af götum í Edinborg; Götur sem eru fyrir ofan, götur sem eru fyrir neðan og götur sem liggja upp/niður og tengja hinar göturnar saman. Þar af leiðandi er mikið af götum/göngustígum sem að eru hrikalega brattir. Og þar með varhugaverðir í mikilli rigningu og almennum sleipleika.

Eftir þessa rigningar upplifun brostu veðurguðirnir við mér, enda búnir að hlæja sig máttlausa á tilþrifum mínum við að komast upp Cubbard's Close. Glampandi sól og þrjátíu stiga hiti bætir, hressir og kætir ;).

Prince's street heitir aðalverslunargatan í Edinborg. Ég gerðir þrjár og hálfa atlögu en tókst þó ekki að komast á enda hennar. Stóru verslunarhúsin reyndust vera Akkilesarhæll minn í þessari ferð. Ég get ekki sagt að ég komi tómhent heim og alla veganna mun ég ekki þurfa að fara í fataverslun aftur fyrr en að ári. Að minnsta kosti. Auk þess sem að plötubúðin Avalanche Records gerði góða hluti. Þar keypti ég tvo Elliott Smith diska og nýja Röyksopp diskinn á undir 2.000 krónum. Geri aðrar plötubúðir betur!

Stóru upplifanirnar tvær í þessari ferð voru þó tvímælalaust tónleikarnir sem við fórum á. Live 8 Edinburgh og Sigur Rós í Glasgow. O, my good Lord! Live 8 tónleikarnir voru gífurleg upplifun. Þeir flytjendur sem stóðu upp úr hjá mér voru Yussouf N'dour (ásamt Neneh Cherry tóku 7 Seconds), Snow Patrol(tóku Run) og Travis(tóku Driftwood og Why does it always rain on me). Við misstum því miður af the Proclaimers en ég söng bara lagið þeirra inni í mér í staðinn. Á milli atriða voru sýnd video frá Afríku af neyðinni þar en í myndbandinu sem hafði mest áhrif á mig voru sýndar ljósmyndir frá Afríku með textabrotum úr lögum við og undir var spilað Bedshaped með Keane. Ég mátti hafa mig alla við til þess að fara ekki að gráta og ég er ekki frá því að eitt tár hafi sloppið og flúið niður í hálsakot. Það sem mér fannst best við þetta myndband var að það voru líka sýndar myndir af brosandi vannærðum börnum að leika sér. Ljósið í myrkrinu skín alls staðar.

Annað ótrúlega magnað atriði var þegar að sýnt var myndband af hinum ýmsu "celebrities" að smella fingrum á þriggja sekúndna fresti. Það er vegna þess að á þriggja sekúndna fresti deyr eitt barn úr fylgifiskum fátæktar. Eftir myndbandið segir kynnirinn að nú sé komið að okkur. Hann sagðist ætla að leiða okkur áfram og að allir ættu að smella fingrum á þriggja sekúndna fresti í nokkrar mínútur. Það hefði mátt heyra saumnál detta á milli smellanna. 50.000 manns sátu grafkyrrir á milli þess sem þeir smelltu fingrum, allir samtaka. Ég fékk gæsahúð um allan líkamann og smellti þangað til ég gat ekki meir. Og þá smellti ég bara meira. Þetta er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir.

En frá væmninni og að fallegustu tónleikum sem ég hef verið á. Sigur Rósar tónleikarnir voru haldnir í Glasgow í pínkulitlum sal sem varð eins og gufubað þegar líða tók á tónleikana. Ég er lítil að eðlisfari og sá því ekki neitt en það gerði barasta ekkert til. Ég fann mér bara þægilegt sæti þar sem ekki var of heitt, lokaði augunum og gaf mig tónunum á vald. Ég skil ekki hvernig þeir finna þessi hljóð í hljóðfærunum sínum. Þegar tónleikunum var að ljúka klifraði ég upp á bekkinn sem ég sat á og tók video af lokaatriðinu. Það var svo miklu meira en magnað. Því miður getur videoið ekki geymt alla upplifunina af því að vera á staðnum en það hjálpar mér að muna eftir henni.

sunnudagur, júlí 03, 2005

A picture perfect evening, I'm staring down the sun
Nú er ég komin heim frá Reykjalundi í bili. Dvöl mín þar hefur verið tíðindalaus að mestu en núna seinustu viku áttu nokkur söguleg atvik sér stað. Þannig vildi til að á mánudaginn fór ég í fyrsta skipti á hestbak í mörg ár. Það var ótrúlega gaman eins og við var að búast en mér fannst við fara frekar hægt, enda er ég ekki beint rómuð fyrir þolinmæði. Á miðvikudeginum ákvað ég því að fá að fara hraðar og fór því í hóp þar sem kanadísku sjúkraþjálfaranemarnir voru fyrir (Jimmy hinn kanadíski er einmitt minn sjúkraþjálfari). Það gekk rosalega vel að fara hratt þegar ég loksins náði því að það þurfti að taka Muninn (hestinn minn) föstum tökum til þess að fá hann á tölt. Hann er dálítið (allsvakalega) brokkgengur greyið. Á leiðinni til baka í hesthúsið riðu þeir sem á undan mér voru yfir lítinn drullupoll og þegar ég sá að Muninn ætlaði yfir líka hugsaði ég með mér: "Hesturinn dettur í pollinum". Og viti menn ca. 2 sekúndum síðar hrasar Muninn og dettur næstum því. Það var ekkert næstum með mig, ég bara flaug af baki! Melanie, sem var fyrir aftan mig, sagði mér að ég hefði farið einn og hálfan kollhnís í loftinu áður en ég loksins lenti. Á slæmu hliðinni að sjálfsögðu. Eftir að hafa náð andanum settist ég upp og eftir smá umræðu þar sem fram kom m.a. að ónefndur aðili ætlaði sko ekki aftur á bak og einnig að það væru rúmir 2 kílómetrar sem sami ónefndi aðili þyrfti þá að ganga heim í hesthús, sættumst ég og hestastelpan á að láta hestana fara hægt restina af leiðinni. Svo skellti ég mér aftur á bak, alveg sjálf nota bene, og við fórum fetið heim í hesthús. Það var svo ekki fyrr en um kvöldið sem að ég fann að ég hafði tognað í öxlinni. En þá var ég líka löngu búin að fyrirgefa hestinum :).
En þá kemur að hinum sögulega atburðinum. Þegar ég var komin heim úr útreiðartúrnum hringdi Bryndís í mig og sagði mér að drífa mig inn í bæ ef ég vildi láta langþráðan draum rætast. Óli bróðir var sem sagt búinn að redda okkur valtara til að keyra! AÐ sjálfsögðu lét ég slag standa og dreif mig að ná í hana. Það er heilmikil upplifun að fá að taka í eitt stykki 6 tonna valtara en það sem fyndnast var að allir verkamennirnir tóku sér pásu til að fylgjast með þessum rugluðu gellum sem voru virkilega spenntar yfir að keyra valtara! Nú á ég eitt stykki útflatta Mackintosh-dós sem bíður þess að komast upp á vegg ;)! Og ég er búin að strika eitt atriði út af things-to-do-before-I-die listanum mínum. Ekki slæmt dagsverk það.



Wee bit of a brough, lassie!
Nú skunda ég til Skotlands á þriðjudaginn og er orðin vel spennt yfir því. Það sem stefnt er á með ferðinni: Fyrst og síðast að hitta Halla bró í fyrsta sinn síðan um jólin, að komast í bókabúðir (nýjar og second-hand) og í tónlistarbúðir eins og Championship Records (ef þú veist í hverju sú búð er(og heitir ekki Björg) þá ertu snillingur!), að kaupa leðurjakka og skó, að kíkja á bókasafna flóruna í Edinborg og síðast en alls ekki síst að fara á Sigur-Rósar tónleika og Live8 tónleikana í Edinborg. Þetta verður geðveikt, gott fólk!

sunnudagur, júní 12, 2005

Camp Nowhere
Þessa dagana má helst finna mig á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi. Ég er með gemsann með mér og svara símtölum í þeirri röð sem þau berast. Það má ekki gleyma mér þó ég sé svona út úr siðmenningunni. Það er sem sagt helsta ástæða þess að ekki verður mikið um blogg hér á síðunni. Reyndar stefni ég að því að blogga í hverju einasta helgarleyfi svo þið getið farið að láta ykkur hlakka til ;). Að öllu gríni slepptu þá fíla ég mig eins og ég sé í sumarbúðum. Á morgnana fer ég í sund og svo í nudd/sjúkraþjálfun. Því næst er það iðjuþjálfun (sem er föndur en ekki æfingar fyrir litlu liðina *hóst*Ásgerður*hóst*...) og ræktin. Síðan er boðið upp á golf eða reiðmennsku eftir því hvað hentar manni best. Eftir brjálæðislega annasama daga er allt húsið farið að sofa um hálf ellefu leytið, en þeim háttatíma man ég líka eftir úr sumarbúðum. Þetta er í einu orði sagt frábær staður. Ef ekki væri fyrir jevla kanínufæðið þá fyndist mér ég bara vera komin til himna.

Ahem
Bara pínusmá égáafmælibráðum áminning fyrir púbblikúmið.

Grjóthaltu kjafti!
Eða Tas toi! eins og hún heitir á frummálinu er mikið fyndin mynd. Við erum að tala um Taxi 1, 2 og 3 fyndin. Þó ég hlæji mikið og auðveldlega að gamanmyndum þá er það nú ekki á hverjum degi sem ég stend á öndinni af hlátri yfir bíómynd. Þannig að ef þú ert komin/n með nett ógeð á Bandarísku fjöldaframleiðslu gamanmyndunum þá skaltu skella þér á næstu leigu og redda þér Tas toi! eða Ruby & Quentin eins og hún heitir á ensku. Þú sérð ekki eftir því ;)!

sunnudagur, maí 29, 2005

Singstar eður ei?
Þegar ég var úti nældi ég í eintak af Singstar Pop, þriðja Singstar leiknum, fyrir Bryndísi og partýið hennar. Sá diskur vakti að sjálfsögðu mikla lukku og fyrir mína parta þá söng ég mig hása þetta kvöld (nótt?). Ég hitti Ingu og Dagbjörtu í fyrsta sinn síðan um jólin og þurfti alltaf að vera að koma við þær og athuga hvar þær væru til að fullvissa mig um að þær væru örugglega ennþá með. Svona fer margra mánaða aðskilnaður með mann! Ég veit ekki hvernig þetta verður ef ég flyt út. Jeremías minn. En aftur að partýinu: Ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi og augljóst á sumum *hóst*Sævari*hóst* að Singstar er málið. Þessir sömu sumir tóku líka Shut up með Black eyed peas, kvenpartinn, við mikinn fögnuð samgesta sinna. Lifi Singstar! Ég hlakka mest til í júní ;)!

Tilvitnunin

Kiss of all kisses. No debate.

úr Bollywood/Hollywood, sem er með betri myndum sem ég hef séð. Allar myndir þar sem fólkið byrjar að syngja út af engu (og allir kunna textann og dansinn) eru að mínu skapi...

fimmtudagur, maí 26, 2005

Komin heim í heiðardalinn
Jæja, önnur megastór færsla í tilefni heimkomu frá Danaveldi. Þolinmæði þín, lesandi góður, að nenna að kíkja aftur á þessa síðu þrátt fyrir sjaldgæfa uppfærslur, fær mig til að skammast mín. Ég stend mig að því að hlaupa yfir ákveðin blogg á "bloggrúntinum" vegna lítilla skrifa höfundanna. Ætti kannski að endurskoða það...

Kunstakademiens Arkitekskole með meiru
Ég gisti hjá Birgit frænku minni í góðu yfirlæti fyrstu tvær næturnar en flutti mig síðan inn í hjarta Kaupmannahafnar til hennar Jóhönnu vinkonu. Fagnaðarfundir miklir hjá tveimur ruglurum áttu sér stað ;). Á þriðjudagsmorguninn, klukkan 8:45 vorum við mættar upp í skóla og prófið hófst klukkan 9:00. Ein matarpása. Klukkan 17:00 leit ég upp frá verkefninu mínu, gekk frá og við Jóhanna hjóluðum heim. Ég fékk meira að segja hjólið hennar lánað því löggiltir aumingjar geta ekki verið á erfiðu túristahjólunum. Jóhanna massaði það eins og sannur Hjóla-Dani. Vorum sofnaðar klukkan hálf tólf eftir amstur dagsins. Miðvikudagurinn fór eins, 9:00 til 17:00 sat ég yfir verkefninu mínu, nema engin matarpása var tekin. Glorhungruð staulaðist ég út úr prófinu en Jóhanna reddaði deginum og fór með mig á besta bakaríið í Kaupmannahöfn, Lagkagehuset við Christianshavn. Þar keypti ég mér m.a. brownie sem mér tókst að gleyma að borða þangað til í flugvélinni á leiðinni heim. Húrra fyrir mér og súperheilanum! Fimmtudagurinn fór svo eins og miðvikudagurinn, með engri matarpásu þ.e.a.s., en um kvöldið var próflokum fagnað. Við Jóhanna fórum út að borða á Rimini, ótrúlega ódýrum ítölskum veitingastað og mættum síðan í íslenskt Eurovision partý á Öresundskolleginu. Þvílík vonbrigði sem þar áttu sér stað. Hvað er með að við komumst ekki einu sinni upp úr forkeppninni?! Við þóttum ekki einu sinni betri en Lettland. Come on, people! Eftir partýið fórum við bara snemma að sofa, yet again. Föstudagurinn fór í rölt á Strikinu eftir útsofelsi og eftir að hafa kvatt Jóhönnu (óvelkomin þögn eftir að hafa talað/hlustað nær stanslaust síðan ég hitti hana) var stefnan tekin á Alleröd að nýju. Þar var allt á hvolfi í eldhúsinu vegna eldavéla-skipta svo við Birgit fórum bara út að borða áður en hún skutlaði mér á flugvöllinn. Hún er svo mikið yndi :)!
Það er gott að vera komin heim!

föstudagur, maí 13, 2005

Sjö, níu, þrettán
Mér fannst ekki annað hægt en að blogga á föstudaginn þrettánda. Sem ætti í raun ekki að vera óheilladagur því þegar ráðist var á musterisriddarana var júlíanska tímatalið í notkun. Þannig að það var ekki föstudagur og ekki þrettándi dagur mánaðarins heldur. Merkilegt!

The Hitchhiker's Guide to the Galaxy
Yep, honum tókst það. Að gera fína mynd eftir einni fyndnustu bók í heimi. Ég hélt það væri ekki mögulegt að kvikmynda Hithchiker's guide. Var alveg handviss um að þeir myndu ameríkanisera söguna og láta Orlando Bloom leika Arthur og Keiru Knightly leika Trillian. Guði sé lof að svo er ekki. Þeim tókst að láta Arthur Dent leika Arthur Dent. Ég held, án gríns, að Douglas Adams hafi byggt Arthur Dent á Martin Freeman. Þessi mynd er algjörlega að gera sig þó að mér sé nú ekki vel við breytingarnar sem gerðar voru. Er sátt við að fá meira af Trillian (samt ekki sátt við hve mikið var gert úr Arthur+Trillian) en saknaði Marvin-lætur-löggugeimskipið-fremja-sjálfsmorð-bara-með-því-að-tala-við-það atriðsins mikið. Ég hlæ bara við að hugsa um það. Hlæhlæhlæ!

FF = Fyndin Flygildi



Vá, þetta eru næstfyndnustu fuglar sem ég hef séð! Allir á www.indietits.com!

Garden State...
...er uppáhaldsmyndin mín í heiminum. Hún er frábær. Og tónlistin maður. Gæsahúð. Það ætti að setja hana á skyldulista hvers manns og Napoleon Dynamite líka. Ég er búin að sjá hana fimm sinnum og hún hættir ekkert að vera fyndin. Cast-listinn á matnum er frábær. Hvernig fær fólk þessar hugmyndir?

mánudagur, maí 09, 2005

Eurovision/Evróvisjón
Ég er algjör Eurovision fíkill. Hef horft á keppnina á nær hverju ári (líkt og meirihluti þjóðarinnar) og engst yfir því hversu hryllilega lélegt framlag okkar er (á nær hverju ári líka). Mér líst heldur betur á framlagið í ár en það er kannski bara vegna þess hve stjarnfræðilega lélegt það hefur verið seinustu tvö skipti. Angel með 2-Tricky? Don't even get me started...

Sumargjöf
Ég finn fyrir óstjórnlegri löngun í brennibolta. Svona brúnan gamaldags. Þá gæti ég farið í eggja-varp-hoppleikinn og sprite(?). Þ.e.a.s. ég gæti það ef ég gæti hoppað. Ég er hoppheft. Og hlaupheft. Og, eins og sannaðist núna rétt áðan (enn einu sinni), labba-upp/niður-stigann-heima-hjá-mér heft. Gaman að þessu!

Tónlistin
Aðallagið þessa dagana er lagið Afi með Björk. Hversu mikil snilld er þessi texti?

Afi stundum segir mér,
hve hrikalega virtur
okkar ættstofn er,
útfríkaðir fræðimenn - fyndnir og allt.
Sjáðu nú með sjálfum þér,
hvernig þetta færi mér - ég meina 'ða.
Með spekingssvip í feisinu,
þambandi Malt.


Ég á svona ömmu. Og afi minn heitinn átti alltaf Malt. Malltaf.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Celebrate good times, come on!
Ég fékk mjög svo skemmtilegt bréf frá Danmörku á mánudaginn. Það var frá arkítektaskóla konunglegu dönsku listakademíunni og í því stóð að ég hefði komist inn í inntökuprófið í skólann! Það fer fram 17. 18. og 19. maí svo ég er á leiðinni til Danmerkur þann 14. maí og verð til 20. maí. Gaman gaman :)! Það voru ca. 600 manns sem sóttu um skólann og rétt tæplega 300 komast í inntökuprófið. Ég var búin að ákveða að ég kæmist ekki inn og þar af leiðandi búin að sætta mig við að fara í ensku í HÍ í haust. Svo þetta bréf kom mér mjög skemmtilega á óvart ;).

Bráðavaktin
Sei, sei serían bara búin. Og lokaatriðið alveg naga-sig-í-handarbökin spennandi. Ég veit ekki hvernig ég tóri þangað til næsta vetur! Á ekki einhver allar seríurnar?

sunnudagur, maí 01, 2005

Ekki fyrst með fréttirnar...
Nýja frænkan var skírð í gær. Hún hlaut nafnið Vaka Líf. Nafnið Vaka þýðir sú sem vakir og 46 Íslendingar bera það sem 1. eiginnafn. Nafnið Líf skýrir sig sjálft og 342 Íslendingar bera það sem 2. eiginnafn. Þannig er nú það.

föstudagur, apríl 29, 2005

How handy!
Jahá! Það er sem sagt hægt að kaupa íslenskt nammi og gos á netinu og láta senda til útlanda. Sneddí! Fólkið sem á Nammi.is ætti samt að auglýsa meira held ég...

Don't stop me now!
Miði til Edinborgar er kominn í hús. Þetta er allt að gerast. Nú er bara að massa próf og verkefnaskil og koma sér í sumarfrí. Þá fer ég og kaupi mér hjól. Með körfu.


< Rant begins >
Það sló mig í dag (úff, enskuskotinn andskoti!) hversu margar litlar stelpur (sem virðast ekki hafa mætt í einn einasta stafsetningartíma á sínum stutta skólaferli) blogga. Ég játa nú að ég sjálf er engin mannvitsbrekka og hef kannski ekkert áhugavert að segja fyrir aðra en mína nánustu en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Persónulega finnst mér sorglegt að lesa blogg þar sem tólf-þrettán ára smástelpur eru að lýsa því yfir hversu fullar þær voru í þessu og þessu partýi og hversu mörgum strákum þær hafa sofið hjá. Og það skiptir ekki máli hvort þetta sé bara til að vera kúl í augum annarra krakka. Tólf ára krökkum á ekki að finnast kúl að drekka og sofa hjá hverjum sem er. Mér verður bara illt!
< Rant ends >

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Puff the magic dragon
Ég hef þrisvar sinnum byrjað á nýrri færslu til þess eins að fatta að ég hef ekkert að segja. Bömmer! Verð samt að setja eitthvað inn. Nýja frænka getur ekki alltaf verið að fæðast í gær.

Úje!
Hver fær að fara í sex vikur á Reykjalund? Me baby! Ég er með fiðrildi í maganum af tilhlökkun. Og svo var minni boðið að koma til Edinborgar að sletta úr klaufunum. Lífið er gott lömbin mín.

Bókahönnun er ávanabindandi
Mig klæjar hendurnar mig langar svo mikið til að kunna að teikna. Mig langar í svona Matrix dæmi; Jó, Dozer! Eitt stykki lærðu-að-teikna-eins-og-Darick-Robertson forrit takk. Drífðu þig maður!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Til hamingju heimur!
Ný frænka leit dagsins ljós í gær. Hún er í boði Kidda og Erlu og eru þeim þakkir skyldar fyrir það :).

Og svona er stýrið í allri sinni dýrð:





Sniðugt
Þetta er helvíti sniðugt finnst mér. Rambaði á þetta á síðu gamals skólabróður úr grunnskóla og ákvað að deila þessu með ykkur.

1. Open up the music player on your computer.
2. Set it to play your entire music collection.
3. Hit the “shuffle” command.
4. Tell us the title of the next ten songs that show up (with their musicians), no matter how embarrassing. That’s right, no skipping that Carpenters tune that will totally destroy your hip credibility. It’s time for total musical honesty.
5. Write it up in your blog or journal and link back to at least a couple of the other sites where you saw this.
6. If you get the same artist twice, you may skip the second (or third, or etc.) occurances. You don’t have to, but since randomness could mean you end up with a list of ten song with five artists, you can if you’d like.

Og þá er það minn listi:

1. I am the walrus - The Beatles
2. Babylon - David Gray
3. Say hello to the angels - Interpol
4. Shoot the sexual athlete - Belle & Sebastian
5. Glory box - Portishead
6. We're not right - David Gray
7. Japanese policeman - Kimono
8. The chicken song - Mugison
9. Fuck her gently - Tenacious D
10. One more robot/Sympathy 3000-21 - The Flaming Lips
11. The way it is - The Strokes


Ákvað að skella einu auka inn þar sem David Gray kom tvisvar fyrir. Ég verð nú að segja að ég er nokkuð ánægð með útkomuna. Það vantar samt eitt stykki Damien Rice lag til að toppa þetta. Og allir gera líka, ef þú átt ekki blogg gerðu þetta þá bara í kommentakerfinu (já, Halli ég er að tala við þig;).

Hipphipphúrra!
Það er að koma nýr Zelda leikur!





Úff! Svona grafík gefur mér gæsahúð! Ég verð að fá Gamecube lánaða hjá einhverjum held ég bara. Það er einum of gróft að kaupa hana útaf einum leik...reyndar á ég alveg eftir að spila Zelda: Wind waker líka...ég held samt að ég þekki engan sem á svona stykki. Dæs!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Orangutans are sceptical of changes in their cages
Helgin var temmilega fín eftir allt aðgerðarleysið að undanförnu. Ég horfði á Bride & Prejudice með Katrínu, The Spongebob Squarepants movie með Bryndísi & Co. og fór á Spanglish í bíó. Auk þess sem ég fór tvisvar í sund í Breiðholtslaug í sólskini og góðu veðri :). Mér var líka boðið í mat og vídjó hjá Ólafíu og Maríu. Kínverskur matur og íslenskar klassíker myndir í góðum félagsskap er algjör schnilld. Takk fyrir mig en og aftur!

Setning helgarinnar:
Ósk: Stelpur, ef löggan stoppar okkur förum við allar að gráta, nema Ásgerður sem verður geðveikt sexí!

fimmtudagur, mars 31, 2005

Flufluflufluflufluflulfluflannel!
Ég hef verið mikkið(haha, mús!) veik núna undanfarið og hef þess vegna lítið gert. Er þar af leiðandi hægt og rólega að ganga af vitinu af inniveru og húkinpúkaskap. Reyndar fór ég upp í bústað með familien um páskahelgina, og mér reiknast þannig til að ferðin sú hafi seinkað innlögn minni á Klepp um 1.5 vikur. Sem er mjög gott...

ER
Bráðavaktin mín snéri (sneri?) aftur á skjáinn í gærkvöldi og hvað það gladdi mitt litla hjarta að sjá alla vinina mína aftur. Svo frétti ég að það verði ekki þáttur í næstu viku vegna íþrótta smíþrótta :(. Eins og þetta endaði spennandi! Ó mæ gollí sko!

Mig langar...
Mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar mig langar í heildarsafn mynda eftir Hayao Miyazaki. Hvað langar þig í?

fimmtudagur, mars 24, 2005

Funeral Blues
Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever; I was wrong.

The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood,
For nothing now can ever come to any good.

W.H. Auden

Þetta ljóð er algjörlega í topp tíu. Sérstaklega í flutningi John Hannah. Auden plús skoskur hreimur er alveg killer blanda, me wee sleekit wonner!

þriðjudagur, mars 15, 2005

Ehhhhh...
Mér líður kjánalega þegar ég blogga eftir svona langt hlé. Það hefur svo margt gerst að það er alltof margt sem ég get sagt frá. Sem orsakar hvað? Jú, algjöra bloggstíflu. Ég ákvað samt að láta mig hafa það og reyna að greiða eitthvað út úr þessari flækju í höfðinu á mér. Lesendum míum til ánægju og yndisauka...

Danmerkurferð
Ég skellti mér til Danaveldis eins og allir sem lesa þetta blogg vita. Það var að sjálfsögðu æðislega gaman. Highlight-in í ferðinni voru, í engri sérstakri röð, þessi:
Að hitta Jóhönnu mína og sprella með henni.
Að vera í útlöndum með vinkonum mínum.
Að vera í Kaupmannahöfn.
Að hitta Birgit og krakkana.
Að ferðast með ömmu.
Að kaupa, kaupa, kaupa.
Að fara í Louisiana safnið.
Að fara á þorrablót Íslendingafélagsins í Köben.
Að skoða vonandi tilvonandi skólann minn.
Að koma aftur heim, sem er jú alltaf gott.
Þessi ferð var frábær að öllu leyti, nema einu. Hitastigið var á við fljótandi nitur. Ef maður fór með banana út þá gat maður neglt nagla með honum. Í alvöru. En eins og ég segi þá gerði ég allt of margt skemmtilegt til að lýsa því öllu hér. Það verður bara áfram í ferðadagbókinni minni.

Stress...
Núna í dag var seinasti skiladagurinn fyrir heimaverkefnið sem gefur umsækjendum kannski próftökurétt í inntökuprófinu í Arkítektaskóla Konunlegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Nú er bara að krossleggja puttanna og vonast eftir stóru umslagi í póstinum. Ég varð herfilega veik og var þar af leiðandi langt á eftir í verkefninu. Það sannaðist enn og aftur að kæruleysis- og verkjalyf eru ekki hvetjandi fyrir skapandi hugsun. En haldiði ekki riddarinn minn á hvíta hestinum, í þessu tilfelli Jóhanna Himinbjörg arkítektanemi extraordinaire, hafi ekki reddað mér algjörlega! Hún prentaði þetta út fyrir mig, skilaði því og stóð í ýmsu stússi. Þar af leiðandi fær hún nafnbótina vinkona ársins, að öðrum vinkonum mínum ólöstuðum. Er ekki bara fínt að vera best af þeim langbestu?

Vestfirska áralagið
Og nú berast mér þær fréttir, einmitt í kommentakerfinu á þessari síðu, að það sé til kona á Ítalíu sem er með þumla. Ekki að það sé neitt í frásögur færandi utan þess að þumlarnir hennar eru ískyggilega líkir mínum. Þessar fréttir færir Dagbjört útlandakona mér, beint frá Ítalíu. Fyrir þá sem ekki vita það þykja þumlarnir mínir frekar *hóst*mjög*hóst* sérstakir í laginu. Þetta er fjölskylduþumallinn og kallast "Vestfirska áralagið" af einhverri annarlegri ástæðu. Ég og frænka mín eru einu manneskjurnar sem ég hef heyrt af með svona þumal, þangað til nú! Takk Dagbjört mín fyrir að láta mér finnast ég ekki alveg eins sérstök og áður, ég á nóg með alla hina skrýtnina mína ;)!
og með símann, þá hafði síminn hennar Bjarneyjar vinninginn sem aldursforseti. En það munaði nú ekki miklu. Ég átti það bara til að gleyma hversu mikill forngripur síminn minn var orðinn. Og SonyEricsson er algjörlega að massa Nokia núna. Ég stóð sjálfa mig að því að geta ekki tekið lásinn af Nokia símanum hennar mömmu eftir að hafa notað minn SonyEricsson í ca. mánuð. Þetta venst ótrúlega hratt ;)!

Ameríkuliðið: Heimslögregla
Kim yong-Il að syngja:
I'm so ronery! So ronery!

Need I say more? Þessi mynd er algjört must-see ;).

föstudagur, janúar 21, 2005

Bloggen Sie bitte!
Nú er bíó-, sjónvarps- og vídjógláp mitt farið út fyrir allan þjófabálk. Það viðurkenni ég fúslega í votta viðurvist. Er það slæmt? Já. Ætla ég að hætta, eða a.m.k. minnka áhorfið? Nei. Finnst mér gaman að svara mínum eigin spurningum? Klárlega...

RingRingRingRingRingRingRingRing Bananaphone!
Ég festi kaup á nýjum farsíma á þriðjudaginn og er húrrandi hamingjusöm yfir því. Stykkið er SonyEricsson K700i og venst bara vel. Reyndar eru þumlarnir mínir svona þrem númerum of stórir miðað við optimum þumlastærð við SMS-gerð, því takkarnir eru svo litlir og þétt saman. En ég pikka þetta bara með vísifingri ;). Ástæðan fyrir þessum kaupum mínum er sú að gamli síminn minn (Nokia 6110 sem orðinn var 5 1/2 árs) gafst upp eftir gífurlega baráttu við skjáflensu nokkra, sem tók sér bólstað í honum. Ég sakna hans þrátt fyrir nýja símann.

Gleðigleðigaman
Katrín kemur líka til Köben! Reyndar verður hún bara yfir helgi en þetta verður all svakalegt engu að síður!

sunnudagur, janúar 16, 2005

What a wonderful world...
Ég hef verið að reyna að kaupa mér nýjan síma í tvær og hálfa viku. Ástæðan fyrir því er sú að síminn sem ég vil er uppseldur og ný sending af honum er á leiðinni frá Svíþjóð, og sú kemur vonandi fljótlega. Ég er nú þegar búin að fara þó nokkrar fýluferðir til Gumma frænda í Símabúðinni í Kringlunni og fór í enn eina slíka á síðastliðinn föstudag. Þar sem ég geng inn upp rampinn hjá "Ævintýraveröldinni" (frekar súr vegna verkefnaskila og símaleysis) þá kemur manneskja hlaupandi fyrir hornið og á mig. Ég gerði mig líklega til að blasta aumingja manneskjuna fyrir að rekast á hæstvirta mig en sleppti því þegar ég sá hver þetta var.
Rauðar fléttur sem standa út í loftið.
Nóg af freknum á nefinu.
Stuttur blár kjóll.
Mislitir háir sokkar með sokkaböndum.
Já, það er rétt. LÍNA LANGSOKKUR hljóp mig niður. Ég sá það auðvitað í hendi mér að í veröld, þar sem maður rekst (bókstaflega) á Línu Langsokk á harðaspretti í Kringlunni, þar er gott að búa. Ég steinhætti við að vera súr og sagði sem satt var við Línu: "You made my day!"

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Árið tvöþúsundogfjögur var að mestu leyti gott ár. En eins og alltaf var að sjálfsögðu dálítill rússíbani þar sem gleði og sorg skiptist á. En þannig er lífið bara. Ég held samt að ég hafi komið út í plús að mestu leyti þessi áramótin og er það að mestu honum Gumma litla uppáhaldsfrænda að þakka. Og það bara fyrir að vera til!

Klippi-kvendið
Fann mér nýja klippikonu áðan. Frasinn -Another one bites the dust- á vel við í þessu tilfelli þar sem að flestar vinkonur mínar eru einnig klipptar af þessari sömu dömu (sniðugt, ha?!). Mér sýnist á öllu að hún sé almennt að gera góða hluti og þrátt fyrir þó nokkra óánægju í fyrstu ætlar þetta bara að verða að geðveikri VIÐRÁÐANLEGRI klippingu. Og það gerist sko ekki á hverjum degi á þessum bæ.
Dagbjört: Ég redda þér mynd á morgun ;)!

Svampur Sveinsson
Vá, hvað ég ætla að sjá Sponge-Bob Squarepants the movie. Var að sjá trailerinn áðan og sé hálf eftir því. Ég missti af því að skrækja af óvæntri ánægju í bíó og gerði það í staðinn heima hjá mér. Sem er ekki nándar nærri því eins gaman. Viva la Hoff!

fimmtudagur, desember 30, 2004

Hunderte
Seinasta færsla var númer hundrað frá upphafi. Og ég var bara að fatta það núna. Eftirtektin alveg í hámarki hjá minni.

Julen
Stóðu algjörlega undir miklum væntingum. Reyndar voru þau með heldur óhefðbundnu sniði en breytingar eru af hinu góða ekki satt? Mín fékk margar fínar jólagjafir og þeirra fínust var mini Ipod frá Die Eltern. Það tæki er að gera stormandi lukku á heimilinu (og já, í stór-fjölskyldunni) og ég held ég sé bara ástfangin. Hér er mynd af beauty-inu:




Gamlar glæður
Ég ákvað að skoða bloggið mitt frá fyrstu færslu. Það var fræðandi lesning þar sem ég mundi ekki eftir helmingnum af því sem ég hef bloggað um. Kósí að eiga svona auka minni á netinu :). Og fyrir þá sem eiga blogg þá mæli ég með svona memory-lane gönguferð af og til.

Fagnaðarfundir
Núna fyrir jólin hitti ég Jóhönnu mína á kaffihúsi þar sem margt var skrafað og til að kóróna þá gleði þá fórum ég, Katrín, Jóhanna og Britta í bíó og á kaffihús í gær. Da Iðnskóla Posse bara mætt í heild sinni, ótrúlegt en satt :). Og The Incredibles reyndist vera snilldar mynd við annað áhorf!

mánudagur, desember 20, 2004

Jedinn snýr aftur...
Ég er nú reyndar enginn jedi en ég hef snúið aftur í bloggheiminn. Próf og leti hömluðu afköstum mínum svo að nú verð ég bara að vera extra dugleg!

Þetta er helst í fréttum...
Það hefur nú ekki margt á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast. En ég ætla að reyna að setja þetta skipulega fram ykkur til ánægju og yndisauka. Ef ég gleymi einhverjum stórviðburði með einhverjum þá verður bara að láta mig vita!
Prófin voru svona lala. Fékk samt 10 í hönnunarsögu og kennarinn sagði ritgerðina mína um Antoni Gaudí vera bestu Gaudí ritgerð sem hún hafi fengið í hendurnar. Er sem sagt vel sátt.
Jólafrí er yndislegt.
Jóla-David var slegið saman við jólamyndamaraþon í ár. Þar hittust frænkurnar úr báðum ættum (plús Gumminn), horfðu á jólamyndir, borðuðu pizzur og alltof mikið af nammi. Mæli með því við hvern sem er.
Pössun Sara frænka kom til að föndra með mér eins og í fyrra. Sýndi almenna snilldartakta eins og venjulega og sannaði enn og aftur að hún er meiri og betri föndrari en ég. Næsta stopp myndlistarskóli segi ég nú bara! Föndruðum jóla-kort og -gjafir og borðuðum smákökur með bestu lyst meðan Björgin lék Garfield fyrir framan sjónvarpið. Kötturinn Pjakkur Jósafat Gunnarsson var skírður við formlega athöfn og ýmislegt grín var í gangi. Takk fyrir mig!
Annað ísbíltúrar, afmæli, smákökubakstur, jólakortagerð o.s.frv.

T-t-t-tilvitnun...
Héðan í frá ætla ég alltaf að svara svona í símann:
"Hi, this is Buddy the elf! What's your favorite colour?!"

mánudagur, nóvember 29, 2004

Flavermus
Ég ætla til Danaveldis í febrúar. Húrra, húrra, húrra! Ég mun ferðast með föðurömmu minni og gista með henni á hóteli. Það verður meiriháttar tjútt að fara á söfn með ömmu. Hún veit allt um allt held ég bara. Auk þessa mun ég heimsækja fjölskylduna mína úti og svo að sjálfsögðu Jóhönnu danadrottningu og sprella eitthvað með henni. Og fá að kíkja í vonandi tilvonandi skólann minn í leiðinni. Allt þetta, auk verslunargleði á Strikinu, gerir ferð til Köben að meiriháttar ævintýri, þó að um vetur sé :)!

Stoooooopid
Ég er að blogga þegar ég á að vera að læra. Ég í hnotskurn.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Shooooosh
Ég var að vinna mitt fyrsta uppboð á Ebay. Það er rosaleg adrenalínsprauta, sérstaklega seinustu sekúndurnar. Skyldi einhver yfirbjóða mig? Refresh-ar síðan mín of hægt? Af hverju keypti ég þetta ekki úti í búð? Spurningarnar hellast alveg hreint yfir mann! Ég var sem sagt að vinna bókina Abarat eftir Clive Barker. Hún er harðspjalda, fæst ekki hér á landi, kostar einungis 1.700 kr. í stað 3.000 kr. út úr íslenskri búð og síðast en alls ekki síst: Hún er árituð af höfundi. Men, hvað ég er lukkuleg!

Breytingar
Já, prófunum mínum slúttar þann 13. desember í stað þess 18. sama mánaðar. Ýmsar ákvarðanir voru teknar sem hafði þessi aukaáhrif. Mín er vel sátt get þá bara föndrað tvöfalt meira en venjulega. Hvað er aftur 2 sinnum 0?

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Skírn!
Litli kútur var skírður í morgun. Ég missti af því og er þess vegna önnur tveggja ömurlegustu frænkna á jarðríki. Ég náði samt partinum í athöfninni þegar allir stóðu upp, settu handleggina upp í loft og kölluðu 'Hallelúja!' af mikilli innlifun. Samt var þetta enginn sértrúarsöfnuður eða neitt, nema Fríkirkjan í Reykjavík teljist til þeirra. Er ekki með alveg allt á hreinu í því máli. Anyways...Til hamingju með daginn, Guðmundur Ómar :)!

Veðurblíða?
Það vefst fyrir mér, á dögum eins og þessum, af hverju í andsk***num ég bý ekki á Hawaii eða í Ástralíu eða e-u öðru 'Sumarlandi' eins og það var kallað í dag. Er einhver með góða ástæðu fyrir því af hverju ég er ekki löngu flutt af landi brott?

Supercalifragilisticexpialidocius!
Ég ætla að læra japönsku, fara til Köben og Edinborgar að heimsækja fólk, kaupa mér flott föt, fara að hreyfa mig reglulega, vera ekki veik, dreyma eðlilega, sleppa því að borða það sem ég má ekki borða og horfa minna á sjónvarpið. Sem sagt vera practically perfect in every way! En þú?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Próftöflur
Ég var að komast að því hvernig prófin mín verða þetta árið. Iðnskólinn er ljúfur sem fyrri daginn og þar klára ég 3. desember. En hvað gerir þá Háskólinn? Jú, mín próf eru 13. til 18. desember. Hvað er ég að gera í þeim skóla, ég bara spyr? Í alvöru, hvað var ég að pæla?

Verkefnaflóð
Þetta verður augljóslega skólafærsla út í gegn. Nú hrynja yfir mig verkefni í Iðnskólanum auk þess sem ég sit sveitt við að ná samnemendum mínum í enskunni. Breskar bókmenntir eru sko ekkert grín þó ég hafi haldið að sá kúrs yrði eins og að drekka vatn fyrir mig. Dramb er falli næst, gott fólk!

Saumó
Helmingurinn af saumaklúbbnum mínum skellti sé í sumarbústað um helgina. Það var mjög svo gaman þrátt fyrir að mín væri illa upplögð. Við spiluðum, hlógum og átum ALLTOF mikið af gölluðu gotteríi á verksmiðjuverði. Við stoppuðum á Selfossi á leiðinni og fengum okkur að borða á Pizza 67. Þar fékk ég mér pizzu með sveppum sem að brögðuðust skringilega. Enda kom í ljós að mér var óglatt allt heila kvöldið og nóttina. Mórall sögunnar er: ekki fá þér sveppi á pizzuna þína hjá Pizza 67 á Selfossi. Aldrei að vita nema þeir komi af næstu umferðareyju ;)!

fimmtudagur, október 21, 2004

Bleh!
Er eina orðið sem gæti lýst lífi mínu þessa dagana. Andlát mikils manns og veikindi í fjórða veldi að baki og meiri veikindi fram undan. Og ekki meira um það á þessum opinbera vettvangi.

Ljósið í myrkrinu
Bróðir minn kom heim yfir helgina.
Bryndís og Anna Lísa eignuðust litla frænku þann 18. október síðastliðinn.
Ég á yndislega fjölskyldu og vini sem allir eru hraustir (þar með talið alla veganna 1 aukamömmu, 3 aukasystur og 1 aukabróður. Ætli blóð og vatn séu ekki bara jafnþykk).
Hausinn á mér er í lagi þó annað sé kannski ekki í toppstandi.
Bækur eru til.

þriðjudagur, október 05, 2004

Fréttaþurrð
Á föstudaginn fór ég á Októberfest. Það var spes. Ég hitti ýmsa gamla og góða kunningja og suma ekki eins góða sem ég forðaðist í lengstu lög að hitta ;). En hápunktur kvöldsins var samt þegar við Bryndís og Eyrún löbbuðum upp í Úlfarsfell til að taka þátt í ísáts kveðjuathöfninni hennar Bjarneyjar. Og svo löbbuðum við til baka. Sátum og spjölluðum í smástund og fórum svo heim. Voða skrýtið en þó skemmtilegt kvöld.
Á laugardagskvöldið var ég skilin alein eftir heima þar sem Litla-systir fór í afmælismatarboð. Þar af leiðandi fékk ég mér himneskan kvöldmat á Austurlanda hraðlestinni. Aloo Bonda og Naan-brauð. Sleeeeef! Og leigði mér Little Nicky sem ég hafði barasta aldrei séð. Reyndar fussaði vídjóleigustarfsmaðurinn endalaust yfir myndavali mínu en ég kippti mér ekkert upp við það. Og hló mig svo máttlausa yfir steypunni enda búin að drekka alltof mikið kók ;)!
Á sunnudaginn tók ég það rólega, lék Guð fyrri part dags (fyrir þá sem vita hvað það þýðir) og fór svo á The Bagel Company með Katrínu minni. Þar sannaðist enn og aftur hvað við hittumst alltof sjaldan því ég fékk nærri því harðsperrur í munninn og eyrun því ég talaði og hlustaði svo mikið. En það var góður endir a góðri helgi :)!

Fallegastur
Ég ætla að leyfa ykkur að njóta fegurðar frænda míns með mér. Af því að ég er so góð ;)!




Fréttir af Mekka
Ég rakst á frétt um tilvonandi Wal-mart superstore í Teotihuacan, Mexico. Nú vita þeir sem þekkja mig að ég dýrka Wal-mart. Samt væri þessi frétt svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að á byggingarsvæðinu fannst lítið, fornt altari. Ætla þeir að stoppa að byggja þarna? Nei, þeir ætla að byggja plexi-gler kassa utan um altarið og hafa bílastæðið í kring! Fólk er mis. Any ways þá er fréttin hérna:

Bónus Kanamanna

Og ég verð bara að deila því með ykkur hvað ég vorkenni Camilo Olivas, fjögurra barna föður. Ef að þeir hætta við að byggja búðina á þessum ómetanlegu rústum þá verður hann að halda áfram að keyra í heilar 10 MÍNÚTUR til að að komast í næstu Walmart búð. Vinsamlegast sendið honum baráttukveðjur hérna

sunnudagur, september 19, 2004

Sigillum Universitatis Islandiae
Nám í háskóla er ólíkt öllu öðru námi sem ég hef reynt. Það er krafist meira af manni, maður stressar sig frekar yfir hlutunum og lítil sem engin vægð er sýnd aumum nemendum á fyrsta ári í enskuskori. Eða það hélt ég. Kennararnir reyndust svo bara vera ósköp venjulegt fólk með lítil sem engin horn. Klaufir og hala get ég ekki dæmt um þar sem ég mun vonandi aldrei sjá neinn kennara minna nakinn eða skólausan. Kröfurnar og stressið reyndust hins vegar vera á rökum reist svo ég var tilneydd að segja mig úr einum kúrsinum. Reyndar líkaði mér ekki sá kúrs svo ég tapaði nú ekki miklu. Að öðru leyti er ég að fíla mig sem háskólanema. Sérstaklega þar sem ég hitti fyrir tvo fyrrum MR-inga í enskunni svo að nú sit ég ekki ein úti í horni, borandi í nefið af einskærri minnimáttarkennd. Það er alltaf betra að vera fleiri en einn í skólanum þó að fáir nái að slá MR~Friends út ;).

Status
Þessa helgi horfði ég á fjórar spólur og lék mér í tölvuleik í ótalda klukkutíma. Þar af leiðandi á ég ekkert líf. Hins vegar hef ég séð ansi margar bíómyndir og er mjög góð í Sims 2. Er það eitthvað til að vera stolt af?

Nota Bene
Ringenes Herre er gífurlega dramatísk mynd.

föstudagur, september 17, 2004

Some people stand in the darkness
Á föstudaginn tókum við frænkurnar okkur til og héldum nostalgíu kvöld. Þar horfðum við á spólu sem við höfðum beðið í heilt ár eftir að sjá, en það var myndin Baywatch Hawaiian Wedding. Við horfðum nefnilega alltaf á Baywatch þegar við vorum litlar og skemmtum okkur síðan við að leika Baywatch í snjósköflum og sundlaugum fyrir norðan...Myndin reyndist vera schnilld í öðru veldi, aðallega vegna þess að við tókum gönguferð niður Memory Lane við að horfa á hana.
Pamela Andersson í gallastuttbuxum og bundnum topp standandi berfætt á stein í miðri á spilandi á saxófón. Gerist það betra ;)?

mánudagur, september 13, 2004

Shake-a-do
Helgin á undan nýliðinni helgi var svakaleg. Föstudagurinn var tekinn í hvíld því á laugardagskvöldið var stefnan tekin á matarboð og kokteilpartý í boði Bryndísar og Ásgerðar. Þar var boðið upp á fáranlega góðan núðlurétt og góðan félagsskap fólks sem ég hitti alltof sjaldan. Eftir matinn (og bráðnauðsynlegan tíma til að liggja aðeins á meltunni)settu þær stöllur á fót kokteilaframleiðslulínu sem vakti mikla lukku. Ég og minn Magic dönsuðum útum allt í sællri ofvirkni og létum fólk ekki í friði. Eins gott að flestir gestanna höfðu fengið sér í aðra tána (nú eða í báðar fætur upp að öxlum), því annars hefði okkur örugglega verið hent út med det samme ;)!
Eftir heljarinnar partý og gleði var svo rennt niður í bæ á Jarðarberinu og öðrum óþekktum fararskjóta. Áður en þangað var farið hafði ég látið í ljósi óskir mínar um að ekki yrði farið á Hverfisbarinn vegna eftirfarandi: leiðinleg röð, leiðinleg tónlist, leiðinlegt fólk og glerbrot í tonnatali á dansgólfinu. Eyrún og Dagbjört fóru samt af einhverjum ástæðum að tala við dyraverðina. Ég horfði bara út í loftið og fylgdist ekkert með þannig að mér brá heldur mikið þegar einhver tók utan um hausinn á mér og henti mér inn á staðinn. Við stóðum þarna þrjár inni í anddyrinu og horfðum ringlaðar hver á aðra. Og ekki batnaði "ringlan" þegar ég heyri ljúfa tóna fljúga frá dansgólfinu (ekkert 50-cent allt kvöldið). Við enduðum á því að dansa þar til staðurinn lokaði og enginn hrinti mér, steig á mig né hellti á mig vökva af neinu tagi! Og svo var Gunni að vinna á barnum og ég fékk allt það vatn sem mig langaði í ;).
Mórall sögunnar: Gefðu fólki/stöðum/hlutum séns. Kannski koma þau/þeir þér á óvart.
Nema glerbrotin. Helvítis glerbrotin verða alltaf á sínum stað.

fimmtudagur, september 02, 2004

Mússí mússí gú gú
Föstudaginn 27. ágúst klukkan 17:20 eignaðist ég lítinn frænda! Hann er, að sjálfsögðu, fallegasta barnið í heiminum og er strax orðinn algjör hjartaknúsari :)! Reyndar skammast ég mín fyrir að blogga um hann fyrst núna en svona er lífið...auk þess sem að hvernig sem ég reyndi gat ég ekki resize-að myndir af honum til að setja með þessari færslu. Þar af leiðandi ætla ég að setjast út í horn og gráta smá af skömm.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Heimt úr helju
Mín hefur gilda og góða afsökun fyrir að hafa ekki bloggað í háa herrans tíð. Það var nefnilega verið að krukka í nefið á mér svo að ég þurfti að halda til á spítalanum. Ég fæ svo oft kvef og leiðindapestir þannig að læknirinn minn taldi réttast að laga það bara í einum hvelli. Það var gert með því að brjóta upp nefið og laga einhver þrengsli. Skemmtilegt ekki satt?

Lestur myndasagna = nörd?
Reyndar ekki. Jú, kannski ég en það eru ekki allar myndasögur myndasögur, if you know what I mean. Til dæmis er sagan Strangers in Paradise ekki myndasaga. Hún er skáldsaga sem höfundurinn kýs að deila með okkur hinum í myndum og stuttum texta. Reyndar koma inn á milli síður með óbrotnum texta og engum myndum sem gerir þetta ennþá óhefðbundnara. Og það sem er svo sérstakt við þessa sögu er að þó að þú hatir myndasögur og finnist ekkert jákvætt við þær þá getur þér samt líkað við Strangers in Paradise. Þannig að ef þig vantar eitthvað gott að lesa þá skaltu skella þér á Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Kópavogs eða í Nexus og verða þér út um fyrsta bindið í sögunni. Og trúðu mér, þú sérð ekki eftir því!

Afþreyingin
Hefurðu ekkert að gera í vinnunni/heima/í skólanum? Farðu þá á Anomalies unlimited og lestu þér til um hversu evil Disney-fyrirbærið er í raun ;).

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Lukkunnar pamfíll
Die Eltern hafa snúið aftur til landsins í norðri og mín er húrrandi glöð yfir því. Sérstaklega þar sem með þeim í för var bikiní og yndislega bláir Converse skór handa undirritaðri :). Þeir voru númer 2 á top five fataóskalistanum mínum, rétt á undan rauðri kápu úr H&M og rétt á eftir svörtum Sheperd stígvélum. Þrátt fyrir þessa gjöf sé ég fram á stóreflis fjárútlát til undirbúnings fyrir veturinn ;).

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Allt í lukkunnar velstandi
Bryndísin er komin heim, seinasta vikan í vinnunni er hafin og allt er fallið í ljúfa löð. Ég fór að sjálfsögðu í heimsókn til Bryndísar þegar hún var búin að jafna sig eftir heimkomuna og þar biðu góðar gjafir (nú fyrir utan það að hitta hana og familíuna audda. Það væri í sjálfu sér alveg nóg :)!). Hún hafði keypt afmælisgjafir handa minni úti og þær féllu aldeilis vel í kramið. Eyrnaslapa-bolli, japanskt-gsm dinglumdangl og síðast en hreint ekki síst: Rainbow Brite dúkka og Twink bangsi!!!



Veðrið
Þegar ég kom út úr húsi klukkan hálf átta í morgun gekk ég á vegg. Og ekki neinn venjulegan Kristínar-vegg. Nei, þetta var svona sólarlandahita-veggur. Loftið bragðaðist meira segja eins og loftið við Miðjarðarhafið bragðast snemma á morgnana. Þetta var allsvakaleg upplifun og alls ekki leiðinleg :)!

Viðbót
Vinkona mín, hún Jóhanna Himinbjörg er komin út úr bloggskápnum. Þess vegna fær hún að sjálfsögðu tengil undir vinir og vandamenn :). Endilega kíkið á bloggið hennar og fylgist með ævintýrum hennar í kóngsins Köbenhavn þar sem hún mun stunda nám við Kunstakademiens Arkitekturskole. Sem er einmitt draumaskólinn minn ;)!

Múhahahahaha dagsins
Köttur að taka Flashdance. Priceless!!!

föstudagur, júlí 30, 2004

Þriggja daga helgi = Bliss
Mín er með lítil plön fyrir verslunarmannahelgina og hefur í raun aldrei verið mikið fyrir að fara á útihátíðir. Þess vegna er stefnan sett á kósístemmningu með familíunni í sumarbústaðnum um helgina. O, ég finn hvernig þreytan líður úr mér...

Steikin
Þetta bjargaði deginum í dag þó svo að Titanic sé eina myndin af þessum sem ég hef séð. Ýttu á myndirnar vinstra megin við textann :).

mánudagur, júlí 26, 2004

Helgin...
...var bara afspyrnu skemmtileg. Ég fór meðal annars í bíó á Spiderman 2 og á djammið í fyrsta skipti í ALLTOF langan tíma þar sem ég skemmti mér bara mjög vel. Já, og svaf úti á svölum í sólinni á laugardeginum. Ofsalega þægilegt og brúnkandi.

Spiderman 2
Hún fer ekki bara með tærnar þar sem fyrri myndin er með hælana, nei, hún traðkar á tám hinnar eins og kókoshneta með mikilmennskubrjálæði. Þetta er sko mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, en betra er að vera búin að sjá fyrri myndina. Já, nei nauðsynlegt er að hafa séð fyrri myndina :).

Kanntað flassa BIOS?
Ef svo er þá þarf ég að ná tali af þér.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Bling bling
Sem fyrr horfði ég á vídeo um helgina. Í þetta skipti varð myndin Marci X fyrir valinu. Reyndar var ég efins um það hvort ég ætti yfir höfuð að vera að leigja hana. Vissi ekki neitt um hana annað en að Lisa Kudrow léki hvíta yfirstéttarstelpu. En ég lét slag standa og viti menn, Marci X reyndist vera snilldarræma. Vissulega dálítið mikil steypa en það átti bara vel við stemmninguna hjá okkur systrunum.  Ég ætti nú orðið að vita betur en að efast um hæfileika Lisu Kudrow, hún er schnilld í hvaða hlutverki í hvaða mynd sem er. Mæli tvímælalaust með þessari næst þegar þú veist ekkert hvað þú vilt leigja.

Bara fyndið...
Allir að kíkja á þetta og setja hljóðið í botn! Þetta bjargaði deginum mínum í gær. Og sjúklingar og samstarfsmenn horfðu á mig mjög svo stórum augum :).

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Vinna, borða, sofa, vinna, borða, sofa
Einhvern veginn hefur mér tekist að gera ekki neitt það sem af er sumri. Jú, ég hef farið í bíó og horft á sjónvarp en það er ekkert til að hrópa húrra fyrir. En nú ætla ég að taka mér tak og gera eitthvað almennilegt. Til dæmis ætla ég í sund eftir vinnu og hlakka bara ansi mikið til þess :). Ég er svo easily amused, greyin mín.

Tilhlökkun
Já, ég hlakka til svo margra hluta. Þeirra léttvægastir eru útgáfudagur The Sims 2 og post-mortem disks Elliott Smith. En það er svona í peanuts-þyngdarflokknum ;). Meira skemmtilegt er að það eru 43 dagar í að María mín komi heim (ekki það að ég sé neitt að telja :S) og enn færri þangað til Bryndísin snýr aftur. Og báðar koma þær frá Kanalandi. Og svo er fleira sem ég hlakka til en það er líka leyndó ;)! Og ef þú veist það ekki nú þegar þá veistu ekki neitt, vissirðu það?

Bond, James Bond
Ég fékk allt í einu gífurlega löngun til þess að vitna í vin minn Bond, líklegast vegna þess að ég horfði á mynd með honum í gær :).

-That's a nice little nothing you're almost wearing...

Ég man nú reyndar ekki úr hvaða mynd þetta er en finnst það skemmtilegt engu að síður. Og að lokum: Rétti upp hendi þeir sem horfa á Bond!

föstudagur, júlí 09, 2004

Nýir tenglar
Ég ákvað að láta verða af því að uppfæra tenglana mína. Eftirfarandi síður fengu tengil:

1. Bjarneyjar-blogg þar sem lesa má um inter-rail ævintýri hennar og Óskar.
2. Síða um snillinginn Elliott Smith. Ef þú hefur ekki heyrt lag með honum skaltu horfa á Good Will Hunting og hafa eyrun opin.
3. Heimasíða The Sims 2, sem er framhald af The Sims, skemmtilegasta leik í heimi. Endilega kíkið og heillist.

Bíó, bíó baby
Í gær fórum við Berget á VISA-forsýningau á Raising Helen. Sú mynd er ofsalega mikil feel-good mynd. Sem er mjög gott ;). Við systurnar skemmtum okkur alla veganna mjög vel og ferðin, alla leið upp í Mjódd, var því vel heppnuð.

Útsölur
Ég er ekki búin að kaupa mér neitt á útsölu! Það verður að gera meiriháttar breytingar hér á þar sem mín helstu fatakaup eiga sér stað í útlöndum og á júlí-útsölunum. Ég held ég skelli mér bara eftir vinnu í dag og kaupi mér eitthvað fínt. Smá retail-therapy ætti að láta mér líða betur ;)!

Frasi dagsins
Er í boði Völlu í Völlu-sjó:
"Ég meina...Sorrí!"

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Hæ!
Manstu eftir mér? Ég heiti Kristín og ég skrifa stundum eitthvað bull á þessa síðu. Ekki? Nú, jæja ég get sjálfri mér um kennt...

Video-fíkillinn snýr aftur
Eftir að Bryndísin fór erlendis (úff, grænar bólur!) varð mikil lægð í video-, sjónvarps- og bíóglápi mínu. Ég veit nú ekki hvort ég á að gráta það eða ekki en eftir þessa helgi er ég komin aftur til leiks! Það atvikaðist þannig að Eyrún og Anna Lísa véluðu mig til að horfa á video með sér. Myndirnar Freaky Friday og Jet Lag urðu fyrir valinu og þóttu góð skemmtun. Ég hafði nú reyndar séð þær báðar áður en þær versnuðu alls ekki við nánari kynni.
Á laugardagskvöldinu vorum við Björg svo með heljarinnar skemmtikvöld þar sem góður matur, góður félagsskapur og góðar myndir voru í algleymingi. Reyndar voru ekki allar myndirnar góðar (Scary Movie 3 er off, gott fólk!) en það er sama, kvöldið var frábært fyrir því :). Og ég leyfi mér að mæla heilshugar með myndunum Jet lag og Secondhand Lions. Brill, bara brill.

Dagurinn í dag...
...er tileinkaður fólki sem segist ætla að versla sér eitthvað, að einhver hafi farið erlendis eða til Portúgals. PortúgaL, gott fólk! PortúgaL!

sunnudagur, júní 20, 2004

Silly Billy
Helgin var með afbrigðum góð. Á afmælisföstudaginn var talað við margt skemmtilegt fólk og þar sem afmæliskvöldverður með ömmum og familíu frestaðist þá var pizza frá Pizza Kofanum snædd með bestu lyst. Eftir mat og letilæti var mín véluð í ísbíltúr með Daybright, Lísu skvísu og Kötu. Ísinn og félagsskapurinn svíkur sjaldan ;).
Laugardagurinn var bara rólegheit þar til matarboð hjá Eyrúnu hófst um kvöldið. Frábær pizza, frábært fólk, frábært spil og enn betri sull...eee, skemmtiatriði ;)! Mikið hlegið, mikið gaman.
Og núna í kveld var afmælismatarboð með ömmunum og familíunni (mínus golfarinn) þar sem svínalundir, kartöflur og piparostasósa voru etin með góðri lyst. Í alla staði mjög góð helgi.

Ammlisgóss
Það er ekkert afmælisblogg án útlistunar á gjöfum, svona fyrir Kanana mína ;). Ég fékk sem sagt þetta:
Bækur: Dóttir gæfunnar eftir Isabel Allende og Oliver Twist eftir Dickens
Bolur: Stuttmabolur úr Dogma með mynd af The Clash.
Skartgripur: Silfurnæla
Og svo ýmislegt sem ekki hefur verið ákveðið enn :).

Tilvitnunin

-If ? If is good!
(Hint: lítill grænn henchman með oddmjóan haus og lítill, bleikur og feitur henchman.)

Ef einhver veit úr hvaða mynd þetta er, þá er hann snillingur...nema Björg sem má ekki vera með, tíhíhí!

föstudagur, júní 18, 2004

Ammli
Mjamms, nú á ég ammli í dag. Hamingjuóskirnar hrynja inn og góður gestur mætti í morgunkaffið í vinnunni með brauð og kökur. Það er sko gott að eiga góða að :). Ég vil líka nýta tækifærið og óska henni Brittu minni til hamingju. Það eru nefnilega fleiri en ég sem eiga afmæli á besta degi ársins ;)!

Til hamingju með afmælið Britta!

Hæ hó jibbý jei og jibbý jei.
Til hamingju með þjóðhátíðardaginn og 60 ára afmæli heimastjórnarinnar í gær. Ég tók daginn með trompi eða hitt þó heldur og eyddi honum í að kúra undir sæng og horfa á Friends. Familían fór nebblega upp á Snæfellsjökul á skíði, bretti og sleða en æ, æ, ó, ó, aumingja ég komst ekki með. Ég leigði mér líka Big Fish sem reyndist vera eðalsteypa í anda Tim Burton, þó að hann hafi samt valdið mér nokkrum vonbrigðum. Maður er orðinn svo góðu vanur úr því horninu. En mér var þó boðið í kvöldmat hjá ömmu minni og þar var veitt vel. Auk þess voru skemmtileg frændsystkini og eitt stykki frændhundur á svæðinu þannig að ég skemmti mér stórvel :)! Vonandi var ykkar dagur jafngefandi og minn.

sunnudagur, júní 13, 2004

Aaaaaah...
Einn af ljósu punktunum við sumarvinnu er sá að helgarnar verða mun dýrmætari en ella. Ólíkt vetrarhelgum þá eru sumarhelgar bara til afslöppunar. Verkefnum, prófum og heimalærdómi er skipt út fyrir vídjógláp, sumarbústaðaferðir og lestur góðra bóka.
Á föstudaginn fór ég að sjá Rómeó og Júlíu með systkinum og vinum. Þrátt fyrir að ég væri að sjá þetta í annað skiptið þá olli það engum vonbrigðum. Gjörsamlega engum. Og ég, sem er þekkt fyrir að finna eitthvað að öllu, sérstaklega bíómyndum og leikritum fann barasta ekkert að þessari uppfærslu. Ekki neitt! Ef þú, lesandi góður, ert ekki búinn að fara og sjá þetta leikrit, þá skaltu kaupa þér miða ekki seinna en í gær!

þriðjudagur, júní 08, 2004

The O.C.
Hvernig stendur á því að unglinga-vandamála sjónvarpsþáttur sem er illa leikinn, er með pirrandi karaktera, alvarleg vandamál sem valda gífurlegum sálarflækjum þessara karaktera í hverjum þætti og er bara yfir höfuð fremur 'pathetic' njóti svona mikilla vinsælda? Það virðast allir (og þá meina ég allir) horfa á hann. Meira segja strákar stelast til að horfa á þessa stelpuþætti. En reyndar er hann ekki kolómögulegur því að tónlistarsmekkur aðstandenda hans er frábær. Lögin sem hljóma eru yfirleitt jaðartónlist eða mainstream tónlist með óþekktum flytjendum. M.a.s íslensk bönd hafa gerst svo fræg að hljóma undir einhverju kossaatriðinu, og það er sko nóg af þeim. Ég ætla svo ekki að segja meira um þetta en setja í staðinn hér inn próf:


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty

Og já, ég sest alltaf fyrir framan sjónvarpið klukkan 20:00 á mánudagskvöldum og horfi á vini mína í the O.C. Því eins og fleiri hafa sagt: Þessi þáttur er Beverly Hills 90210 fyrsta áratugs nýrrar aldar!

Orlando, Florida
Heimkoma mín frá sólarríkinu eða 'Old People Central' eins og ég kýs að kalla það, lenti því miður inn í miðri bloggþurrð. Og þar sem frænka mín fín gerði svo greinargóð skil á ferðinni ætla ég barasta að linka á hana. Tjékkið á ferðasögunni hér.
Annað en það sem þar stendur hef ég þetta að segja: Áður en María kom fór ég í Epcot í Disneyworld og skemmti mér svakavel. Reyndar greip mig þvílíkt skræfska (er þetta orð?) að ég þorði varla að anda í áttina að 'tækjum' af hræðslu um að einhver drægi mig í þau. Rólegasta sigling um Mexico-land varð að rafting-ferð um Jökulsá í Skagafirði í hálf-sturluðum huga mínum. En þrátt fyrir þessa óra mína var dagurinn frábær og bar flugeldasýning við loknu garðsins af. Gamlárskvöld '99/'00 sinnum 10, held ég bara.
Eftir að María var farin lá ég í sólbaði og drakk Pina Colada á sundlaugarbakkanum eins og mér væri borgað fyrir það. Og svo fór ég líka aftur að versla ;).

föstudagur, júní 04, 2004

Vinnublogg!
Fyrsta bloggið úr tölvu á H.N.E. Endilega óskið mér til hamingju með það! Ég er nú reyndar ekki orðin ritari ennþá en í dag er ég samt í ritaraþjálfun. Og mér sýnist á öllu að ég myndi frekar bara vilja vera tæknimaður í allt sumar. Ritarar þurfa nefnilega að vera að hlaupa í símann þegar hann hringir og síminn á þessari deild hringir allan liðlangan daginn. Það er kraftaverki líkt að hann hefur ekkert hringt á meðan ég skrifa þetta! En hér er gott að vinna þrátt fyrir óskir um styttri vinnutíma séu mér ofarlega í huga. Andrúmsloftið er nefnilega svo vinsamlegt að ég hef barasta aldrei kynnst öðru eins. Manni líður bara vel hérna svo að það mun ekkert væsa um mig í sumar :).

mánudagur, maí 17, 2004

Evróvisjón deluxe!
Ég er mjög ánægð með úrslitin þetta árið. Íslenska lagið var lélegt þannig að þó að Jónsi syngi vel þá var bar ekki um neitt annað að ræða en eitt neðstu sætanna. En Úkraína var að gera virkilega góða hluti. Og áttu þar með sigurinn fullkomlega skilið, sérstaklega þar sem hún Rúslana samdi lag, texta og dansa sjálf. Fjölhæft kvendi það.

Sól og sumarfrí
Nú er ég komin í sumarfrí fyrir löngu en samt finnst mér sumarið nýkomið á Klakann. En það er gott að sumarið er komið því að með því komu Hildigunnur og Ingibjörg frá útlöndum :). Því miður fer Bryndís burt í staðinn en það verður bara að hafa það. Ces't la vie (eða hvurnig í fjandanum sem það er skrifað). Og sömuleiðis ætla ég að skreppa til Maríu pæju í the U.S. of A. Svo ég segi bara: Walmart, I'm on my way, baby!

Steik vikunnar
Tvímælalaust myndin Bill & Ted's Bogus Journey. Vanmetið meistaraverk, eða þannig ;). En stórgóð skemmtun hvað sem Óskars-verðlaunum líður og ég hvet þig eindregið að leigja hana ef þú ert einhvern tímann í steikarstuði!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Jesús, María og Jósep!
Ég datt áðan inn á eitthvað mest niðurdrepandi blogg sem ég hef séð! Þetta er blogg stelpu sem að sér ekki jákvæðu hliðina á neinu! Anti-pollýanna. Ég fann hvernig ég dróst niður í leiðinda og neikvæðni hyldýpið sem greyið hafði búið sér til. Á svona fólki sér maður hvað lífið getur verið hræðilegt ef maður leyfir því það. Ég bara næ því ekki að fólk geti leyft sér þetta. Sama hvað bjátar á, það er alltaf eitthvað lán í óláni!
Eftir hræðilegan lesturinn (því ég get ekki hætt að lesa eitthvað ef ég er einu sinni byrjuð)leið mér svo illa að ég þurfti að nota adrenalín-gleði sprautu (í formi the Far Side myndasagna Gary Larson) til þess að verða eitthvað lík sjálfri mér í "attitude-i" !

föstudagur, maí 07, 2004

Kill Bill vol. 2
Vá. Það er ekkert orð í mínum orðaforða sem getur lýst hrifningu minni á þessari mynd. En eins og með þá fyrri: Ef þú ert ekki búin að sjá hana, farðu þá núna!

Sex in the City...
...Lauk göngu sinni í gærkveldi. Mér fannst þetta æðislegur lokaþáttur, með svona Hollywood-endi eins og við könnumst öll við. Það er ekki frá því að mér hafi vöknað um augun (=skælt eins og smákrakki) af hamingju yfir málalokunum.

Sumarið er tíminn
Það er heldur margt sem ég ætla mér að gera í sumar. Svo margt að það er spurning hvort að sumarið sjálft endist í það. Smá dæmi: Ég ætla að vinna eins og mo-fo, fara í heimsóknir til útlanda og út í sveit, synda, verða brún, teikna, fara í bíó, fara á djammið, halda upp á afmæli, labba reglulega niður Laugaveginn, fara í útilegur, fara upp í sumarbústað og synda svo meir! Það verður spennandi að sjá hvað af þessu ég kem í verk!

Brot og braml
Gleraugun mín brotnuðu áðan. Og ég missti þau ekki eða neitt Kristínarlegt. Dularfullt. Ég er farin að halda að þetta séu mótmæli gegn linsukaupunum í seinustu færslu. Nú eða bloggöfund, þar sem ég hef aldrei séð ástæðu til að blogga um gleraugun mín áður. Well, mission accomplished hjá þeim ef svo er í pottinn í búið :) !

miðvikudagur, maí 05, 2004

Verkefni-smerkefni
Nú þykir mér ég dugleg í meira lagi, bara búin að skila öllum verkefnum og möppum í einu lagi! Fannst reyndar skrýtið að ganga um bæinn með líkan af sumarhúsi í mælikvarðanum 1:20. Mikil upplifun.

Í tækinu
Ég var að enduruppgötva snilldar listamann að nafni Elliott Smith. Hann sá að mestu um tónlistina í Good Will Hunting og eitt laganna hans hljómaði í the Royal Tenenbaums (vanmetnu meistaraverki að mínu mati). Það kemst ekkert annað að þessa dagana, nema ef vera skyldi Bad moon rising með Creedence Clearwater Revival, en það á einmitt 36 ára afmæli í dag!

Sílíkon
Já, enn ein sönnun á komu sumars: linsukaup. Flott sólgleraugu verða málið í sumar ;)

sunnudagur, maí 02, 2004

Tenglar
Ég bætti við tveimur tenglum núna áðan. Sá fyrri er á myndaalbúmið mitt (með örfáum myndum í) og sá seinni er á www.wulffmorgenthaler.com. Þá síðu eiga danskir myndasögusnillingar sem skrifa og teikna mjög svo súrar teiknimyndir.

Vorprófa mánuðurinn
Þó ég taki bara tvö próf þetta árið þá er nú samt nóg að gera. Verkefnaskil eru í nánd og nú sér kona eftir leti helgum í vetur. En ég er þó í ágætum málum og er vel sátt við mitt. Það verður samt þungu fargi af mér létt í vikulok þegar öll verkefnin eru komin í hús :).

Kill Bill vol.1
Í seinustu viku horfði ég í annað skiptið á Kill Bill. Þetta áhorf mitt var hugsað sem undirbúningur fyrir ferð á mynd númer tvö og þjónaði sínum tilgangi vel. Ég var búin að gleyma ýmsum atriðum sem að hafa núna espað enn meira upp í mér löngunina til að sjá vol. 2. Ef þú ert ekki búin að sjá hana þá skaltu gera það núna!

Bíósumar
Sumarið í sumar verður bíósumar. Það er alltof mikið af spennandi myndum á leiðinni sem ég hlakka til að sjá.

Megasumar í alla staði!

sunnudagur, apríl 25, 2004

Gleðilegt sumar!
Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa af brún! Samkvæmt dagatalinu er vorið reyndar búið og sumarið sjálft mætt í góðum gír. Veðrið hefur verið svona venjulegt snemm-sumarveður, sól-rigning-vindur-logn-sól-rigning og svo framvegis allt á einum hálftíma :) ! Eins og einhver útlendingur sagði: Hvergi nema hér getur maður upplifað allar árstíðirnar á einum og sama deginum. Ísland, bezt í heimi!

Afmælisgjöfin góða
Bókaormurinn átti eins árs afmæli í mars síðastliðnum. Ég er nú ekki betri en það að ég tók bara ekkert eftir því og til þess að gera gott úr öllu saman ákvað ég að skrifa síðuna upp á nýtt, enn eina ferðina. Það má sem sagt líta á þessa breytingu sem síðbúna afmælisgjöf!

Bíó, bíó og aftur bíó
Í gærkvöldi horfði ég á myndina A mighty wind í góðra vina hópi. Algjör steypa af bestu gerð og ég hló eins og brjáluð korktafla ;) ! Þess má líka geta að þó ég horfi svona mikið á bíómyndir þá horfi ég voða lítið á sjónvarps-dagskrána. Ég horfi bara á sjónvarpið á mánudögum og stundum á föstu-dögum, svo það ætti að gefa mér plús í kladdann!

laugardagur, apríl 24, 2004

Akið varlega, vegavinna framundan...
Já, framkvæmdir standa yfir á útliti Bókaormsins. Við biðjum lesendur um að sýna þolinmæði þó comment væru vel þegin hvatning :Þ !

mánudagur, apríl 12, 2004

Páskahérinn...
Gleðilega páska! Vonandi voru þínir eins góðir og mínir :). Við systurnar og aðrir fórum upp í sumarbústað og eyddum páskunum í ró og næði með sjálfum okkur. Páskaegg, góður matur og Trivial í góðra vina hópi. Himnaríki á jörð!

Bíóferðir...
Ég fer oft í bíó. Mér finnst það gaman, er til í að borga fyrir forréttindin og finnst bíóvélagos miklu betra en það sem fæst út úr búð. Nokkrar af mörgum ástæðum þér til ánægju og yndisauka :Þ. Núna nýlega fór ég að sjá myndirnar Whale rider, 50 first dates, Starsky & Hutch og The whole ten yards. Og já, ég tel þær upp í gæðaröð.
Whale Rider er meistaraverk að mínu mati. Þetta er mynd sem að allir ættu tvímælalaust að sjá. Undantekningarlaust. Hún er í alla staði frábær en vissara er að hafa vasaklút við hendina. Og ekki mæta eftir að myndin er byrjuð því að ólíkt flestum myndum byrjar sagan á fyrstu sekúndu.
Í 50 first dates fer Adam Sandler á kostum. Að öllu jöfnu fer maðurinn óstjórnlega í taugarnar á mér, þar sem hann getur ekki leikið fyrir fimmaura, en þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Hún er ólík öðrum Adam Sandler myndum, sem venjulega eru háð á alvarlegri myndir. Sem dæmi Happy Gilmore = gert grín að íþróttamyndum og Big daddy = gert grín að rómantískum gamanmyndum. 50 first dates er rómantísk gamanmynd þó að gamanið sé hærra sett en rómantíkin.
Starsky & Hutch er bara svona lala mynd. Hún er í sama stíl og þættirnir voru (þ.e.a.s. ekki færð í nútímalegan búning eins og Charlie's angels) og þess vegna er hún falleg ásýndar en við nánari kynni minnkar álitið heldur.
The whole ten yards nenni ég ekkert að segja um nema þetta: Videospólu-mynd!!!

Too lost in you...
Mér áskotnaðist fríkeypis miði á Sugababes tónleikana seinasta fimmtudag. Þar sem Katrín og sameiginlegir kunningjar okkar voru á leiðinni þangað ákvað ég að slást í hópinn með þeim og berja dýrðina augum. Ja, sér er nú hver dýrðin. Það var ekkert "show" í kringum þetta hjá stúlkunum þremur, Heidi, Keisha og S e-ð. Þær voru bara í ofur venjulegum fötum og stóðu bara og sungu. Ég skemmti mér nú samt ágætlega og mér virtist sem restin af áheyrendum sveitarinnar (sem flestir voru ekki mikið hærri en 140 cm) skemmti sér stórvel, enda án efa fyrstu tónleikar meirihluta salarins. Það var ofgnótt af píkuöskrum og öðrum aðdáunarhljóðum og það kitlaði hégómagirndina hjá mér að vera allt í einu orðin hávaxin í samanburði við aðra hlustendur. Queen of the world o.s.frv.
En stóra augnablikið mitt þetta kvöld (já, og reyndar þessarar viku) átti sér ekki stað fyrr en að tónleikunum loknum. Ég kvaddi Katrínu og stelpurnar inni og labbaði ein út um aðaldyrnar, á leið minni í bílinn. Þar er að sjálfsögðu löng bílalest sem bíður eftir að komast í burt og meðan ég geng meðfram henni er ég að slefa yfir svörtum Mercedes Benz jeppa. Þegar ég kem að jeppanum sjálfum þá sé ég að afturglugginn er opinn og að fyrir innan sitja allar þrjár Sugababes og allar sem eina brosa þær til mín (ég leit næstum við til að athuga hvort þær væru að horfa á einhvern annan...). Sú svarta (ég held hún heiti Keisha) segir:
Hi, thanks for coming!
og þar sem ég er veluppalinn Íslendingur rétti ég þeirri sem var næst mér (það reyndist vera Heidi) hendina og segi:
Thanks for a great show!
að því loknu (því ég "fancy-a" sjálfa mig sem ó-uppáþrengjandi manneskju) veifaði ég til þeirra og gekk sem leið lá að bílnum mínum. Ég var að rifna úr stolti yfir því að vera svona kúl augliti-til-auglitis við heimsfrægar manneskjur. Það að þessar heimsfrægu manneskjur eru yngri eða jafngamlar mér og virka þar að auki mjög baby-legar á sviði vona ég að gleymist snögglega ;).

sunnudagur, mars 28, 2004

Hárið...
Nei, ekki hárið á mér, þó svo að ég sé nýkomin úr klippingu. Ég meina myndina Hárið, einhverja bestu söngleikja mynd sem gerð hefur verið! Hún var einmitt að koma í hús frá the U.S. of A. ásamt The Sound of Music (annarri frábærri mynd) og því verður glatt á hjalla hjá söngglöðu systrunum :). Og þar sem myndin var mætt á svæðið varð ég auðvitað að sýna lit og setja geisladiskinn Hárið í spilarann. Helber schnilld!

Týnd í bókalausri auðn...
Borgarbókasafnið gerði mér þann óleik að loka í heila ellefu daga. Reyndar eru þeir að skipta yfir í MIKLU betra útlánakerfi (sem er ekki DOS-based, hallelúja lofið Drottni) en engu að síður er skrýtið að geta ekki skroppið á bókasafnið. Ég fór reyndar þangað til að birgja mig upp, daginn áður en lokaði, þannig að ég hef svo sem nóg af bókum, en engu að síður vantar eitthvað í tilveruna.

Lagið...
Í spilaranum þessa stundina er lagið Syndir holdsins/lifi ljósið úr söngleiknum Hárinu. Svaka lag. Svaka vel þýddur texti.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Kvef og læti...
Ég er nú stigin uppúr úr veikindunum eins og fönix úr ösku. Líkt og endurfædd og til í hvað sem er. Núeh, eða ekki. En ég er þó loksins komin í skólann og skemmti mér ágætlega í AutoCAD tíma. Og ég má til með að deila því með alþjóð að ég svaf í heila níu (!) klukkutíma í nótt. Geri aðrir betur!

Tónleikastand...
Mig langar að skella mér á meirihlutann af tónleikunum sem verða á næstunni. Hefði meira að segja alveg viljað fara á Sugababes til að vökva gelgjuna í mér. En löngunin er samt mun meiri að fara á tónleika hjá Pixies, Placebo og slíku og hvað ég hefði viljað hlusta á Damien Rice live. Það er svakalegt að vera svo útúr umheiminum að maður veit ekkert hvað er að gerast, fyrr en það er búið :(.

Ég elska þig, þótt þú sért úr steini...
Þar sem ég átti inneignarnótu í Hagkaupum ákvað ég að gera eitthvað sem ég geri MJÖG sjaldan. Ég keypti mér eitt stykki spánnýjan geisladisk. Og svo annan ekki alveg jafnnýjan :). Fyrri diskurinn er enginn annar en Placebo: Sleeping with ghosts og hann venst mjög vel. En það er seinni diskurinn sem að stendur upp úr. Já, og tilvitnunin að ofan er einmitt af honum. Diskurinn Borgarbragur er snilldin ein. Við áttum svoleiðis hljómplötu (já, hljómplötu!) þegar ég var lítil og það var mikið dansað og sungið með þeirri plötu í den! Og alltaf af og til yfir árin, höfum við systurnar fengið brot úr lögum á heilann. Og nú loksins getum við sungið heil lög, með textann fyrir framan okkur, diskinn í tækinu og hátalarana í botni! Vúhú, segi ég nú bara! Og í tilefni dagsins ætla ég að setja textabrot úr lagi hér fyrir neðan...

Vesturgata
Hann afi minn gekk um á alræmdum flókaskóm
með albönskum hrágúmmísólum sem skelltu í góm.
Hann klæddist vínrauðum náttfötum nótt jafnt sem dag
og nótaði í örsmáar kompur stef eða lag.
Og þeir Steingrímur rakari hlustuðu á Händel og Bach
og horfðu á skýin og sögðu í lotningu: Takk!

...

Víðast í heiminum heyrist nú urgur og kíf.
Hvar er vor draumur um fegurra og betra líf?
Erum við öllsömul dauðadæmt drullupakk?
Er takmarkið kannski að deyða þá Händel og Bach?

Ó, hlustaðu bróðir, ég strengina varlega strýk;
helgnýrinn þagnar, þín sál verður aftur rík.
Sittu hjá mér, hlustum á Händel og Bach
og horfum á skýin og segjum í lotningu: Takk!

fimmtudagur, mars 11, 2004

I'm fine-d...
Ég er að deyja úr kvefi. Bara langaði að deila því með umheiminum.

It's a small world after all...
Fann svona kortagerðardæmi. Mér finnst svona svo gaman og hugsaði með mér að nú gæti ég sýnt heiminum hversu mikið af honum ég hefði séð með eigin augum. Svo kom í ljós að ég hef ekkert komið til það margra landa. Og það lítur út fyrir að ég hafi ferðast um ÖLL Bandaríkin, sem er náttúrulega ekki satt...



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

þriðjudagur, mars 09, 2004

Akureyri taka 2...
Það reyndist vera dálítið af snjó í Hlíðarfjalli svo að við gátum sýnt tilþrif í hálfslöppu færi. Það r sem skíðin mín eru biluð voru leigð handa mér carving skíði og þvílíkur munur! Ég ætla svo innilega að fá mér þannig. Reyndar var ég bara á skíðum annan daginn því á sunnudaginn var svo klikkað veður að ég barasta treysti mér ekki upp í fjall. Og á leiðinni heim, vá! Ég hélt að bíllinn myndi fjúka þegar við keyrðum í 21 m/s uppi á Holtavörðuheiði. Mikið ævintýri.

Já, og nokkurn vegin svona leit Hlíðarfjall út um helgina:

fimmtudagur, mars 04, 2004

Öðruvísi dagar...
Já, í dag og í gær eru öðruvísi dagar í Iðnskólanum í Reykjavík. Allir nemendur á hönnunarbraut þurftu að vera með í undirbúningi fyrir a.m.k. eina vinnustofu og ég var í kaffihúsanefnd. Bakaði ca. 150 bollur og skemmti mér vel við það. Í gær slysaðist ég svo inn í vinnustofu í bókbandi og kom ekkert út þaðan aftur. Vá, hvað það var gaman! Ég bjó til mína fyrstu bók og er alveg rosalega stolt af henni!

Akureyri...
Á morgun skundum við fjölskyldan og ýmist vinafólk hennar á Akureyri. Þetta á náttúrulega að vera skíðaferð en sökum snjóleysis verður bara slappað af og veðurguðunum færðar fórnir.



Á skíðum skemmt' ég mér, tralalalala, tralalalala, tralalala!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Bolla, bolla, bolla...
Já, bolludagurinn var á mánudaginn og var það vel. Hér á heimilinu var tekið forskot á sæluna á sunnudeginum og sultu og rjóma skellt í keyptar (en mjög góðar) vatnsdeigsbollur með súkkulaði ofan á. Á bolludaginn sjálfan borðaði ég svo enn fleiri bollur og þá var sérstaklega vinsælt að mamma skyldi búa til púns. Minns finnst nefnilega rjómi ógeð á öðru en vöfflum og pönnukökum.

Sprengidagur með meiru...
Nú má ekki gleyma sprengideginum á þriðjudaginn var. Saltkjöt og baunir er eitthvað það besta sem ég fæ og ég borðaði því á mig gat eins og á að gera. Eftir matinn ákvað ég að skella mér á Kópavogssafn og skila bókum og öðrum safnkosti (sem er n.b. mjög skrýtið orð). Ég var bara að dunda mér við að læra á safnið og skoða bækur þegar að það slokknar á ljósunum í safninu. Ég flýtti mér að afgreiðslunni og þar voru bókasafnsverðir að fara í yfirhafnir. Ég spurði hvort að það væri búið að loka og þær hrukku allar í kút. Klukkan var sem sagt EINA mínútu yfir lokunartíma og þær tjékka ekkert hvort að allir séu komnir út úr safninu. Og þar sem þær voru á leiðinni út þá munaði nú ekki miklu að ég lokaðist inni í annarri heimsókn minni á safnið :) !

Gleði dagsins...
Orlando er aftur inni í myndinni. Það kemur svo bara í ljós hvort hann heldur sig þar eða flýr aftur ;) !

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Gigli...
Já, um daginn fékk Bryndís vinka boðsmiða á bíómyndina Along came Polly. Við skunduðum því fullar tilhlökkunar upp í Álfabakka og ætluðum sko að skemmta okkur ærlega. En viti menn, það var uppselt. Og stelpan í afgreiðslunni sagði okkur að Þessir miðar hefðu verið sendir á öll heimili sem eiga viðskipti við Símann. Óóóóókei, ég þekki engan annan en Bryndísi sem fékk svona og samt á mitt heimili viðskipti við Símann. Skandall!
En þar sem við skakklöppuðumst vonsviknar heim, ákváðum við að gera gott úr öllu saman og leigja bara vídjó. Og myndirnar Alex & Emma og Gigli urðu fyrir valinu. Alex & Emma reyndist voða fín en Gigli...ja, ég held ég geti sagt, með nokkurri vissu, að Gigli sé LÉLEGASTA mynd sem ég hef nokkurn tíma séð. Það var alveg rosalegt að horfa á hana. En sem betur fer var hún fríspóla svo ég sé ekki eftir neinum peningum :) !

McFlurry...
Já, svona er það þegar maður vafrar um netið án þess að leita að neinu sérstöku. Þá finnur maður gjarnan skrýtna og/eða skemmtilega hluti sem deila má með öðrum. Þetta apparat hér fyrir neðan fann ég á síðu Toys R Us og fannst það alveg gífurlega amerískt ;).



McFlurry-vélin! Tilvalin til að búa til McFlurry ef að maður er of latur til að ganga þessa 50 metra yfir á næsta McDonalds...

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Skyndipróf...
Í dag var skellt skyndiprófi á okkur í AutoCAD tíma. Mér fannst ganga mjög vel en engu að síður reynir nú á fullyrðingu mína um rosalega færni í AutoCAD.

Hreyfing...
Haldiði að ég sé ekki bara orðin dugleg að fara í ræktina. Ú, je beibe! Hvað ég elska gönguskíðavélar!

Himnaríki...
Einhvern veginn tókst mér að verða tuttugu vetra án þess að fatta að ég gæti fengið mér bókasafnsskírteini í öðrum bæjarfélögum. En ekki lengur! Nú er ég stoltur handhafi skírteinis í bókasafni Kópavogs og prísa mig sæla með það. Hugsið ykkur, ókannaðar víddir bóka, tölvuleikja, tímarita og myndasagna. Já, ég held barasta að ég sjái ljósið við enda ganganna!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Hæ, hó! Hæ, hó! Við höfum fengið nóg...
Já, ég hafði sko aldeilis fengið nóg af gamla tölvugreyinu heima. Og einmitt þá, á ögurstundu, kom súpertölvukallinn (aka. pabbi) og reddaði málunum! Nú eigum við nýja og fína tölvu með hröðu og fínu ADSl-i og stórum og góðum hörðum disk. Nú er bara eftir að bíða og sjá hvort gamli harði diskurinn, með öllum myndum undirritaðrar, hafi bjargast úr tölvuslysinu mikla og fræga. Við bíðum spennt!

Snilldin...
Ég er ÓGEÐSLEGA klár í AutoCAD. Egóið ætlar mig lifandi að drepa.

Hugleiðingin...
Af hverju segir maður að eitthvað: "...ætli mann lifandi að drepa!"
Ef eitthvað á að drepa mann, verður maður þá ekki að lifandi áður en það er gert? Er kannski hægt að drepa mann dauðann? Reyndar hljómar setningin,
"Hann ætlaði mig dauðann að drepa!", ekkert sérstaklega eðlilega svo kannski er það skýringin...

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Nýtt útlit...
Gamla útlitið á síðunni var farið að fara ansi mikið í mínar fínustu. Og endurlitunarmöguleikar template-anna sem Blogspot býður upp á eru ekki neitt sérstaklega miklir. Fyrir utan það að það var enginn áskorun lengur í að fikta í því. Svo ég áttaði mig á því að róttækra aðgerða var þörf. Síðan þurfti að endurfæðast. Og það hefur hún gert, guði sé lof. Og hver veit nema ég verði duglegri að blogga í skemmtilegra umhverfi!

Commentakerfi...
En eins og sjá má þá reyndist mér erfitt að setja commenta kerfið inn á síðuna. Það verður því bara að bíða betri tíma og þeir sem að vilja kommenta geta bara geymt kommentin til betri tíma.

Friends...
Uppáhaldsþátturinn minn í öllum heiminum held ég bara. En þar sem að ég hef ekki verið áskrifandi af Stöð 2 í mörg, mörg ár þá hef ég aldrei getað fylgst almennilega með. Ég hef alltaf bara séð einn og einn þátt hjá vinkunum eða þá fengið seríur sem þær eiga lánaðar. En núna loksins, loksins þá er ég að verða með á nótunum. Ég á sjálf 7.seríu og er með 8. í láni. Svo ég þarf eingöngu að verða mér úti um 9. seríu og þá er ég klár í slaginn. Og ekki seinna vænna, því seinasta serían fer í loftið 6. febrúar n.k. Því miður er ég ekki enn komin með Stöð 2 svo að ég verð bara að snapa mér sæti hjá einhverjum sem á afruglara. Það verður sem sagt svona Idol stemmning yfir þessu hjá mér.

mánudagur, janúar 19, 2004

Bloggþurrð...
Nú er vorönn í Iðnskólanum í Reykjavík hafin af krafti. Þegar ég sá stundatöfluna mína fyrst var ég gráti næst því mér leist hreint ekkert á málið. En eftir fyrstu vikuna er komið annað hljóð í skrokkinn. Nú er ég mjög svo ánægð með mína fjögurra daga skólaviku og þriggja daga helgi. Ég er sem sagt vel sátt ;)!

Dansi, dansi dúkkan mín...
Og þar sem maður verður alltaf að taka nýtt ár með trompi, þá ákvað ég að skella mér í leikfimi uppi í Hreyfigreiningu. Það er sko algjör snilli. Þar eru nefnilega svona gönguskíðavélar sem að mér finnst svo gaman að. Og ekki spilla danstímarnir sjálfir fyrir.

Svekkelsi dagsins...
Það kostar 100.000 kr. að fara til Orlando.

Gimmí, gimmí, gimmí!...

Zodiac!

mánudagur, janúar 05, 2004

Jól og nýtt ár...
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár! Ég er kannski í seinna lgai með þetta en er mætt engu að síður. Þettar eru búin að vera æðisleg jól og áramót en því miður líður að lokum núna. En ég kvarta ekki. Eða alla veganna ekki mikið :).

Catan...
Ég fékk aldeilis tækifæri til þess að spila þetta nýja uppáhaldsspil mitt, um þessi áramót. Á gamlársdag komu Nína og Marthe nefnilega með það í mat og ég fékk að halda því eftir. Og á nýársdagskveld kom Bryndís í sérlega Catan-spilaheimsókn og þá varð nú glatt á hjalla!

Kvóti dagsins...
- Oh, Rexy! You're so sexy!